Fara í efni

Sveitarstjórn

130. fundur 26. júní 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari
  • Ása Hólmarsdóttir 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 9 og 16 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Jafnfram óskaði oddviti eftir að taka fundargerðir 88, 89 og 90 frá fræðslu- og skólanefnd og fundargerð frá sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og fræðslu- og skólanefndar frá 25.júní til umfjöllunar og falla þær undir lið 4 mál 1206025 í fundarboði. Samþykkt samhljóða. HV óskaði eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi sitji undir fundarlið 12 og SAF óskaði eftir að hann sitji einnig undir lið 10 og þessir tveir liðir verði teknir saman næst á eftir KHÓ. Samþykkt samhljóða.
Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ)sat undir lið 9 og 16. Skipulags- og byggingarfulltrúi sat undir lið 10 og 12. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 129

1205003F

SSJ ræddi 14 lið mál 1206004 liður B) kosningar í stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. Gerði grein fyrir að kosning varamanns í stjórn hafi farið fram með tölvupósti á milli funda en varamaður er Ólafur Jóhannesson. Kosningin er hér með staðfest. AH spurðist fyrir varðandi lið 17. 23. og 24. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og fór yfir varðandi þjónustu Emax í Hvalfjarðarsveit en skv. upplýsingum er Emax ekki að huga að breytingum, SAF ræddi sama mál og gerði grein fyrir viðræðum ma við forstjóra Emax varðandi þjónustu og staðfesti sömu upplýsingar.
Fundargerðin framlögð.

2.5. fundur samráðshóps um sameiningu skóla.

1206023

ÁHe gerði grein fyrir fundargerðinni. Fundargerðin framlögð.

3.8. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1206024

Fundargerðin framlögð.

4.87. - 90. fundir fræðslu- og skólanefndar.

1206025

ÁHe fór yfir fundargerðirnar.
ÁHe gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðanna, fundum nefndarinnar og vinnu við ráðningarferil skólastjóra. ÁHe fór yfir málið og lagði fram eftirfarandi tillögu;Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt á fundi sínum þann 25. júní að leggja til við sveitarstjórn að ráða Jón Rúnar Hilmarsson í stöðu skólastjóra við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Greinargerð: Fræðslu- og skólanefnd er einróma í afstöðu sinni að Jón Rúnar Hilmarsson sé hæfasti umsækjandinn um stöðu skólastjóra. Jón Rúnar Hilmarsson uppfyllir menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru til umsækjenda í auglýsingu.Hann útskrifaðist með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari vorið 1992 . Lauk B.Sc viðskiptafræði, fjármálasvið frá HA 2004. M. Ed. prófi 60 eininga meistararitgerð frá Háskólanum Akureyri 2010. Diplómanám í uppeldis- og kennslufræði frá H. A. 2007. Og nám fyrir fræðslu- og skólastjóra; Heiltæk forysta, á Menntavísindasviði 2012-2013. Jón Rúnar hefur starfað sem skólastjóri Grunnskólans austan Vatna frá 2007, eða í fimm ár frá sameiningu skólanna Hofsósskóla, Sólgarðaskóla og Grunnskólans að Hólum. Skólastjóri Grunnskólans Hofsósi og Sólgarðaskóla 2005-2007 en þá fór fram sameining skólanna. Skólastjóri Grunnskólans á Bakkafirði 2004-2005. Umsjónarmaður unglingastarfs í félagsmiðstöðinni Garðalundi 1999-2004.Í ljósi framan ritaðs tek ég undir með fræðslu- og skólanefnd og legg til að Jón Rúnar Hilmarsson verði ráðinn skólastjóri. ÁHe ræddi í fundargerð 87. lið 2 lið 6 og lið 9 og fór yfir starfsmannamál. Fór yfir lið 2. í 90. fundargerð. Liður 6 í 87. fundargerð og liður 2 í 90. fundargerð fjalla um sama mál. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um greiðslu fyrir skólavist í öðru sveitarfélagi vegna sérstakra aðstæðna samþykkt samhljóða 7-0. LJ ræddi ráðningu skólastjóra og að ekki er heimilt að gera samninga við kennara eða skólastjórnendur í eitt ár heldur ber að fara eftir samningum Sambandsins og SÍ. ÁHó ræddi ársleyfi kennara. ÁHe svaraði fram kominni fyrirspurn. HV óskaði eftir upplýsingum um starfsmannamál. SAF fór yfir ráðningu kennara. LJ ræddi starfsmannamál og mun leggja fram lista yfir alla starfsmenn sveitarfélagsins. AH ræddi starfsmannamál. HV ræddi sama mál. Fundargerðirnar framlagðar.

5.29. fundur fjölskyldunefndar.

1206027

Fundargerðin framlögð.

6.9. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1206036

Fundargerðin framlögð.

7.Umsókn um starf skólastjóra 2012 og ráðning.

1205055

Ásamt fundargerð frá sameiginlegum fundi sveitarstjórnar og fræðslu- og skólanefnd frá 25. júní
Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu fræðslu- og skólanefndar frá 25. júní að ráða Jón Rúnar Hilmarsson í stöðu skólastjóra við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar frá og með 1. júlí 2012. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri boði til fundar með starfsfólki skólans, skólastjóra og fræðslu- og skólanefnd. Samþykkt að boða til slíks fundar svo fljótt sem auðið er og að starfsfólk fái greitt fyrir fundarsetu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

8.Forsetakosningar í júní 2012

1206010

Kjörskrá liggur frammi.
LJ og SSJ ræddi kjörskrá og lögðu til að sveitarstjórn staðfesti hana með undirritun.

9.Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

1206039

Beiðni frá sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 20. júní 2012.
KHÓ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja afskriftirnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Óskað eftir landskiptum á landi Heynes 1.

1206041

Erindi frá Ásu Helgadóttur og Halldóri Sigurðssyni, dagsett 21. júní 2012.
ÁHe gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi. SSJ fór yfir erindið. SAF fór yfir afgreiðslu og umræður í USN nefndinni varðandi skiptingu landsins og lagði til við sveitarstjórn að samþykkja landsskiptin og heimila lögbýlisrétt á lóðunum. Tillagan samþykkt 6-0. ÁHe tekur aftur þátt í fundinum.

11.Átaksverkefni.

1206043

Sumarstörf og samstarf við Vinnumálastofnun.
LJ gerði grein fyrir erindinu og lagði til við sveitarstjórn að samþykkja þessi þrjú verkefni. ÁHó ræddi fyrirkomulag verkefnisins. Tillaga A) stígagerð og vinna við opin svæði. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. B) uppfærsla í fasteignaskrá. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. C) skráning eyðibýla. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.Neysluvatnsmál í Hlíðarbæ og nágrenni.

1206046

Erindi frá Hallfreði Vilhjálmssyni, dagsett 22. júní 2012.
HV ræddi stöðu vatnsmála í Hlíðarbæ. LJ fór yfir erindi til Biskupsstofu frá 20. febrúar 2012 varðandi kaup á vatni í landi Saurbæjar og lækkun á leigugjaldi á landi í landi Saurbæjar. HV fór yfir þá möguleika sem eru við vatnsöflun. SSJ ræddi erindið og viðræður við Vigni ehf. HV ræddi umrætt lagnakerfi og brunna á svæðinu. SAF ræddi lagnakerfi og brunna á svæðinu, ræddi vatnsmál Hótels Glyms. Erindið framlag.

13.Fjárlaganefnd hyggst breyta áherslum sínum við fjárlagagerðina og óskar eftir viðbrögðum.

1206033

Erindi frá Alþingi, dagsett 18. júní 2012.
HV ræddi tillögu SSV varðandi að kalla fjárlaganefnd til viðtals á Vesturland. Lagt fram.

14.Beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf Núll prósent á árinu 2012.

1206038

Erindi frá Núll prósent hreyfingunni.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

15.Fjárhagsáætlun 2013.

1206045

LJ gerði grein fyrir ramma varðandi vinnu við áætlunina og gerð þriggja ára áætlunar.

16.Rekstraryfirlit, janúar til apríl 2012.

1206047

KHÓ fór yfir yfirlitið og lagði fram samantekt á milli ára. Erindið framlagt.

17.Ljósnetsvæðing Hvalfjarðarsveitar.

1205051

Erindi frá Mílu/Símanum, dagsett 14. júní 2012. Sent starfshópi um ljósleiðaravæðingu.
SAF: Vekur athygli á að í vinnu við ljósleiðaraverkefnið hefur Hvalfjarðarsveit verið meðvituð um þau mál sem lúta að tæknilegu hlutleysi og stefnt hefur verið að því frá byrjun að kerfið sé sem opnast öllum þjónustuaðilum til að gefa íbúum kost á sem fjölbreyttastri þjónustu og notkun. Gerði grein fyrir sameiginlegum fundi um ljósleiðaramál sem haldinn var sl. föstudag. ÁHó óskaði eftir upplýsingum um kostnað og hvort ljósnetsvæðing sé ódýrari en ljósleiðaravæðing. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi framkvæmd ljósleiðaravæðingar. ÁHó ræddi forgangsröðun verkefna og neysluvatnsmál í Hliðarbæ. SAF ræddi forgangsröðun og neysluvatnsmál. LJ ræddi þriggja ára áætlun og neysluvatnsmál. Erindið framlagt.

18.Rekstrarleið í landi Hafnarsels.

1206028

Erindi frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 18. júní 2012.
SSJ ræddi erindið og lagði til að oddvita og sveitarstjóra verði falið að vinna samningsdrög á grundvelli tillögu frá Bændasamtökunum og leggja fyrir sveitarstjórn. ÁHe fagnaði hugmyndum um samkomulag. AH spurðist fyrir varðandi hlutaðeigandi aðila að samningnum og verkefni leitarstjóra. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

19.Sveitarstjórnarlög og framkvæmdir á vegum sveitarfélaga.

1206029

Erindi frá Centra fyrirtækjaráðgjöf hf., dagsett 13. júní 2012.
AH ræddi fjárfestingar og mat á fjárfestingum sveitarfélaga. SAF ræddi mat á fjárfestingum skv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Erindið framlagt.

20.Hvalfjarðarsveit veittur kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.

1206032

Erindi frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 15. júní 2012. Þegar sent formanni USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
AH ræddi möguleika á að senda erindi beint til allra nefndarmanna. SAF ræddi erindið. Erindið framlagt.

21.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar 2011. Aðalfundarboð 26. júní 2012

1206022

Erindið framlagt.

22.70. og 71. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

1206030

Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar