Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Ágangur búfjár - minnisblað.
2302008
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lögfræði- og Velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur haft til skoðunar á undanförnum vikum stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Í áliti Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 var fjallað um leiðbeiningar þáverandi Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarstjórna um hvernig skyldi fara með beiðnir um smölun skv. IV. kafla laganna. Niðurstaða umboðsmanns var að taka þyrfti leiðbeiningarnar til endurskoðunar, þar sem ekki væri unnt að gera þær kröfur til landeiganda að þeir friði landsvæði sitt skv. ákvæðum laga um búfjárhald ef þeir væru ósáttir við ágang búfjár á landareign sinni. Var því beint til Innviðaráðuneytisins að endurskoða reglurnar. Þá var kveðinn upp úrskurður hjá Dómsmálaráðuneytinu sem byggði á áliti umboðsmanns þar sem gerð var krafa til lögreglustjóra að sinna slíkum beiðnum um smölun eignarlanda kæmu þær fram.
Af þessu tilefni var ákveðið að útbúa stutt minnisblað til sveitarfélaga um þá réttarstöðu sem til staðar er eftir álit umboðsmanns Alþingis og hvaða verklag þyrfti að viðhafa komi slíkar beiðnir fram til sveitarfélaga. Minnisblaðið er meðfylgjandi erindinu, en helstu niðurstöður þess eru eftirfarandi:
1) Sambandið tekur undir niðurstöðu álits Umboðsmanns Alþingis um samspil laga um búfjárhald og laga um afréttarmálefni.
2) Hvað varðar ágang frá afrétti í eignarlönd er skýr skylda sveitarfélags að sinna smölun þegar ágangur búfjár er mikill. Skilyrði fyrir smölun mætti skilgreina nánar í fjallskilasamþykkt sveitarfélaga.
3) Hvað varðar ágang milli eignarlanda er til staðar lagaskylda til smölunar. Sveitarfélag getur þó valið að halda að sér höndum við slíkar beiðnir þar sem gert er ráð fyrir því í lagaákvæðinu að lögreglustjóra beri skylda til smölunar sinni sveitarfélag ekki slíkum beiðnum.
4) Ætli sveitarfélag að innheimta kostnað vegna smölunar hjá eigendum búfjár er nauðsynlegt að framkvæma slíkt með eðlilegum hætti, skv. meginreglum stjórnsýsluréttar um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt.
Taka ber fram að sambandið hefur fengið þær upplýsingar frá Innviðaráðuneyti að nýjar verklagsreglur séu í smíðum hjá ráðuneytinu, sem komi til umsagnar hjá sambandinu þegar fyrstu drög að þeim liggja fyrir.
Sambandið hvetur sveitarfélög til þess að kynna minnisblaðið fyrir viðeigandi nefndum og starfsfólki sveitarfélagsins sem málefnið varðar.
Lögfræði- og Velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur haft til skoðunar á undanförnum vikum stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Í áliti Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 var fjallað um leiðbeiningar þáverandi Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarstjórna um hvernig skyldi fara með beiðnir um smölun skv. IV. kafla laganna. Niðurstaða umboðsmanns var að taka þyrfti leiðbeiningarnar til endurskoðunar, þar sem ekki væri unnt að gera þær kröfur til landeiganda að þeir friði landsvæði sitt skv. ákvæðum laga um búfjárhald ef þeir væru ósáttir við ágang búfjár á landareign sinni. Var því beint til Innviðaráðuneytisins að endurskoða reglurnar. Þá var kveðinn upp úrskurður hjá Dómsmálaráðuneytinu sem byggði á áliti umboðsmanns þar sem gerð var krafa til lögreglustjóra að sinna slíkum beiðnum um smölun eignarlanda kæmu þær fram.
Af þessu tilefni var ákveðið að útbúa stutt minnisblað til sveitarfélaga um þá réttarstöðu sem til staðar er eftir álit umboðsmanns Alþingis og hvaða verklag þyrfti að viðhafa komi slíkar beiðnir fram til sveitarfélaga. Minnisblaðið er meðfylgjandi erindinu, en helstu niðurstöður þess eru eftirfarandi:
1) Sambandið tekur undir niðurstöðu álits Umboðsmanns Alþingis um samspil laga um búfjárhald og laga um afréttarmálefni.
2) Hvað varðar ágang frá afrétti í eignarlönd er skýr skylda sveitarfélags að sinna smölun þegar ágangur búfjár er mikill. Skilyrði fyrir smölun mætti skilgreina nánar í fjallskilasamþykkt sveitarfélaga.
3) Hvað varðar ágang milli eignarlanda er til staðar lagaskylda til smölunar. Sveitarfélag getur þó valið að halda að sér höndum við slíkar beiðnir þar sem gert er ráð fyrir því í lagaákvæðinu að lögreglustjóra beri skylda til smölunar sinni sveitarfélag ekki slíkum beiðnum.
4) Ætli sveitarfélag að innheimta kostnað vegna smölunar hjá eigendum búfjár er nauðsynlegt að framkvæma slíkt með eðlilegum hætti, skv. meginreglum stjórnsýsluréttar um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt.
Taka ber fram að sambandið hefur fengið þær upplýsingar frá Innviðaráðuneyti að nýjar verklagsreglur séu í smíðum hjá ráðuneytinu, sem komi til umsagnar hjá sambandinu þegar fyrstu drög að þeim liggja fyrir.
Sambandið hvetur sveitarfélög til þess að kynna minnisblaðið fyrir viðeigandi nefndum og starfsfólki sveitarfélagsins sem málefnið varðar.
Lagt fram til kynningar.
2.Óveruleg breyting á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar
2212025
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 365. fundi sínum þann 14.12.2022 að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009 skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og láta fara fram grenndarkynningu meðal hagsmunaaðila á svæðinu, s.s. hjá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun, Veiðimálastofnun, Veiðifélagi Leirár, Minjastofnun Íslands, eigendum Skólastígs nr. 1, 1a, 1b, 3, 5 og öðrum aðliggjandi lóðarhöfum.
Var breyting deiliskipulagsins og fyrirhuguð framkvæmd grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 3. febrúar 2023.
Í breytingunni fólst að gera nýja vegtengingu milli Skólastígs og Réttarhaga, að fyrirhugaðri smábýlabyggð við Réttarhaga skv. uppdrætti dags. 08.12.2022.
Lagðar fram umsagnir lögaðila en engar athugasemdir/ábendingar bárust frá íbúum/lóðarhöfum á svæðinu.
Vegagerðin dags. 10.01.2023. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
Minjastofnun Íslands dags. 06.02.2023. Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu skv. vettvangsskoðun minjavarðar vesturlands, og því gerir Minjastofnun Íslands enga athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
Umhverfisstofnun dags. 24.01.2023. Umhverfisstofnun telur að svæðið sem deiliskipulagstillagan nái til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar og gerir stofnunin ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Fiskistofa dags. 03.01.2023. Fiskistofa bendir á að umrædd breyting geti haft áhrif á veiðihagsmuni í Leirá, hvort heldur neikvæð eða jákvæð, en telur sér ekki fært um að ráða í hver áhrifin verði, en bendir á að veiðifélag Leirár geti betur ályktað um hver áhrif breytinganna kunni að verða fyrir veiðisvæðið. Ennfremur bendir Fiskistofa á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka þess, kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu sbr. 33. gr. lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Engar athugasemdir bárust frá veiðifélagi Leirár en afstaða (samþykki) veiðifélagsins lá fyrir hjá sveitarfélaginu í tengslum við fyrri málsmeðferð málsins.
Var breyting deiliskipulagsins og fyrirhuguð framkvæmd grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 3. febrúar 2023.
Í breytingunni fólst að gera nýja vegtengingu milli Skólastígs og Réttarhaga, að fyrirhugaðri smábýlabyggð við Réttarhaga skv. uppdrætti dags. 08.12.2022.
Lagðar fram umsagnir lögaðila en engar athugasemdir/ábendingar bárust frá íbúum/lóðarhöfum á svæðinu.
Vegagerðin dags. 10.01.2023. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
Minjastofnun Íslands dags. 06.02.2023. Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu skv. vettvangsskoðun minjavarðar vesturlands, og því gerir Minjastofnun Íslands enga athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
Umhverfisstofnun dags. 24.01.2023. Umhverfisstofnun telur að svæðið sem deiliskipulagstillagan nái til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar og gerir stofnunin ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Fiskistofa dags. 03.01.2023. Fiskistofa bendir á að umrædd breyting geti haft áhrif á veiðihagsmuni í Leirá, hvort heldur neikvæð eða jákvæð, en telur sér ekki fært um að ráða í hver áhrifin verði, en bendir á að veiðifélag Leirár geti betur ályktað um hver áhrif breytinganna kunni að verða fyrir veiðisvæðið. Ennfremur bendir Fiskistofa á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka þess, kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu sbr. 33. gr. lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Engar athugasemdir bárust frá veiðifélagi Leirár en afstaða (samþykki) veiðifélagsins lá fyrir hjá sveitarfélaginu í tengslum við fyrri málsmeðferð málsins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009, en málsmeðferð vegna málsins var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins, en ábendingar bárust frá Fiskistofu.
