Fara í efni

Sveitarstjórn

193. fundur 24. mars 2015 kl. 17:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Ása Helgadóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 192

1503002F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 52

1503003F

Fundagerðin framlögð.
AH. fór yfir einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 52 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deilskipulagi lóðarinnar að undangenginni grenndarkynningu fyrir Klafastaðavegi 1, 2, 2a og 6 og Tangavegi 1 og 3 en áréttar jafnframt við umsækjanda, að fylgja í einu og öllu þeim skilmálum sem nú þegar hafa verið samþykktir fyrir svæðið. Nefndin bendir sérstaklega á almenna skilmála er varðar mengunarvarnarbúnað og loftræsikerfi en hvoru tveggja skal vera af bestu gerð. Þá er þess krafist að sérstaklega sé hugað að meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum úr landi. Þá skal frágangur lóða vera í samræmi við aðaluppdrætti og öllum framkvæmdum við hús og á lóð, þar með talið frágangur lóðar með bundnu slitlagi gróðri og umhverfi, skal lokið innan fjögurra ára frá úthlutun lóðar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fenginni tillögu USN-nefndar að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að undangenginni grenndarkynningu fyrir Klafastaðavegi 1, 2, 2a og 6 og Tangavegi 1 og 3 en áréttar jafnframt við umsækjanda, að fylgja í einu og öllu þeim skilmálum sem nú þegar hafa verið samþykktir fyrir svæðið. Sveitarstjórn bendir sérstaklega á almenna skilmála er varðar mengunarvarnarbúnað og loftræsikerfi en hvoru tveggja skal vera af bestu gerð. Þá er þess krafist að sérstaklega sé hugað að meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum úr landi. Þá skal frágangur lóða vera í samræmi við aðaluppdrætti og öllum framkvæmdum við hús og á lóð, þar með talið frágangur lóðar með bundnu slitlagi gróðri og umhverfi, skal lokið innan fjögurra ára frá úthlutun lóðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 52 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila Olíudreifingu ehf. stofnun lóða nr. 1, 3 og 4 á Litla-Sandi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Glammastaðir ehf. kt: 480113-0470.

1303047

Áður tekið fyrir á 191. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna / upplýsinga."
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Hundasamþykkt.

1410018

Drög að nýrri samþykkt um hundahald.
Fyrri umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa endurskoðaðri samþykkt um hundahald ásamt áorðnum breytingum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Reglur um útleigu í Heiðarskóla.

1503034

Drög að reglum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa drögum að reglum um útleigu í Heiðarskóla til umsagnar fræðslu- og skólanefndar."
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Erindisbréf fyrir mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

1503035

Drög að erindisbréfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir vísa framlögðum drögum að erindisbréfi fyrir mannvirkja- og framkvæmdanefnd til skoðunar nefndar um endurskoðun samþykkta og stjórnskipulags sveitarfélagsins. Auk þess verði drög að erindisbréfinu sent mannvirkja-og framkvæmdanefnd.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Viljayfirlýsing um stofnun samstarfsvettvangs á Grundartanga.

1412008

Tilnefning fulltrúa í starfshóp.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason, oddvita sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í starfshóp sem ætlað er að vinna drög að samþykktum félags um stofnun Þróunarfélags á Grundartanga. Auk Hvalfjarðarsveitar skipa Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fulltrúa í starfshópinn."
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Óskað eftir að skipulögð frístundabyggð í landi Beitistaða (sunnan þjóðvegar) verði breytt í íbúðarbyggð.

1503044

Erindi frá eigendum Beitistaðalands sunnan þjóðvegar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til USN-nefndar."
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aðalfundarboð - dagskrá, grænt bókhald 2014 og áritun stjórnar.

1503032

Frá Sorpurðun Vesturlands, dagsett 13. mars 2015.
Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands lagt fram til kynningar.

10.Samkomulag um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga.

1503041

Drög að samningi.
Til kynningar lögð fram drög að samkomulagi milli Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga.
AH. lýsti ánægju með samningsdrögin og kynnti hugleiðingar sínar um viðbót við a. lið 2. gr. samkomulagsins.

11.80. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf., 9. mars 2015.

1503030

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.130. fundur Faxaflóahafna.

1503037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.49. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1503042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar