Fara í efni

Sveitarstjórn

290. fundur 13. ágúst 2019 kl. 15:00 - 15:38 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Bára Tómasdóttir og Atli Viðar Halldórsson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 289

1906006F

Fundargerð framlögð.

Til máls tók RÍ.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 7

1907001F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir með Menningar- og markaðsnefnd og lýsir yfir ánægju sinni með Hvalfjarðardaga og þakkir til allra þeirra sem komu að hátíðinni á einhvern hátt. Sveitarstjórn vill jafnframt færa Félagsmála- og frístundafulltrúa og Menningar- og markaðsnefnd þakkir fyrir þeirra vinnu við undirbúning, skipulagningu og framkvæmd Hvalfjarðardaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 23

1906008F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók RÍ.

4.Gandheimar L197607 - Breytingar á húsnæði

1906001

Byggingarleyfi
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt útgáfu byggingarleyfis vegna breytinga á útliti húss, kvistum, þaki og gluggum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fyrirspurn til Björgvins Helgasonar, oddvita.

1908012

Erindi frá Rögnu Ívarsdóttur vegna hljóðupptaka frá sveitarstjórnarfundum.
Erindi frá Rögnu Ívarsdóttur.

Fyrirspurn til oddvita Hvalfjarðarsveitar, Björgvins Helgasonar.

Hyggst oddviti beita sér fyrir því að þær hljóðupptökur sem til eru verði settar inn sem fylgiskjöl við fundargerðir sveitarstjórnar sem eru framlagðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar?

Það sem af er ári hafa verið haldnir 11 fundir sveitarstjórnar, hljóðupptöku er að finna við 4. fundargerðir.
Öllum ætti að vera ljóst að hljóðupptökur eru stór partur af fundargerð hvers fundar enda er talað mál ekki ritað í fundargerð, einungis er getið hver tekur til máls. Með þessu áframhaldi glatast miklar heimildir.

Nokkrar staðreyndir málsins:
289. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 09. júlí 2019.
Engin hljóðupptaka. (Ritað í fundargerð eftir að sveitarstjórnarmenn kvitta fyrir fundargerð og undirrituð farin af fundarstað: Hljóðupptaka misfórst af tæknilegum orsökum.)

288.fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 25. júní 2019.
Hljóðupptaka til staðar.

287. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 11. júní 2019.
Engin hljóðupptaka, engin skýring í fundargerð.

286. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 28. maí 2019.
Hljóðupptaka til staðar.

285. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 07. maí 2019.
Hljóðupptaka til staðar.

284. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 15. apríl 2019.
Engin hljóðupptaka, engin skýring í fundargerð.

283. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 26. mars 2019.
Engin hljóðupptaka, engin skýring í fundargerð.

282. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 12. mars 2019.
Engin hljóðupptaka, upptaka fellur niður vegna tæknilegra örðugleika.

281. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 26. febrúar 2019.
Hljóðupptaka til staðar.

280. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 12. febrúar 2019.
Engin hljóðupptaka, engin skýring í fundargerð.

279. fundur sveitarstjórnar, haldinn þann 22. janúar 2019.
Engin hljóðupptaka, engin skýring í fundargerð.

Ragna Ívarsdóttir.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun vegna fyrirspurnar Rögnu Ívarsdóttur:
"Eins og sveitarstjórn er kunnugt um, þar sem það hefur áður verið kynnt fyrir henni, fluttust hljóðupptökur með fundargerðum sveitarstjórnar ekki með þegar gögn voru flutt frá fyrri heimasíðu yfir á nýja heimasíðu. Hljóðupptökurnar eru til á tölvudrifum sveitarfélagsins og því aðgengilegar þegar og ef á þarf að halda, óski einhver eftir að fá aðgang að þeim. Það liggur hins vegar fyrir að umtalsverð vinna þarf að fara fram eigi að setja allar hljóðupptökur inn á nýja heimasíðu þar hljóðupptökur hófust seinni part ársins 2010 en áætla má að um 15 mínútna vinna liggi að baki því að koma inn hverri upptöku. Hvað varðar heimildir og vistun þeirra er ljóst að upptökur eru til á tölvutæku formi og alltaf hægt að nálgast þær þegar og ef á þarf að halda. Á hverjum tíma geta einstaklingar óskað eftir aðgangi að hljóðskrám og unnt er að senda skrár til viðkomandi ef svo ber undir. Vilji oddvita er að hljóðskrár með fundargerðum núverandi sveitarstjórnar verði settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins en hvað varðar eldri upptökur þyrfti að skoða það við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 þar sem ljóst er að sú vinna er bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm."

Ragna Ívarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ítrekað hefur það gerst við upphaf sveitarstjórnarfunda að búnaður sá sem notaður er til að hljóðrita fundi sveitarstjórnar er ekki til staðar, það er einhverskonar bilun í búnaði en þó er það ekki algilt. Það sem verra er að þær hljóðupptökur sem hafa verið framkvæmdar eru ekki allar til staðar.

Við yfirferð á fundargerðum sveitarstjórnar það sem af er ári kom í ljós að miklar heimildir hafa glatast þar sem hljóðuppptökur frá að minnsta kosti fimm fundum eru ekki til staðar, er það ekki vegna tæknilegra örðugleika. Þessar hljóðupptökur sem um ræðir voru til staðar í fundargerðum en virðast hafa horfið.
Þar sem talað mál er ekki ritað í fundargerðir hafa glatast heimildir, heimildir sem oftar en ekki skipta máli þegar heildarmyndin er skoðuð.

Undirrituð telur með öllu ótækt að upptökubúnaður sé ekki til staðar á meðan annað hefur ekki verið ákveðið."

Til máls tóku RÍ, BH, DO og LBP

6.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 ásamt greinargerð.

1907008

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2019.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Tillaga að breytingu á reglugerð Faxaflóahafna sf.

1908011

Reglugerð Faxaflóahafna sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í framlagða tillögu að breytingu á reglugerð Faxaflóahafna sf. og gerir ekki athugasemdir við hana."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Tilkynning vegna arðgreiðslu Faxaflóahafna sf. til eigenda.

1908008

Arðgreiðsla.
Lagt fram. Arðgreiðsla til Hvalfjarðarsveitar nemur kr. 64.646.838.-

9.Tilkynning frá Speli ehf. um greiðslu hlutafjár til eigenda.

1908009

Greiðsla hlutafjár.
Lagt fram. Hlutafjárgreiðsla til Hvalfjarðarsveitar nemur kr. 22.824.651.-

10.Ósk um stækkun dreifsvæðis hitaveitunnar.

1903028

Bréf frá Kristjáni Jóhannessyni.
Lagt fram.

Til máls tóku DO og GJ.

11.Afrit af bréfi LIBRA lögmanna til Veitna ohf. vegna vatnsdreifingar til íbúa Hvalfjarðarsveitar.

1908010

Erindi frá LIBRA lögmönnum.
Daníel Ottesen lýsti yfir vanhæfi sínu vegna málsins og vék af fundinum undir þessum lið.

Lagt fram erindi LIBRA lögmanna fyrir hönd Hólmsbúðar ehf., eiganda Ytra-Hólms I og eins af eigendum landsins þar sem vatnstakan fer fram, þar sem krafist er að Veitur ohf. stöðvi alla dreifingu á köldu vatni til íbúa Hvalfjarðarsveitar. Það dreifisvæði sem um ræðir eru u.þ.b. 19 hús í dreifbýli auk húsa í Krosslandi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum af stöðu málsins þar sem um verulega hagsmuni er að ræða fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem búa á því svæði sem um ræðir. Sveitarfélagið er ekki aðili máls, sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fylgjast áfram með málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

12.Reglur um dagdvöl aldraðra á Akranesi og Hvalfjarðarsveit.

1907007

Reglur um dagdvöl aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

13.Örnefnanefnd-ensk nöfn á íslenskum stöðum.

1908007

Tilmæli til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

14.98. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1907006

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

15.99. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1908004

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:38.

Efni síðunnar