Fara í efni

Sveitarstjórn

187. fundur 15. desember 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Kristjana Helga Ólafsdóttir sat fundinn undir dagskrárliðum 9 og 14 og að tillögu oddvita var samþykkt að taka þá liði fyrst til umræðu og afgreiðslu.

1.Staðgengils laun sveitarstjóra.

1412021

Tillaga sveitarstjóra um laun fyrir oddvita.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um greiðslu til oddvita vegna starfa hans á þeim tíma sem ekki var starfandi sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit.
Tillagan samþykkt 6-0.
Björgvin Helgason, oddviti vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

2.1. fundur menningar- og safnanefndar og fjárhagsáætlun 2015.

1412020

Fundargerð framlögð og fjárhagsáætlun ársins 2015 samþykkt samhljóða 7-0.

3.112. fundur stjórnar SSV, 22. október 2014.

1412016

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.79. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 19. nóvember 2014 og gjaldskrárbreyting í Fíflholtum.

1412014

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.822. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1412007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.122. fundur Heilbrigðisnefndar.

1411010

Svar við bréfi dagsettu 20.11.2014 um skipan stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, frá SSV.
Bréf SSV lagt fram til kynningar en þar er fjallað um skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum samtakanna.

7.Styrkur vegna námsupplýsingakerfis.

1412013

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Bréf framlagt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa bréfinu til skoðunar fræðslu- og skólanefndar."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Viljayfirlýsing um stofnun samstarfsvettvangs á Grundartanga.

1412008

Undirrituð viljayfirlýsing lögð fram til kynningar.
Undirrituð viljayfirlýsing framlögð.

9.Rekstraryfirlit janúar - október 2014.

1412015

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar janúar-október 2014 framlagt.

10.Afskriftir krafna.

1412023

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu um afskriftir krafna. Samanlögð fjárhæð krafna er alls kr. 348.153-
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

11.Beiðni um fjárhagslega aðstoð vegna endurbóta við Hallgrímskirkju í Saurbæ.

1412022

Beiðni frá sóknarnefnd Hallgrímskirkju.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en samþykkir að fresta afgreiðslu þess þar til nánari upplýsingar um fjármögnun endurbóta á Hallgrímskirkju í Saurbæ liggja fyrir."
Samþykkt 7-0.

12.Sveitarstjórn - 185

1411003F

Fundargerðin framlögð.

13.Samstarfssamningar við Akraneskaupstað.

1412019

Yfirferð á samningum við Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að segja upp og óska endurskoðunar á eftirtöldum samningum milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar frá og með næstu áramótum en skv. ákvæðum samninganna ber að segja þeim upp með 12 mánaða fyrirvara:
Samkomulag um rekstur tónlistarskóla.
Samstarfsamningi um félagsstarf aldraðra.
Samstarfssamningi um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra að fylgja samþykktinni eftir og eiga viðræður við fulltrúa Akraneskaupstaðar.
HS lýsti yfir stuðningi við tillöguna og sagðist vænta þess að við endurskoðun samnings um félags- og íþróttamál verði stefnumótun sem unnið er að í málaflokknum á vegum fræðslu- og skólanefndar höfð til hliðsjónar.
Tillagan samþykkt 7-0.

14.Kaup á Staðarhöfða.

1409012

Áður frestað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í tengslum við erindi Nínu Ólafsdóttur og Steinþórs Bjarna Ingimarssonar frá 13. ágúst sl. samþykkir sveitarstjórn að landspildur í eigu sveitarfélagsins, Staðarhöfði og Bolastykki, verði ekki til sölu að svo komnu máli.
Tillagan samþykkt 7-0.

15.Fjárhagsáætlun 2015 - 2018.

1411012

Síðari umræða.
Sveitarstjóri fór yfir helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2015 og fjárhagsáætlun áranna 2016-2018.
Fjármálastjóri fór yfir helstu breytingar sem orðið hafa á fjárhagsáætlun ársins 2015 frá fyrri umræðu. Heildarbreyting á milli umræðna til útgjalda alls kr. 6,7 millj. kr.
Fjárhagsáætlun A-og B hluta Hvalfjarðarsveitar vegna ársins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu að fjárhæð 30,1 millj. kr. og að handbært fé í árslok verði 47,9 millj. kr.
Fjárhagsáætlun ársins 2015 ásamt breytingartillögum borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða 7-0.
Fjárhagsáætlun áranna 2016, 2017 og 2018 lögð fram til síðari umræðu og samþykktar.
Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu A og B hluta öll árin. Niðurstaða fyrir hvert ár er eftirfarandi:
2016: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 43,2 millj. kr. og handbært fé í árslok 108,6 millj. kr.
2017: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 55,6 millj. kr. og handbært fé í árslok 180,0 millj. kr.
2018: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 65,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 260,0 millj. kr.
Fjárhagsáætlun áranna 2016, 2017 og 2018 borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða 7-0.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2015:
"Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2014-2017 gerir ráð fyrir lántöku á árinu 2014 að fjárhæð 180 millj. kr. vegna fjárfestinga. Verði framangreindri lántöku ekki lokið fyrir árslok 2014 flyst lántökuheimildin 180 millj. kr. yfir á árið 2015 og kemur sem liður í áætlað sjóðstreymi ársins 2015; nýtt langtímalán kr. 180 millj. kr."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.

16.2. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.

1412017

Fundargerðin framlögð.
SGÁ gerði grein fyrir því sem nefndin hefur helst fjallað um en það er m.a. undirbúningur að borun hitastigulshola í tengslum við hitaveituvæðingu.

17.23. og 24. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1412011

Fundargerðirnar framlagðar.

18.1. og 2. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1412010

Fundargerðirnar framlagðar.

19.114. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1412018

Fundargerðin framlögð.

20.Fræðslu- og skólanefnd - 113

1410006F

Fundargerðin framlögð.
Oddviti lagði til að afgreiðslur á liðum 1 og 4 í fundargerðinni verði teknir til afgreiðslu undir 11. lið í dagskrá. Tillagan samþykkt 7-0.
Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki að fela starfshópi um endurskoðun stjórnskipulags, samþykkta o.fl. að taka starfsreglur Ungmennaráðs til endurskoðunar. Tillagan samþykkt 7-0.

21.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49

1411004F

Fundargerð framlögð
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ársskýrsla USN nefndar, sem nefndin hefur tekið saman, verði send Umhverfisstofnun og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á umsókn Valz ehf. um skiptingu lands út úr landi jarðarinnar Glammastaðaland, landnúmer 190661, með eftirfarandi athugasemdum:
    Sveitarstjórn er með afgreiðslu sinni ekki á nokkurn hátt að staðfesta hnitpunkta þá sem fram koma á uppdrætti frá Landlínum ehf., dags. 1.12.2014, sem umsækjandi hefur lagt fram með umsókn sinni. Eigandi aðliggjandi lands, Geitabergs, hefur ekki staðfest framangreindan uppdrátt en sveitarstjórn telur engu að síður að fallast megi á landskipti hins útskipta lands eins og þau eru færð inn á uppdráttinn, þar sem þau virðast vera í samræmi við þinglýst landamerki.
    Sveitarstjórn er með afgreiðslu sinni ekki að taka afstöðu til deilna sem sveitarfélaginu er kunnugt um að séu vegna veiðiréttinda fyrir landi Glammastaðalands í Glammastaðavatni (Þórisstaðavatn), sbr. það sem kemur fram í þinglýstu afsali til Glammastaða ehf. (nú Valz ehf.) frá Arion banka hf., dags. 9. janúar 2013, þar um.“
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna athugasemda sem borist hafa um að ný gögn í málinu hafi ekki verið kynnt aðilum málsins.
    Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að kynna hlutaðeigandi aðilum þau gögn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að í umsögn sveitarfélagsins komi fram að sveitarfélagið sé ekki fylgjandi því að umrædd undanþága verði veitt.
    Heimild í skipulagslögum til að veita undanþágur miðast við aðstæður ”þegar sérstaklega standi á“, sbr. 12. mgr. 45. gr. laganna.
    Sveitarstjórn telur þessum skilyrðum ekki fullnægt í þessu máli.
    Þá telur sveitarstjórn að ákvæði 33. gr. lax- og silungsveiðilaga nr. 61/2006, takmarki svigrúm til að samþykkja undanþágubeiðnina.
    Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0, jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að ganga frá umsögn sveitarfélagsins til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að umsögn sveitarfélagsins verði eftirfarandi: "Umrædd framkvæmd er á svæði sem nýtur verndar samkvæmt Ramsar-samningnum (alþjóðlega mikilvægt votlendi). Sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um friðlýsingu Grunnafjarðar gildir sú regla að landeigendum er heimilt að verja lönd sín ágangi sjávar. Umrædd framkvæmd stofnar hvorki gróðri né dýralífi svæðisins í hættu að mati USN nefndar. Aftur á móti mun framkvæmdin verja gróinn bakka og er því jákvæð með tilliti til gróðurverndar. Það er mat sveitarfélagsins að framkvæmdin hafi ekki veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum." Bókun fundar SGÁ óskaði að fram færi atkvæðagreiðsla um hæfi hans til að taka þátt í umræðu og atkvæðagreiðslu um þennan dagskrárlið.
    Samþykkt var með 7 atkvæðum að SGÁ væri vanhæfur og vék hann því af fundinum undir þessum dagskrárlið.
    Tillagan samþykkt 6-0.
  • 21.7 BH070041 Sæla Hafnarlandi
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lögbýlis á landinu Sælu lnr.208216 og Sælufjals lnr. 208215 og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að auglýsa deiliskipulag Olíubirgðastöðvar á Litla-Sandi ásamt umhverfisskýrslu sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til ábendinga skipulagsfulltrúa við framlögð skipulagsgögn og honum falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd telur umræddan reiðveg vera í samræmi við stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynningu fyrir landeigendum sbr. 5. mgr. 13. gr. og 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna umræddrar framkvæmdar en telur að ekki sé ástæða til að grenndarkynna framkvæmdina þar sem fyrir liggur að Vegagerðin hefur kynnt öllum hlutaðeigandi landeigendum áformin og aflað samþykkis þeirra."
    Tillagan samþykkt 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að beita 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga sem felur í sér að stytta tímabil grenndarkynningar með áritun granna og landeiganda á kynningargögnum þar sem þeir lýsa því yfir að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram og grenndarkynnt verði samhliða grenndakynningu óverulegrar breytingar deiliskipulags af sama svæði. Bókun fundar Samþykkt samhljóða 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að beita 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga sem felur í sér að stytta tímabil grenndarkynningar með áritun granna og landeiganda á kynningargögn þar sem þeir lýsa því yfir að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 49 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að á árinu 2015 verði ráðist í kortlagningu hávaða frá iðnaðarsvæði á Grundartanga í samræmi við reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.

22.Sveitarstjórn - 186

1411005F

Fundargerðin framlögð.
Oddviti benti á að í fundargerð 186. fundar sveitarstjórnar hafði láðst að bóka að Hjördís Stefánsdóttir hafði boðað forföll á fundinn og að varamaður sæti fundinn í hennar stað.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar