Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, 28. mars 2014 og lög SSV.
1403011
Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Ársreikningur SSV 2013 liggur frammi.
SSJ lagði til að ÁH og HV fari með umboð á aðalfundi SSV. AH og SAF verði varamenn á aðalfundi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi, 26. febrúar 2014.
1403021
ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi akstursáætlun Strætó og uppsafnað tap. Fundargerðin framlögð
3.813. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1403018
Fundargerðin liggur frammi. Hægt að sjá : http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Fundargerðin framlögð
4.104. fundur stjórnar SSV, 3. mars 2014.
1403017
Fundargerðin framlögð
5.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.
1403014
Frá Alþingi, dagsett 24. febrúar 2014. Þegar sent skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt
6.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.
1403015
Frá Alþingi, dagsett 24. febrúar 2014. Þegar sent skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt
7.Úttekt á slökkviliði Akranes og Hvalfjaðrasveitar 2013.
1403007
Frá Mannvirkjastofnun, dagsett 27. febrúar 2014.
LJ gerði grein fyrir að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri eru að vinna að úttektinni. ÁH ræddi gátlistann og athugasemdir.
Erindið framlagt
Erindið framlagt
8.Beiðni um ljósleiðaratengingu.
1402037
Varðandi erindi frá ábúendum á Grafardal og Draghálsi. Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 3. mars 2014.
LJ gerði grein fyrir að unnið er að endurskoðuðum reglum. Ráðuneytinu verða sendar nýjar reglur þegar þær liggja fyrir. Erindið framlagt.
9.Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk jöfnunarsjóðs), 291. mál.
1212036
Svar frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 3. mars 2014. Varðandi lög um heimild til skerðingar á framlögum Jöfnunarsjóðs.
Lagt fram.
10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ofh. 2014.
1403003
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ofh., dagsett 28. febrúar 2014.
Erindið framlagt
11.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf., 28. mars 2014 kl. 10:00.
1403019
Ársreikningur 2013 og grænt bókhald 2013 Sorpurðunar Vesturlands, liggja frammi.
SSJ fór yfir erindið lagð til að sveitarstjóri fari með umboð á aðalfundi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
12.Sveitarstjórn - 166
1402005F
LJ fór yfir lið 5. lið 8. AH ræddi lið 2 og lið 2,1, ræddi lið 5. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð
13.Aðalfundarboð Spalar, 18. mars 2014.
1403012
Gögnin verða send síðar.
SSJ gerði grein fyrir að aðalfundarboð hefði borist og verið sent rafrænt til sveitarstjórnar. ÁH lagði til að SSJ fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Spalar ehf. Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, SSJ, SAF, HHJ, AH, ÁH, HV. SÁ situr hjá við afgreiðsluna.
14.Auglýst eftir umsóknum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 20. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2017.
1403009
Erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014.
Erindið framlagt
15.Auglýst eftir umsóknum að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6. Landsmóts UMFÍ 50 árið 2016.
1403008
Erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014.
Erindið framlagt
16.Drög að verklagi vegna afreksstyrkja.
1403013
Erindi frá fræðslu- og skólanefnd.
ÁH fór yfir erindið. Lagði til að vísa fram komnum drögum til afgreiðslu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. SSJ ræddi stofna þriggja manna starfshóp sem samanstendur af formanni menningarmálanefndar, formanni fræðslu- og skólanefndar og sveitarstjóra myndi móta reglurnar. SÁ andmælti fram kominni tillögu. SSJ ræddi erindið. AH ræddi erindið. Lagði til að skoða reglurnar með fræðslu- og skólanefnd. SAF ræddi fram komnar tillögur varðandi afreksstyrki. AH ræddi fram komna tillögu SSJ.
ÁH ræddi fram komna hugmynd og að fræðslu- og skólanefnd hafi unnið drög að reglunum. SSJ ræddi erindið. SÁ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar til frekari vinnslu. SAF ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
ÁH ræddi fram komna hugmynd og að fræðslu- og skólanefnd hafi unnið drög að reglunum. SSJ ræddi erindið. SÁ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar til frekari vinnslu. SAF ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
17.Varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum eftir að Spölur afhendir þau ríkinu árið 2018.
1403010
Tillaga frá Sævari Ara Finnbogasyni, dagsett 27. febrúar 2014
Hvalfjarðarsveit mótmælir öllum hugmyndum um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum eftir að Spölur afhendir þau ríkinu árið 2018. Eðlilegt er að ríkið beri þá ábyrgð á þeim úrbótum sem gera þarf hvort heldur sem er til að auka öryggi vegfarenda eða til að mæta aukinni umferð þegar það tekur við rekstri gangnanna. Hvalfjarðargöngin sem voru mikil samgöngubót og lyftistöng fyrir Vesturland og landsmenn voru fjármögnuð með veggjöldum, en á sama tíma og gjaldtaka hefur staðið yfir í Hvalfjarðargöngum hefur ríkið staðið fyrir gangnagerð og stórum samgönguverkefnum víðsvegar um landið án þess að gripið hafi verið til slíkrar gjaldtöku.
