Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
1.Sveitarstjórn - 196
1505001F
Fundargerð framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 54
1505003F
Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
3.Fjölskyldunefnd - 50
1504005F
Fundargerð framlögð.
- 3.8 1503024 Opið hús eldri borgara.Fjölskyldunefnd - 50 Ása Helgadóttir og Margrét Magnúsdóttir viku af fundi. Nefndin óskar eftir aukafjármagni til áramóta til að halda úti opnu húsi fyrir eldri borgara. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt viðauka:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu fjölskyldunefndar um opið hús fyrir eldri borgara september - desember 2015.
Viðauki 7. Oddviti lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun
ársins 2015 vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 220.000 - á 02048. Kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum 21085-5971."
Tillagan ásamt viðauka 7 borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
ÁH vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
4.27. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
1505020
Fundargerð framlögð.
5.5. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.
1505021
Fundargerð framlögð.
SGÁ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
SGÁ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
6.Beiðni um lausn frá setu í fræðslu- og skólanefnd.
1505025
Erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða beiðni Hjördísar Stefánsdóttur um lausn frá störfum í fræðslu- og skólanefnd út kjörtímabilið og þakkar henni fyrir vel unnin störf.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fresta kosningu aðalmanns í nefndina til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða beiðni Hjördísar Stefánsdóttur um lausn frá störfum í fræðslu- og skólanefnd út kjörtímabilið og þakkar henni fyrir vel unnin störf.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fresta kosningu aðalmanns í nefndina til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fyrirspurn vegna lóðar sem liggur fyrir innan Sólvelli 2.
1505019
Erindi frá Gunnari S. Ragnarssyni, dagsett 10. maí 2015.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og samþykkir að vísa því til frekari umfjöllunar hjá USN-nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og samþykkir að vísa því til frekari umfjöllunar hjá USN-nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Aðalfundur Höfða, fundarboð.
1505024
Ársreikningur 2014 og sundurliðun ársreiknings 2014 lagðir fram. Tilnefning fulltrúa á aðalfund.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Margrét Magnúsdóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Margrét Magnúsdóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Opið bréf til forsvarsmanna Faxaflóahafna sf.
1505011
Svar frá Faxaflóahöfnum til Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, dagsett 12. maí 2015.
Bréf lagt fram til kynningar.
10.116. stjórnarfundur SSV, 4. maí 2015.
1505022
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.132. fundur Faxaflóahafna.
1505023
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.Skýrsla sveitarstjóra.
1502013
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.