Fara í efni

Sveitarstjórn

293. fundur 24. september 2019 kl. 15:15 - 16:03 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1909039 - Árshlutareikningur janúar til ágúst 2019. Málið verður nr.10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Bára Tómasdóttir og Atli Viðar Halldórsson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 292

1909003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 12

1909004F

Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku EÓG, RÍ, DO.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að halda sameiginlegan vinnufund sveitarstjórnar og fræðslunefndar til að fara yfir árangur við styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 12 Framlögð drög að reglum um skólaakstur fyrir nemendur í Heiðarskóla.

    Nefndin samþykkir drögin og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta nýjar reglur um skólaakstur fyrir nemendur í Heiðarskóla.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að Reglum um skólaakstur í grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 12 Núverandi skipurit var samþykkt af sveitarstjórn þann 7. mars 2017, jafnframt samþykkti sveitarstjórn að árangur skipuritsbreytinganna skyldi endurmetinn að tveimur árum liðnum. Til að meta árangurinn var lögð fyrir SVÓT greining fyrir starfsfólk og foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

    Niðurstaða SVÓT greiningar gefur til kynna að markmiðum með skipuritsbreytingunni hafi að flestu leyti verið náð. Má þar nefna: Ráðnir hafa verið fagmenntaðir skólastjórnendur á báðar starfsstöðvar, mynduð fjögurra manna skólastjórn. Unnið hefur verið að því styrkja samstarfsflöt stofnanna, skerpa á og samþætta starfslýsingar og skapa heildstætt lærdómssamfélag með samfellu á milli skólastiga. Tekist hefur að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum á leikskólasviði og auka samtal milli skólastiga, einnig er nokkur samnýting starfsfólks á milli skólastiga. Tækifæri er því til að halda áfram styrkjast og þróast á þeim góða grunni sem hefur verið byggður síðustu tvö árin.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að núverandi skipurit verði samþykkt með smávægilegum leiðréttingum og staðfest sem framtíðarskipurit fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir skipurit fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, með þeim smávægilegu breytingum sem á því hafa verið gerðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 12 Nefndin staðfestir ákvörðun sína sem samþykkt var á milli funda, um ósk leikskólastjóra um að tímabundið verði aukið við stöðugildi til að ráða til starfa fagmenntaðan leikskólakennara sem sótti um starf við leikskólann. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum við stofnunina eins og stefnt hefur verið að frá árinu 2016 og að leikskólinn færist nær því markmiði að uppfylla 9. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar segir að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara. Sveitarfélagið hefur farið fjölbreyttar leiðir til að nálgast markmiðið t.d. með því að veita styrki til náms í leikskólakennarafræðum, gert breytingar á skipuriti leik- og grunnskóla og sett af stað tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni leikskólastjóra og að gerðir verði viðaukar við fjárhagsáætlun ársins til að mæta auknum útgjöldum.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ráðninguna, fjárhagsleg áhrif hennar verði metin samhliða öðrum þáttum sem hafa munu áhrif á launaliði leikskólans, s.s. barnafjöldi, kjarasamningar o.fl. breytur og í kjölfarið verði eftir atvikum lagður fyrir viðauki við fjárhagsáætlun ársins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun 2020.

1909029

Tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.
Undir þessum lið voru jafnframt lögð fram fyrstu drög að skatttekjuáætlun 2020.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ósk um tímabundna lausn frá sveitarstjórnarstörfum.

1909032

Erindi frá Atla V. Halldórssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni Atla V. Halldórssonar um tímabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Samþykktin gildir fyrir tímabilið 24. sept. 2019 til 1. sept. 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um lausn frá sveitarstjórnarstörfum.

1909028

Erindi frá Báru Tómasdóttur.
Erindi frá Báru Tómasdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni Báru Tómasdóttur um að verða leyst frá störfum í eftirfarandi embættum á vegum Hvalfjarðarsveitar til loka yfirstandandi kjörtímabils.

Aðalfulltrúi í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

Varafulltrúi í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Aðalfulltrúi á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Haustþing SSV 2019.

1909012

Breyting á áðurkjörnum þingfulltrúum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Guðjón Jónasson og Björgvin Helgason verði fulltrúar sveitarfélagsins á haustþingi SSV sem haldið er í Klifi í Ólafsvík þann 25. sept. Til vara verði Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Beiðni um varðveislu á skautbúningi kvenfélaganna í Hvalfjarðarsveit.

1909027

Erindi frá Kvenfélaginu Lilju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til skoðunar hjá Menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók RÍ.

8.Ágangur búfjár í landi Hafnarsels og í nágrenni.

1909030

Erindi frá Halldóri Stefánssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að ræða við bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku RÍ, GJ, LBP.

9.Núverandi starfsemi á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit og fyrirhuguð stækkun.

1909033

Erindi frá Eyjólfi Jónssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- skipulags-og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.

10.Árshlutareikningur janúar til ágúst 2019.

1909039

Árshlutareikningur.
Framlagður árshlutareikningur janúar til ágúst 2019 sem unninn var af Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda.

11.Fyrirhuguð áform um Vindorkugarð í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit.

1909031

Erindi frá Baldri Bergmann.
Erindið framlagt, stefnt er að fundi með bréfritara þar sem hann mun kynna málið. Fulltrúum í sveitarstjórn og USN nefnd verður boðið að mæta á þann fund.

12.183. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1909034

Fundargerð Faxaflóahafna sf.
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DO.

Fundi slitið - kl. 16:03.

Efni síðunnar