Samþykkt að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins, en ábendingar bárust frá Fiskistofu.
Samþykkt að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skólastígur 3 - Flokkur 2,
2301002
Erindi dags. 02.02.2023 frá byggingarfulltrúa en upphaflega barst erindið frá MA1 ehf.
Umsókn um breytta notkun húsnæðis á svæði ÞS2 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2022.
Á lóðinni við Skólastíg 3, landeignanúmer L221409, er gamla skólahúsið sem upprunalega var hannað sem heimavistarskóli, og er húsið 4 hæðir, 3 hæðir auk kjallara.
Sótt er um heimild til gistingar í húsnæði gamla grunnskólans.
Gert er ráð fyrir 51 herbergi fyrir allt að 75 manns í gistingu.
Umrætt svæði er skv. deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009.
Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er svæðið skilgreint sem samfélagsþjónustusvæði, en landnotkun er þjónustustofnun ÞS2.
Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er svæðið Skólastígur 3, skilgreint sem verslun og þjónusta, númer landnotkunarreits í aðalskipulaginu er VÞ19.
Skv. skipulagsskilmálum eru breytingar á núverandi húsnæði (og/eða nýbyggingar) sem falla að nýtingu svæðisins, heimilar svo sem til gisti- og veitingareksturs. Þá er heimilt að hafa fasta búsetu á svæðinu skv. sömu skipulagsskilmálum.
Svæðið sem umlykur lóð Skólastígs nr. 3 er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3, sem er víkjandi landbúnaðarland fyrir annarri starfsemi.
Í skilmálum aðalskipulagsins segir ennfremur:
Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland. Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m². Hafa ber í huga að landbúnaðarstarfsemi er víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Umsókn um breytta notkun húsnæðis á svæði ÞS2 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2022.
Á lóðinni við Skólastíg 3, landeignanúmer L221409, er gamla skólahúsið sem upprunalega var hannað sem heimavistarskóli, og er húsið 4 hæðir, 3 hæðir auk kjallara.
Sótt er um heimild til gistingar í húsnæði gamla grunnskólans.
Gert er ráð fyrir 51 herbergi fyrir allt að 75 manns í gistingu.
Umrætt svæði er skv. deiliskipulagi Heiðarskóla og Heiðarborgar frá árinu 2009.
Skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er svæðið skilgreint sem samfélagsþjónustusvæði, en landnotkun er þjónustustofnun ÞS2.
Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er svæðið Skólastígur 3, skilgreint sem verslun og þjónusta, númer landnotkunarreits í aðalskipulaginu er VÞ19.
Skv. skipulagsskilmálum eru breytingar á núverandi húsnæði (og/eða nýbyggingar) sem falla að nýtingu svæðisins, heimilar svo sem til gisti- og veitingareksturs. Þá er heimilt að hafa fasta búsetu á svæðinu skv. sömu skipulagsskilmálum.
Svæðið sem umlykur lóð Skólastígs nr. 3 er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3, sem er víkjandi landbúnaðarland fyrir annarri starfsemi.
Í skilmálum aðalskipulagsins segir ennfremur:
Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland. Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m². Hafa ber í huga að landbúnaðarstarfsemi er víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og fela skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga varðandi svæðið.
4.Teigur og Krossland eystra - Stjórnsýslukæra IRN23020036.
2302014
Erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 8. febrúar 2023 þar sem tilkynnt er að ráðuneytingu hafi borist stjórnsýslukæra Harðar Jónssonar, kt. 200865-3679 og Valdísar Heiðarsdóttur kt. 260161-2969, þar sem kærð er ákvörðun Hvalfjarðarsveitar um neitun á viðurkenningu þess efnis að röng landamerki hafi legið til grundvallar við gerð stofnskjals jarðarinnar Krosslands eystra.
Er þess farið á leit að sveitarfélagið sendi ráðuneytinu öll gögn málsins og sveitarfélagið geri enn fremur grein fyrir athugasemdum sínum vegna kærunnar, ef einhverjar eru.
Er þess óskað að umbeðin gögn berist eigi síðar en 1. mars næstkomandi.
Er þess farið á leit að sveitarfélagið sendi ráðuneytinu öll gögn málsins og sveitarfélagið geri enn fremur grein fyrir athugasemdum sínum vegna kærunnar, ef einhverjar eru.
Er þess óskað að umbeðin gögn berist eigi síðar en 1. mars næstkomandi.
Samþykkt að vísa bréfinu til lögmanns sveitarfélagsins til frekari vinnslu.
Fundi slitið - kl. 17:15.