Fara í efni

Sveitarstjórn

185. fundur 25. nóvember 2014 kl. 17:05 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 184

1411001F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48

1411002F

Fundargerðin framlögð.
AH tók til máls og fór yfir einstaka liði í fundargerðinni.
HS tók til máls og gerði það að tillögu að frestað yrði afgreiðslu á lið 2.1, 2.2 og 2.3.
Tillaga samþykkt 5-2. AH og JS sitja hjá.
AH tók til máls og gerði grein fyrir afstöðu sinni.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum VSÓ Ráðgjafar, f.h. Silicor, verði svarað á þá leið að með vísan til þess sem fram komi bæði í tillögu að breytingu á stefnumörkun um iðnaðarsvæði og í tillögu að breytingu á aðalskipulagi um landnotkun varðandi loftgæði telur Hvalfjarðarsveit ekki ástæðu til að láta athugasemdir Silicor, sem allar snúi að möguleikum til losunar tiltekinna lofttegunda á svæðinu, hafa áhrif á tillögu um breytingu á stefnumörkun aðalskipulags þar sem ekki sé vilji hjá sveitarfélaginu til að heimila aukna losun umræddra lofttegunda á svæðinu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Faxaflóahafna sf. verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit telji orðalag tillögunnar fullnægjandi og því ekki ástæða til að láta athugasemdir Faxaflóahafna sf. hafa áhrif á tillögu um breytingu á stefnumörkun aðalskipulags.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. verði svarað með þeim hætti að bent verði á að sveitarstjórn beri, skv. skipulagslögum nr. 123/2013, ábyrgð á því að aðalskipulag sé gert fyrir sveitarfélag og að skipulagsnefnd beri ábyrgð á vinnslu slíks skipulags og að það hafi verið raunin í vinnu við tillögu vegna breyttrar stefnumörkunar aðalskipulags. Þá verði jafnframt staðfest í svari til LOGOS að Hvalfjarðarsveit telji að breytingar á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, varðandi losun nýrrar starfsemi á flúori og brennisteinstvíoxíði, nái ekki til þeirrar starfsemi sem þegar sé fyrir hendi á Grundartangasvæðinu. Starfsemi Norðuráls Grundartanga ehf. falli því ekki undir framangreinda breytingu. Hins vegar telji Hvalfjarðarsveit að sú breyting á skilmálum áðurnefnds aðalskipulags, sem vísi til þess að bestu fáanlegu tækni sem uppfylli svokallaða BAT staðla skuli ávallt vera beitt til að draga úr mengun frá iðnaðarsvæðum, skuli gilda jafnt um nýja sem eldri starfsemi á iðnaðarsvæðum innan sveitarfélagsins, enn fremur er í núgildandi aðalskipulagi, stefnumörkun um að stefnt skuli að því að draga úr flúormengun eins og kostur er frá iðnaðarsvæði við Grundartanga. Því séu athugasemdir þær sem fram komu í erindi LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. ekki þess eðlis að þær hafi áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn í svari vegna ábendinga Kjósarhrepps um aukna mengun vegna aukinna umsvifa á Grundartanga verði vísað til þess að í umræddum tillögum Hvalfjarðarsveitar til breytinga á aðalskipulagi, þ.e. í þeirri breytingartillögu er varðar breytta stefnumörkun um iðnaðarsvæði, sé gert ráð fyrir því að kveðið verði á um, með ákveðnari hætti en í núgildandi aðalskipulagi, með hvaða hætti skuli dregið úr mengun frá iðnaðarsvæðum á Grundartanga. Þá geri tillögurnar jafnframt ráð fyrir því að óheimilt verði að hefja nýja starfsemi á svæðinu sem hafi í för með sér losun flúors og/eða brennisteinstvíoxíðs. Þannig sé að hluta til komið til móts við athugsemdir Kjósarhrepps en að aðrar athugasemdir hafi ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verði svarað á þá leið að ákveðið hafi verið að gera breytingu á framlögðum breytingartillögum þess efnis að mótvægisaðgerðum vegna efna-, hljóð-, sjón- og ljósmengunar á því svæði sem tillagan nái til verði lýst með nákvæmari hætti en gert var í auglýstum tillögum. Samsvarandi breytingar verði gerðar á umhverfisskýrslu sem gerð sé í tengslum við tillögu til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Að öðru leyti hafi athugasemdir Umhverfisvaktarinnar ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Brynju Þorbjörnsdóttur o.fl. verði svarað með þeim hætti að kynningarferli vegna tillagnanna hafi að mati Hvalfjarðarsveitar verið hagað fullkomlega í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga nr. 123/2010 þar um. Þá verði athygli vakin á því í svarbréfi að í umræddum tillögum til breytinga á aðalskipulagi, þ.e. í þeirri breytingartillögu er varði breytta stefnumörkun um iðnaðarsvæði, sé gert ráð fyrir því að kveðið verði á um, með ákveðnari hætti en í núgildandi aðalskipulagi, hvernig skuli dregið úr loftmengun frá iðnaðarsvæðum á Grundartanga. Þá geri tillögurnar jafnframt ráð fyrir því að óheimilt verði að hefja nýja starfsemi á svæðinu sem hafi í för með sér losun flúors og/eða brennisteinstvíoxíðs. Að öðru leyti hafi athugasemdir Brynju og annarra bréfritara ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að spurningum Ragnheiðar Þorgrímsdóttur tengdar loftmengun og hvort að ráðstafanir þær, sem tillaga Hvalfjarðarsveitar um breytta stefnumörkun á iðnaðarsvæði Grundartanga geri ráð fyrir að gripið verði til í því skyni að draga úr loftmengun, nái til þeirra fyrirtækja sem nú þegar starfa við Grundartanga og hvort að þær muni hafa áhrif á það hvort að Norðurál muni fá leyfi til að auka framleiðslu sína verði svarað þannig að breytingar þær sem lagðar séu til í umræddum tillögum muni aðeins ná til nýrrar starfsemi við Grundartanga. Þær muni því ekki hafa nein áhrif á rekstur þeirra aðila sem þar stundi atvinnurekstur sinn að öðru leyti en því að öllum fyrirtækjum á svæðinu muni verða skylt að lúta því að bestu fáanlegu tækni sem uppfylli svokallaðan BAT staðal verði ávallt beitt til að draga úr mengun frá iðnaðarsvæðunum.
    Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. verði svarað með þeim hætti að Hvalfjarðarsveit telji að breytingar á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, varðandi losun nýrrar starfsemi á flúori og brennisteinstvíoxíði, nái ekki til þeirrar starfsemi sem þegar sé fyrir hendi á Grundartangasvæðinu. Starfsemi Norðuráls Grundartanga ehf. falli því ekki undir framangreinda breytingu. Hins vegar telji Hvalfjarðarsveit að sú breyting á skilmálum áðurnefnds aðalskipulags, sem vísi til þess að bestu fáanlegu tækni sem uppfylli svokallaða BAT staðla skuli ávallt vera beitt til að draga úr mengun frá iðnaðarsvæðum, skuli gilda jafnt um nýja sem eldri starfsemi á iðnaðarsvæðum innan sveitarfélagsins, enn fremur er í núgildandi aðalskipulagi, stefnumörkun um að stefnt skuli að því að draga úr flúormengun eins og kostur er frá iðnaðarsvæði við Grundartanga. Því séu athugasemdir þær sem fram komu í erindi LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. ekki þess eðlis að þær hafi áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að atriðum þeim sem Norðurál Grundartanga ehf. fjallar um í erindi sínu varðandi tillögu um breytta landnotkun skv. aðalskipulagi verði svarað þannig að bent verði á í bréfi að umræddar tillögur Hvalfjarðarsveitar til breytinga á aðalskipulagi landnotkunar og á stefnumörkun fyrir iðnaðarsvæðið við Grundartanga varði einungis ný iðnaðarsvæði þar sem engin starfsemi sé í dag, sbr. neðanmálsgrein á blaðsíðu 12 í greinargerð með breytingartillögu að breyttu deiliskipulagi á austursvæði hafnarsvæðis Grundartanga. Fyrirhugaðar breytingar muni skv. því ekki hafa áhrif á starfsemi félagsins á Grundartangasvæðinu. Að öðru leyti hafi athugasemdir Norðuráls Grundartanga ehf. ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd beinir ábendingum og athugasemdum Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð beint til sveitarstjórnar er varðar liði A, B1, B2, B3, B4b og B4d. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum vegna liðs B4a, athugasemd við framkvæmd stefnu aðalskipulags um að dregið verði úr mengun og neikvæðum umhverfisáhrifum, verði svarað á þá leið að sveitarstjórn hefur látið Environice vinna skýrslu um umhverfisþætti fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials við Grundartanga. Megin niðurstaða þeirrar úttektar er sú að umræddri starfsemi fylgi ekki umhverfisleg áhætta umfram það sem fram kemur í fyrirspurn Silicor Materials til Skipulagsstofnunar um matsskildu framkvæmdarinnar og í ákvörðun Skipulagsstofnunar frá apríl sl. Umrædd skýrsla verður gerð opinber á næstu dögum. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum vegna liðs B4c, athugasemd við framkvæmd stefnu aðalskipulags um að dregið verði úr mengun og neikvæðum umhverfisáhrifum, verði svarað á þá leið að sveitarstjórn muni beita sér fyrir því að unnin verði viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa af völdum stóriðju við Grundartanga. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum vegna liðs B5, deiliskipulag óvissunar, verði svarað á þann máta að það séu hefðbundin vinnubrögð hjá skipulagsyfirvöldum að deiliskipuleggja landsvæði innan sveitarfélags, þ.m.t. hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði, án þess að fyrir liggi þá hvaða aðilar muni hefja starfsemi á svæðinu. Slíkt vinnulag sé í samræmi við gildandi skipulagslög nr. 123/2010. . Í skipulagsgögnum þurfi aðeins að koma fram hvaða tegund landnotkunar sé heimil á hinu umrædda svæði, í samræmi við fyrirmæli í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Þeirri skyldu sé að mati sveitarfélagsins fullnægt í þeim gögnum sem liggja breytingartillögunum til grundvallar. USN nefnd vill jafnframt beina því til sveitarstjórnar að í svari sínu til Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, varðandi mögulega aukningu á hvers konar mengun í kjölfar stækkunar iðnaðarsvæðis við Grundartanga, hefur verið ákveðið að gera breytingu á framlögðum breytingartillögum þess efnis að mótvægisaðgerðum vegna efna-, hljóð-, sjón- og ljósmengunar verði lýst með nákvæmari hætti en gert var í auglýstum tillögum. Samsvarandi breytingar verði gerðar á umhverfisskýrslu sem gerð sé í tengslum við tillögu til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Að öðru leyti hafi athugasemdir Umhverfisvaktarinnar ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Brynju Þorbjörnsdóttur o.fl. verði svarað með þeim hætti að kynningarferli vegna tillagnanna hafi að mati Hvalfjarðarsveitar verið hagað fullkomlega í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga nr. 123/2010 þar um. Þá verði athygli vakin á því í svarbréfi að í umræddum tillögum til breytinga á aðalskipulagi, þ.e. í þeirri breytingartillögu er varði breytta stefnumörkun um iðnaðarsvæði, sé gert ráð fyrir því að kveðið verði á um, með ákveðnari hætti en í núgildandi aðalskipulagi, hvernig skuli dregið úr loftmengun frá iðnaðarsvæðum á Grundartanga. Þá geri tillögurnar jafnframt ráð fyrir því að óheimilt verði að hefja nýja starfsemi á svæðinu sem hafi í för með sér losun flúors og/eða brennisteinstvíoxíðs. Til viðbótar við það sem að framan greini hafi Hvalfjarðarsveit tekið til greina innsendar athugasemdir er varða mengun og hefur bætt inn í breytingartillögu aðal- og deiliskipulags ákvæðum um mótvægisaðgerðir sem draga eigi úr hljóð-, ljós-, efna- og sjónmengun á hinu deiliskipulagða svæði. Þá hafi verið hert á tillögunum hvað varðar meðferð úrgangs frá skipulagða svæðinu. Telur sveitarfélagið að með þessu sé komið til móts við athugasemdir í erindinu varðandi þetta efni. Að öðru leyti hafi athugasemdir Brynju og annarra bréfritara ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Ragnheiðar Þorgrímsdóttur við það að ekki liggi fyrir í tillögum um breytingar á aðalskipulagi hvaða starfsemi muni fara fram á því svæði sem fellur undir tillögu breytingar deiliskipulags verði svarað með þeim hætti að það séu hefðbundin vinnubrögð hjá skipulagsyfirvöldum að deiliskipuleggja landsvæði innan sveitarfélags, þ.m.t. hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði, án þess að fyrir liggi þá hvaða aðilar muni hefja starfsemi á svæðinu. Slíkt vinnulag sé í samræmi við gildandi skipulagslög nr. 123/2010. Í skipulagsgögnum þurfi aðeins að koma fram hvaða tegund landnotkunar sé heimil á hinu umrædda svæði, í samræmi við fyrirmæli í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Þeirri skyldu hafi að mati sveitarfélagsins verið fullnægt í þeim gögnum sem liggja breytingartillögunum til grundvallar. Aðrar athugasemdir kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Hallfreðs Vilhjálmssonar verði svarað með þeim hætti að athugasemdin sé tekin til greina og að sveitarfélagið muni leggja til að umrædd vegtenging verði sett inn á uppdrætti breytingar landnotkunar aðalskipulags og deiliskipulags varðandi legu vegarins og tengingar við Grundartangaveg. Aðrar athugasemdir Hallfreðs kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Þórarins Jónssonar þess efnis að stefnumótun við Grundartanga samrýmist ekki samþykktu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar verði svarað á þann máta að vísað verði til þess að í greinargerð með umræddu aðalskipulagi sé fjallað um framtíðarsýn vegna iðnaðar- og hafnarsvæðisins við Grundartanga. Þá verði vakin athygli á því að orðrétt segi í greinargerðinni: ”Stefnt er að því að uppbygging iðnaðar verði aðallega við Grundartanga og dregið verði úr notkun annarra iðnaðarlóða innan sveitarfélagsins ef þess er kostur.“ Líti Hvalfjarðarsveit svo á að í þeim orðum felist formleg stefnumótun sveitarfélagsins um Grundartangasvæðið sem hafi hlotið samþykki Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra. Aðrar athugasemdir í bréfi Þórarins kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Sigurbjörns Hjaltasonar um loft- og sjónmengun sem stafi frá Grundartangasvæðinu verði svarað þannig að vegna innsendra athugasemda varðandi mengun hafi Hvalfjarðarsveit bætt inn í breytingartillögu aðal- og deiliskipulags ákvæðum um mótvægisaðgerðir sem draga eigi úr hljóð-, ljós-, efna- og sjónmengun á umræddu skipulagssvæði. Telur sveitarfélagið að með þessu sé komið til móts við athugasemdir varðandi þetta efni. Aðrar athugasemdir í bréfi Sigurbjörns kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu hvað varðar tillögur að breyttri landnotkun skv. aðalskipulagi.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að enn fremur verði gerð breyting á framlagðri breytingartillögu aðalskipulags þess efnis að skilgreint iðnaðarsvæði við fornleifasvæðið á Katanesi minnki um 1 ha. Breytingin er gerð að ósk landeiganda.
    Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Norðuráls Grundartanga ehf. (NG) vegna tillagna um breytingu deiliskipulags verði svarað með þeim hætti að vísað verði til þess í svarbréfi að í greinargerð með breytingartillögunni að breyttu deiliskipulagi á austursvæði hafnarsvæðis Grundartanga sé svæðið sem umrædd skipulagsbreyting eigi að ná til skilgreind, n.t.t. í kafla 2.3. á bls. 6. Það liggi því ljóst fyrir hvaða svæði falli undir þá skilmála sem þar eru settir fram og að svæði það sem NG sé með starfsemi sína á sé utan þess svæðis. Hvað varði athugasemd um meðferð úrgangs þá fallist Hvalfjarðarsveit á ábendingu félagsins og muni taka orðalagið ”skilað til viðurkennds aðila“ eða sambærilegt orðalag upp í greinargerðina. Vegna athugasemda NG við uppdrátt 1 og óskar um aukið heimilað byggingamagn á lóðinni Katanesvegur 8, um rýmkaðar kvaðir vegna lóðarmarka og ósk félagsins um að sú lóð verði sameinuð lóðum að Hafnargötu 1 og 3, þá fallist sveitarstjórn á þær athugasemdir og muni leitast við að gera viðeigandi breytingar á tillögunni. Þá verði með sama hætti fallist á ábendingu NG um að gera þurfi breytingu vegna flutningsleiðar efnisflutningaröra neðanjarðar og mun leggja til breytingar á tillögunni. Að öðru leyti hafi athugasemdir NG ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd beinir ábendingum og athugasemdum Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð beint til sveitarstjórnar er varðar liði A, B1, B2, B3, B4b og B4d. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum vegna liðs B4a, athugasemd við framkvæmd stefnu aðalskipulags um að dregið verði úr mengun og neikvæðum umhverfisáhrifum, verði svarað á þá leið að sveitarstjórn hefur látið Environice vinna skýrslu um umhverfisþætti fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials við Grundartanga. Megin niðurstaða þeirrar úttektar er sú að umræddri starfsemi fylgi ekki umhverfisleg áhætta umfram það sem fram kemur í fyrirspurn Silicor Materials til Skipulagsstofnunar um matsskildu framkvæmdarinnar og í ákvörðun Skipulagsstofnunar frá apríl sl. Umrædd skýrsla verður gerð opinber á næstu dögum. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum vegna liðs B4c, athugasemd við framkvæmd stefnu aðalskipulags um að dregið verði úr mengun og neikvæðum umhverfisáhrifum, verði svarað á þá leið að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að unnin verði viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa af völdum stóriðju við Grundartanga. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum vegna liðs B5, deiliskipulag óvissunar, verði svarað á þann máta að það séu hefðbundin vinnubrögð hjá skipulagsyfirvöldum að deiliskipuleggja landsvæði innan sveitarfélags, þ.m.t. hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði, án þess að fyrir liggi þá hvaða aðilar muni hefja starfsemi á svæðinu. Slíkt vinnulag sé í samræmi við gildandi skipulagslög nr. 123/2010. . Í skipulagsgögnum þurfi aðeins að koma fram hvaða tegund landnotkunar sé heimil á hinu umrædda svæði, í samræmi við fyrirmæli í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Þeirri skyldu sé að mati sveitarfélagsins fullnægt í þeim gögnum sem liggja breytingartillögunum til grundvallar. USN nefnd vill jafnframt beina því til sveitarstjórnar að í svari sínu til Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, varðandi mögulega aukningu á hvers konar mengun í kjölfar stækkunar iðnaðarsvæðis við Grundartanga, hefur verið ákveðið að gera breytingu á framlögðum breytingartillögum þess efnis að mótvægisaðgerðum vegna efna-, hljóð-, sjón- og ljósmengunar verði lýst með nákvæmari hætti en gert var í auglýstum tillögum. Samsvarandi breytingar verði gerðar á umhverfisskýrslu sem gerð sé í tengslum við tillögu til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Að öðru leyti hafi athugasemdir Umhverfisvaktarinnar ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Brynju Þorbjörnsdóttur o.fl. verði svarað með þeim hætti að kynningarferli vegna tillagnanna hafi að mati Hvalfjarðarsveitar verið hagað fullkomlega í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga nr. 123/2010 þar um. Þá verði bent á að Hvalfjarðarsveit hafi tekið til greina innsendar athugasemdir er varði mengun og hafi því bætt inn í breytingartillögu aðal- og deiliskipulags ákvæðum um mótvægisaðgerðir sem draga eigi úr hljóð-, ljós-, efna- og sjónmengun á hinu deiliskipulagða svæði. Þá hafi verið hert á tillögunum hvað varðar meðferð úrgangs frá skipulagða svæðinu. Telur sveitarfélagið að með þessu sé komið til móts við athugasemdir í erindinu varðandi þetta efni. Að öðru leyti hafi athugasemdir Brynju og annarra bréfritara ekki áhrif á hina kynntu breytingartillögu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Ragnheiðar Þorgrímsdóttur við það að ekki liggi fyrir í tillögum um breytingar á aðalskipulagi hvaða starfsemi muni fara fram á því svæði sem fellur undir tillögu breytingar deiliskipulags verði svarað með þeim hætti að það séu hefðbundin vinnubrögð hjá skipulagsyfirvöldum að deiliskipuleggja landsvæði innan sveitarfélags, þ.m.t. hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði, án þess að fyrir liggi þá hvaða aðilar muni hefja starfsemi á svæðinu. Slíkt vinnulag sé í samræmi við gildandi skipulagslög nr. 123/2010. Í skipulagsgögnum þurfi aðeins að koma fram hvaða tegund landnotkunar sé heimil á hinu umrædda svæði, í samræmi við fyrirmæli í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Þeirri skyldu hafi að mati sveitarfélagsins verið fullnægt í þeim gögnum sem liggja breytingartillögunum til grundvallar. Athugasemd þess eðlis að kynningu umræddra breytingartillagna hafi verið ábótavant verði svarað með þeim hætti að kynningarferli vegna allra tillagnanna hafi að mati Hvalfjarðarsveitar verið hagað fullkomlega í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga nr. 123/2010 þar um. Aðrar athugasemdir kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Hallfreðs Vilhjálmssonar verði svarað með þeim hætti að athugasemdin sé tekin til greina og að sveitarfélagið muni leggja til að umrædd vegtenging verði sett inn á uppdrætti breytingar landnotkunar aðalskipulags og deiliskipulags varðandi legu vegarins og tengingar við Grundartangaveg. Aðrar athugasemdir Hallfreðs kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Þórarins Jónssonar vegna mengunar verði svarað á þann máta að vísað verði til þess að Hvalfjarðarsveit hafi, vegna innsendra athugasemda varðandi mengun, bætt inn í breytingartillögu vegna deiliskipulags ákvæðum um mótvægisaðgerðir sem draga eigi úr hljóð-, ljós-, efna- og sjónmengun vegna rekstrar á hinu deiliskipulagða svæði. Þá hafi verið hert á tillögunum hvað varðar meðferð úrgangs frá skipulagða svæðinu. Með þessu sé að mati sveitarfélagsins komið til móts við athugasemdir Þórarins varðandi þetta efni. Aðrar athugasemdir í bréfi Þórarins tengdar fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að athugasemdum Sigurbjörns Hjaltasonar um loft- og sjónmengun sem stafi frá Grundartangasvæðinu verði svarað þannig að vegna innsendra athugasemda varðandi mengun hafi Hvalfjarðarsveit bætt inn í breytingartillögu deiliskipulags ákvæðum um mótvægisaðgerðir sem draga eigi úr hljóð-, ljós-, efna- og sjónmengun á umræddu skipulagssvæði. Telur sveitarfélagið að með þessu sé komið til móts við athugasemdir varðandi þetta efni. Aðrar athugasemdir í bréfi Sigurbjörns kalli ekki á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins að svo stöddu hvað varðar tillögur að breyttri landnotkun skv. aðalskipulagi.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að enn fremur verði gerðar breytingar á framlagðri breytingartillögu deiliskipulags þess efnis að lóð Katanesvegur 30 verði minnkuð sem nemur 1 ha og skilgreind verði lóð fyrir spennistöð innan lóðar Katanesvegar 32 og hún minnkuð í samræmi við það. Þessar breytingar eru gerðar að ósk landeiganda.
    Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfæra dagsektarferil byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í samræmi við nýjar reglugerðir og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.
  • 2.6 1411002 Heynes - Niðurrif
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila afskráningu íbúðarhúss á Heynesi, lnr. 133688, mhl. 02 og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 48 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði og hún grenndarkynnt fyrir Olíudreifingu. Bókun fundar Tillagan samþykkt 7-0.

3.1. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.

1411032

Fundargerðin framlögð.
BH tók fram að Stefán Ármannsson verður formaður nefndarinnar, Sæmundur Víglundsson varaformaður og Ása Hólmarsdóttir ritari.

4.Fjárhagsáætlun Höfða 2015, ásamt fjárhagsáætlun 2015-2018.

1411040

Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, dagsett 18. nóvember 2014.
Oddviti leggur til að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir Höfða 2015-2018.
Tillagan samþykkt 7-0

5.Ytri Hólmur 1 - Fjárhús - Nýbygging

1408002

Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðar- og húseigendum Ytri Hólmi, Ytri Hólmi 2 og Býlu 1 og 2 frá 13. okt. til 13. nóv. 2014. Minjavörður Vesturlands telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir eftir athugun á fyrirhuguðum byggingarstað. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
DO vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki veitingu byggingarleyfis og að byggingarfulltrúa sé falið að vinna málið áfram.
Tillagan samþykkt 6-0
DO tekur aftur þátt í fundinum að afgreiðslu lokinni.

6.Starfsumsóknir - félagsmálastjóri

1411003

Sveitarstjóri leggur fram tillögu um ráðningu félagsmálastjóra.
Oddviti leggur til að afgreiðslu sé frestað.
Tillaga samþykkt 7-0

7.Starfsumsóknir - skipulags- og umhverfisfulltrúi.

1411001

Sveitarstjóri leggur fram tillögu um ráðningu skipulags- og umhverfisfulltrúa.
Oddviti leggur til að afgreiðslu sé frestað.
Tillaga samþykkt 7-0

8.1. fundur með sauðfjárbændum við Akrafjall.

1411041

Fundargerð frá Ásu Helgadóttur.
Fundargerðin framlögð
ÁH tók til máls og gerði grein fyrir efni fundarins.
Oddviti leggur til eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í að vinna að lausn verkefnisins í samráði við sauðfjárbændur og landeigendur á svæðinu."
Tillaga samþykkt 7-0

9.Skil á fjárhagsáætlun áranna 2015-2018.

1411037

Erindi frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 10. nóvember 2014.
Erindi framlagt.

10.Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa.

1411038

Erindi frá félagi byggingarfulltrúa.
Erindi framlagt.

11.46. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1411033

Fundargerðin framlögð.

12.126. fundur Faxaflóahafna sf.

1411035

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar