Sveitarstjórn
1.Sveitarstjórn - 127
1204002F
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 11
1204001F
- 2.2 1204046 Deiliskipulagstillaga,iðnaðarsvæðis l1,Klafastaðir, Hvalfjarðarsveit.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 11Bókun fundar <DIV>Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.</DIV>Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagstillöguna til auglýsingar samkvæmt 41 gr.skipulagslaga nr.123/2010.
3.28. fundur fjölskyldunefndar.
1205013
SAF fór yfir fundargerðina. Lagði til að samþykkja lið 5. SÁ ræddi fundargerðina og lagði til frestun á lið 4.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. LJ ræddi fundargerðina og lagði til frestun á lið 5. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum og lagði til að samþykkja lið 5. LJ ræddi útfærslu á fjárhagsáætlun varðandi lið 5. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að koma með endanlega tillögu varðandi fjármögnun á næsta fund sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.
4.7. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
1205017
5.1. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.
1205021
6.84. fundur fræðslu- og skólanefndar.
1205028
BMA fór yfir fundargerðina. Þakkaði skólastjóra vel unnin störf í þágu Hvalfjarðarsveitar og óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fór yfir skólastarfið í vetur. Ræddi brotthvarf nefndarmanna úr fræðslu- og skólanefnd og þakkaði þeim samstarf og samvinnu en nefndin hefur starfað af heilindum í þágu menntunar barna og ungmenna í Hvalfjarðarsveit. Lagði fram svohljóðandi bókun;
Þakka Ingibjörgu Hannesdóttur kærlega fyrir vel unnin störf og óska henni velfarnaðar í nýju starfi. Sameining skólanna hefur gengið vel og flest af því sem við lögðum upp með hefur náð fram að ganga. Innra starf skólans er í blóma og margar spennandi nýjungar eru í skólastarfinu í dag eins og þematengd kennsla, morgunsöngur, leikskólalæsi og byrjendalæsi auk margra annarra nýjunga. Af því sem gott er í skólastarfinu stendur upp úr það frábæra samstarf sem komið er á milli sviðanna bæði hjá starfsmönnum og börnum. Sviðsstjórar beggja sviða hafa lýst sig reiðubúna til að stíga fram og stýra sínu sviði hvor og ég treysti þeim fullkomlega til að gera það með öruggri hendi. Þær eru báðar mjög faglegar og njóta mikils traust innan skólans. Af gefnu tilefni vil ég benda á hvert hlutverk fræðslu- og skólanefndar er en í erindisbréfi nefndarinnar segir: ”Meginhlutverk fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar er að móta stefnu í skólamálum sveitarfélagsins, og sjá um að öll börn í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu”
Það er leiðinlegt að horfa á eftir öllum þessum færu nefndarmönnum. Nefndin hefur unnið vel saman og allir unnið af heilindum og ósérhlífni. Það hefur einkennt störf nefndarinnar hve laus hún er við alla flokkadrætti enda á slíkt ekki heima í nefnd sem þessari þar sem allir eru að vinna af áhuga og af metnaði fyrir góðum málefnum. En ég skil þeirra afstöðu vel þar sem ég hef hugsað mér að feta í þeirra fótspor og segja af mér í lok þessa fundar.
ÁH ræddi skólastarfið, þakkaði skólastjóra og þeim aðilum sem nú hverfa úr fræðslu- og skólanefnd vel unnin störf. SAF ræddi skólastarf vetur og þakkaði vel unnin störf í fræðslu- og skólanefnd og þakkaði skólastjóra. LJ ræddi fundargerðina og þakkaði Ingibjörgu og fulltrúum í fræðslu- og skólanefnd óskaði þeim velfarnaðar í nýjum vettvangi. HV tók undir þakkir til IH og fræðslu- og skólanefndar. BMA þakkaði Valgerði Oddsdóttur sérstaklega samstarfið. SSJ þakkaði IH og nefndarmönnum vel unnin störf.Fundargerðin framlögð.
7.Uppsögn úr starfi.
1205018
LJ ræddi hugmyndir varðandi að kalla saman fund í fræðslu- og skólanefnd.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá starfslokum IH í samræmi við umræður á undirbúningsfundi sveitarstjórnar fyrr í dag. Jafnframt að vinna að auglýsingu með fræðslu- og skólanefnd varðandi ráðningu nýs skólastjóra. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
8.Sala lausafjármuna úr eldra skólahúsnæði
1205022
Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til sölu lausafjármuna. Samþykkt samhljóða 7-0.
9.Skipan varðandi ljósleiðaramál.
1204013
Tillaga um varamann frá E lista, Hallfreður Vilhjálmsson. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Tillaga um varamann frá L lista, Sigurður Ingólfsson. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
10.Tillaga frá E-lista, íbúaþing.
1204035
Afgreiðslu frestað. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
11.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.
1205004
BMA lagði til að samþykkja skólastefnuna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
12.Beiðni um að taka rekstur slökkviliðsins til sérstakar skoðunar.
1205011
LJ ræddi erindið og gerði grein fyrir viðræðum bæjarstjóra Akraness og sín við slökkviliðsstjóra. Ræddi erindi frá bæjarráði Akraness sem tilnefnir bæjarstjóra í starfshópinn. SAF lagði til að oddviti og sveitarstjóri ræði erindið við Akraneskaupstað. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
13.Tilboð á sparkvelli við Heiðarskóla.
1205015
SÁ vék af fundi undir þessum lið. LJ gerði grein fyrir yfirferð á tilboðum og að ekki hafi komið fram neinar skekkjur í tilboðunum. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri gangi til samninga við lægstbjóðanda. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. SÁ tekur þátt í fundinum aftur.
14.Útleigureglur fyrir samkomusal Heiðarskóla grunnskólasvið.
1205030
15.83. fundur fræðslu- og skólanefndar.
1205003
SSJ lagði til að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
16.Rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðung 2012.
1205027
KHÓ fór yfir rekstraryfirlitið. Erindið framlagt
17.Sala á lausri skólastofu við Heiðarskóla.
1205023
LJ gerði grein fyrir sölunni en sveitarstjórn hafið samþykkt tilboðið á milli funda. Erindið framlagt
18.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2012. Rekstraryfirlit jan.- apríl 2012.
1205025
19.Ársreikningur Byggðasafnsins 2011.
1205026
20.Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar 2012.
1204045
21.104. - 106. fundir Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
1205020
Fundargerðirnar framlagðar.
22.98. fundur Faxaflóahafna sf.
1205024
23.88. fundur stjórnar SSV, 11. maí 2012.
1205029
Fundargerðin framlögð
24.6. aðalfundur Menningarráðs Vesturlands.
1202019
25.64. - 66. fundur Menningarráðs Vesturlands.
1205031
Fundargerðirnar framlagðar.
26.Ósk um lausn frá störfum úr sveitarstjórn sem og öðrum störfum á vegum sveitarfélagsins. Bréf frá Birnu Maríu Antonsdóttur
1205035
Undirrituð biður um lausn frá störfum úr sveitarstjórn út kjörtímabilið, samkvæmt 30. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. Þar sem ég hverf til annarra starfa þá tel ég mig ekki lengur geta gengt skyldum mínum í sveitarstjórn. Jafnframt segi ég af formennsku í fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar og af setu í fulltrúaráði Fölbrautarskóla Vesturlands. Óskað er eftir að lausn þessi taki gildi við lok þessar fundar. Setan í sveitarstjórn hefur verið fróðleg og á köflum erfið. Hún hefur sýnt mér hliðar á samfélaginu sem ég hafði ekki áður kynnst. Margt hefur áunnist á þessum tveimur árum sem búin eru af kjörtímabilinu. Af stórum verkum er efst í huga sameining leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Sameiningin hefur tekist mjög vel og innra starf skólans er í blóma þó skólinn sé enn í mótun. Af öðrum góðum verkum má nefna málsmeðferðarreglur sem auka íbúalýðræði, aðkoma sveitarfélagsins að stofnun Hvalfjarðarklasans, upplýsingaskiltin, stofnun Nýsköpunarsjóðs, aukið félagsstarf barna og unglinga, KSÍ sparkvöllur, aðstoð við neysluvatn, unnið að lausnum varðandi hitaveituvæðingu, lækkun fæðisgjalda í skólanum og lækkun útsvars. Þetta er engan veginn tæmandi listi en ég er stolt af því að eiga hlutdeild í framkvæmd þessara atriði. Enn er nóg eftir af kjörtímabilinu og ég hvet sveitarstjórn áfram til góðra verka.
Félögum mínum í meirihlutanum þakka ég fyrir gott og traust samstarf. Fræðslu- og skólanefnd þakka ég fyrir frábæra samvinnu þar sem aldrei bar á flokkadráttum og allir nefndarmenn unnu af heilindum og ósérhlífni við að því að efla menntun og velferð barna í Hvalfjarðarsveit. Einnig þakka ég Laufeyju sveitarstjóra fyrir mikla og góða hjálp. Sem og starfsmönnum skrifstofu sveitarfélagsins. Um leið og ég óska eftirmanni mínum í sveitarstjórn velfarnaðar óska ég nýrri fræðslu- og skólanefnd velfarnaðar í starfi og vona að þeim beri gæfa til að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið lagt upp með til að efla skólann okkar. Einnig vil ég óska sveitarstjórn sem og sveitarfélaginu öllu velfarnaðar. Takk fyrir mig.
Til máls tóku; ÁH AH HV SÁ SAF SSJ LJ tóku til máls og þökkuðu BMA vel unnin störf. BMA þakkaði hlý orð í sinn garð.
Sveitarstjórn samþykkir að veita BMA lausn frá störfum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) sat fundinn undir lið 16 og skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.