Það getur því hvorki talist réttlátt eða eðlilegt að íbúar og atvinnurekendur Vesturlandi búi við viðvarandi og sérstakar álögur vegna samgönguframkvæmda eða úrbóta á samgöngumannvirkjum.
Hvalfjarðarsveit fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að setja Sundabraut aftur á samgönguáætlun og hvetur til þess að það verkefni fái forgang, enda styttir sú framkvæmd vegalengdina til Reykjavíkur um tíu kílómetra.
Sveitarstjóra er falið að kynna stjórn Spalar og Innanríkisráðuneytinu þessa afstöðu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi fram komna tillögu og gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. LJ svaraði fram komnum ábendingum. SAF ræddi erindið. SSJ ræddi erindið og framkvæmdir við Hvalfjarðargöng í upphafi. SAF ræddi fram komna tillögu og hvort Spölur sjái um framkvæmdir við tvöföldun og hafnar alfarið gjaldtöku eftir 2018. SSJ ræddi eignaraðild að Speli og framkvæmdir. ÁH ræddi áður fram komnar ályktanir frá SSV og frá Akraneskaupsstað varðandi sama mál. Ályktunin samþykkt með atkvæðum SAF, HHJ, SÁ, HV og AH. SSJ og ÁH sitja hjá við afgreiðsluna.
Það getur því hvorki talist réttlátt eða eðlilegt að íbúar og atvinnurekendur Vesturlandi búi við viðvarandi og sérstakar álögur vegna samgönguframkvæmda eða úrbóta á samgöngumannvirkjum.
Hvalfjarðarsveit fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að setja Sundabraut aftur á samgönguáætlun og hvetur til þess að það verkefni fái forgang, enda styttir sú framkvæmd vegalengdina til Reykjavíkur um tíu kílómetra.
Sveitarstjóra er falið að kynna stjórn Spalar og Innanríkisráðuneytinu þessa afstöðu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi fram komna tillögu og gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. LJ svaraði fram komnum ábendingum. SAF ræddi erindið. SSJ ræddi erindið og framkvæmdir við Hvalfjarðargöng í upphafi. SAF ræddi fram komna tillögu og hvort Spölur sjái um framkvæmdir við tvöföldun og hafnar alfarið gjaldtöku eftir 2018. SSJ ræddi eignaraðild að Speli og framkvæmdir. ÁH ræddi áður fram komnar ályktanir frá SSV og frá Akraneskaupsstað varðandi sama mál. Ályktunin samþykkt með atkvæðum SAF, HHJ, SÁ, HV og AH. SSJ og ÁH sitja hjá við afgreiðsluna.
18.Tillaga um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús.
1402017
Gögnin verða send rafrænt síðar.
LJ fór yfir erindið og lagði til að fresta afgreiðslu þar sem gögn hafa ekki verið fullunnin. AH lýsir yfir vonbrigðum yfir að gögnin liggi ekki fyrir og að málinu sé frestað. SAF lýsti yfir vonbrigðum yfir að gögn liggi ekki fyrir. Ræddi erindi Innanríkisráðuneytis vegna fyrirkomulags ljósleiðara. Erindið framlagt.
19.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
1403004
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ofh., dagsett 28. febrúar 2014.
Lagt fram.
20.Klippikort - sorpmóttökustöð
1403005
Beiðni um viðbótarfjármagn, vegna aðgangs íbúa Hvalfjarðarsveitar að sorpmóttökustöðum. Erindi frá byggingafulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja það. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 600.000 kr samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr stjórnsýslulaga nr 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 5971-2185. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
21.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2013.
1403006
Fyrri umræða.
LJ fór yfir verklag og vinnu við gerð hans, þakkaði starfsmönnum vel unnin störf við frágang og uppsetningu. Óskaði eftir að endurskoðandi færi yfir sundurliðun reiknings. Lagði jafnframt til að ársreikningi verði vísað til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. Jóhann Þórðarson fór yfir lykiltölur reikningsins og lagði fram drög að endurskoðunarskýrslu og fór yfir nokkrar lykiltölur. ÁH þakkaði fyrir starfsfólki fyrir vel unnin störf við gerð ársreiknings. SÁ tók undir þakkir ÁH til starfsfólks. Spurðist fyrir varðandi heildarskuldir sveitarfélagsins. JÞ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ lagði til að samþykkja tillögu um að vísa ársreikningi til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
22.3. fundur stýrihóps um leikskólamál.
1403001
SSJ fór fyrir fundargerðina. Fundargerðin framlögð
Fundi slitið - kl. 18:00.
Oddviti leitaði afbrigða að taka lið 3, ársreikning 2013 fyrri umræða fyrst á dagskrá. Samþykkt.
Að auki sat fundinn endurskoðandi Jóhann Þórðarson frá Áliti og fjármálastjóri undir lið 3 og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.