Fara í efni

Sveitarstjórn

165. fundur 11. febrúar 2014 kl. 16:25 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
  • Björgvin Helgason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar
var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða að taka lið 11, efnahagsyfirlit fyrst á dagskrá. Samþykkt.
BH gerir athugasemd við fundarboðið og óskar eftir að fjalla um lið 6 og 8 samtímis. Tillagan samþykkt samhljóða
Að auki sat fundinn fjármálastjóri undir lið 11
og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

1.Rekstraryfirlit janúar - desember 2013.

1402007

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
KHÓ fór yfir rekstraryfirlitið og óskar eftir að sveitarstjórn sendi ábendingar og fyrirspurnir til sín varðandi yfirlitið. SSJ ræddi rekstraryfirlitið. Erindið er framlagt.

2.117. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1402018

Fundargerðin framlögð

3.15. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.

1402016

Fundargerðin framlögð

4.812. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1402011

Fundargerðin liggur frammi og hægt að nálgast hér: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Fundargerðin framlögð

5.Styrktarsjóður EBÍ 2014.

1402019

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 4. febrúar 2014.
ÁH ræddi erindið og lagði til að Hvalfjarðarsveit sendi inn umsókn. Benti á að rétt væri að USN nefnd, fræðslu- og skólanefnd og atvinnu- og menningarmálanefnd sendi inn umsókn. Erindið framlagt

6.Fyrirspurn vegna framkvæmda við vegamót Melahverfis og Þjóðvegar 1.

1401040

Svör sveitarstjóra við fyrirspurnum Arnheiðar Hjörleifsdóttir.
AH fór yfir erindið og svörin. Þakkaði framlögð svör. Erindið framlagt

7.Faghópur til starfa með menningarfulltrúa.

1401001

Bréf frá Akraneskaupstað til SSV.
Erindið framlagt

8.Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar á sveitarstjórnirnar á starfssvæði sínu að styðja við samstarf aðila vinnumarkaðarins um átak gegn svartri atvinnustarfsemi.

1402008

Erindi frá stjórn Stéttarfélags Vesturlands, dagsett 30. janúar 2014.
Erindið framlagt

9.Landsamband 60+ ályktar um útvistun á rekstri hjúkrunarheimila til einkaaðila.

1402006

Erindi frá Samfylkingunni, dagsett 27. janúar 2014.
Erindið framlagt

10.Erindi frá innanríkisráðuneytinu varðandi kröfu frá Böðvari Jónssyni að fella út ákvörðun sveitarstjórnar varðandi ljósleiðaratengingu Íbúðarhúsa við lögheimili íbúa.

1309014

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru, frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 5. febrúar 2014.
Stjórnsýslukæru varðandi fyrirkomulag ljósleiðaratengingar í sveitarfélaginu er vísað frá af Innanríkisráðuneytinu. Erindið framlagt

11.Sveitarstjórn - 163

1401002F

AH ræddi lið 4 og 7 ræddi lið 6 og óljósa bókun á tillögu í lið 6. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi lið 6 og lagði fram bókun;
Í lið 6 mál 1401025. Afsláttur á fasteignagjöldum, kemur fram að tillaga SSJ sé samþykkt. Sú bókun í fundargerð er ekki nægjanlega skýr. Tillagan var að að verða ekki við ósk bréfritara. Áréttast það hér með. SSJ, SAF, ÁH og HHJ.
Fundargerðin framlögð

12.Skil á starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar ehf.

1402015

Erindi frá Umhverfisstofnun ( til Sementsverksmiðjunnar ehf.). Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúum og form. USN nefndar.
SSJ lagði til að fela byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að kanna hvort frágangur námu sé fullnægjandi með tilliti til umhverfismats og starfsleyfis og senda þær niðurstöður til USN nefndar. Málinu er þegar vísað til USN nefndar. BH lagði jafnfram til að vísa umhverfismatskýrslunni til USN nefndar til skoðunar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

13.Fasteignagjöld á eigninni Leynisvegi 1.

1402014

Erindi frá Faxaflóahöfnum, dagsett 5. febrúar 2014.
SSJ lagði til að fela fjármálastjóra og byggingarfulltrúa að yfirfara fasteignamatið og álagningu gjalda á umræddri eign.

14.Ljósleiðari.

1402012

Undirrituð leggja til að miða skuli við ljósleiðaratengingar í Hvalfjaðrarsveita að lögbýlum, íbúðarhúsum og þar sem gefin hafa verið út byggingarleyfi 23. apríl 2013. Erindi frá Arnheiði.
Sjá afgreiðslu í 6 lið fundargerðarinnar.

15.Reiðvegur við Miðgarðstjörn.

1402010

Erindi frá reiðveganefnd Dreyra, dagsett 1. febrúar 2014.
SSJ bar fram tillögu varðandi hæfi SÁ til þess að taka þátt í afgreiðslu málsins. SAF óskaði eftir upplýsingum varðandi hæfi SÁ. SÁ fór yfir aðkomu sína en hann er formaður hestamannafélagsins Dreyra. SÁ er kjörinn hæfur til þess að fjalla um málið með 6 atkvæðum. SAF telur SÁ vanhæfan.
LJ fór yfir erindið og lagði til að fela byggingarfulltrúa að fara yfir málið með fulltrúum Dreyra og skoða mögulega skiptingu verksins og leggja nánari útfærslu fyrir næsta fund sveitarstjórnar. SÁ ræddi erindið og reiðvegagerð á svæðinu. SAF styður fram komna tillögu og ræddi fyrirkomulag varðandi uppbyggingu reiðvega.

16.Tillaga um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús.

1402017

Erindi frá L og H lista, varðandi að endurskoða ákvörðun frá 23. apríl 2013, um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús.
SSJ fór yfir lið 6 og lið 8 varðandi endurskoðun á ákvörðun um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús. SAF fór yfir erindið og tillögurnar.

Tillaga L og H lista
Sveitarstjórn samþykkir að hefja nauðsynlega vinnu til að endurskoða ákvörðun sína frá 23. apríl síðastliðnum um fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í íbúðarhús í sveitarfélaginu þar sem ákveðið var að miða skuli miða við fasta búsetu og lögheimili þann 23. apríl 2013.
Sveitarstjóra í samvinnu við verkefnisstjóra ljósleiðaraverkefnisins er falið að láta vinna kostnaðaráætlun og drög að viðauka að fjárhagsáætlun til þess að sveitarstjórn geti staðfest ákvörðun um breytingu á þessum reglum. Þar skal miðað við að tengja skuli íbúðarhús, sem og íbúðarhús sem eru í byggingu og fengið hafa úthlutað byggingarleyfi fyrir verklok. Áfram verði þess krafist að viðkomandi veiti leyfi sitt um lagningu ljósleiðarans um land sitt og skuldbindi sig til tveggja ára áskriftar að ljósleiðaranum.
Ennfremur er sveitarstjóra falið að vinna drög að gjaldskrá sem tæki gildi við verklok og leggja fyrir sveitarstjórn.

AH ræddi fram komnar tillögur og dregur tillögu sína frá síðasta fundi til baka.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

17.Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

1402009

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 24. janúar 2014.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja afskriftirnar þar sem innheimta hefur reynst árangurslaus og gjaldandi fluttur úr landi. Upphæð kr. 677.271 auk áfallins kostnaðar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

18.106. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1402013

ÁH fór yfir fundargerðina. LJ ræddi lið 6 önnur mál og greindi frá fundi með skólastjóra þar sem farið var yfir lausn á stöðu sviðsstjóra. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ lagði til að að bæta ÁH í viðræður varðandi mál sviðsstjóra. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.

19.40. fundur fjölskyldunefndar.

1402004

BH víkur af fundi vegna tengsla við umsækjanda.
LJ fór ræddi minnisblað sem sent var til sveitarstjórnar vegna ráðningar í stöðu félagsmálastjóra og lagði fram eftirfarandi tillögu;
Umsóknarfrestur um starf félagsmálastjóra rann út 31. janúar. Um starfið sóttu 26 aðilar. Búið er að fara yfir umsóknirnar og taka viðtöl við fimm umsækjendur. Að afloknum viðtölunum er það einróma tillaga hópsins sem fór yfir umsóknirnar og tók viðtölin að leggja til við sveitarstjórn að ráða Hildi Jakobínu Gísladóttur í starfið.
HHJ ræddi fyrsta lið og lagði til að samþykkja 4% vísitöluhækkun á framfærslu. Ræddi lið tvö. SSJ ræddi fram komna tillögu um ráðningu í starf félagsmálastjóra. AH ræddi erindið og samþykkir að afgreiða erindið á þessum fundi. SAF ræddi erindið og er tilbúin til að afgreiða fram komna tillögu. Tillagan um ráðningu Hildar Jakobínu Gísladóttur í starf félagsmálastjóra samþykkt samhljóða 6-0. BH tekur aftur þátt í fundinum.
SSJ lagði til að samþykkja lið eitt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
SSJ lagði til að samþykkja tillöguna í lið tvö og fela félagsmálastjóra að sjá um framkvæmd tillögunnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð

20.Sveitarstjórn - 164

1402001F

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar