Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 284
1904002F
Fundargerðin framlögð.
2.Fræðslunefnd - 9
1904003F
Fundargerðin framlögð.
-
Fræðslunefnd - 9
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á óskir skólastjóra að heildarkennslustundaúthlutun fyrir skólaárið 2019-2020 verði 298,3 kennslustundir. Miðað við fyrirliggjandi gögn er ljóst að sérstakar aðstæður eru uppi í Heiðarskóla. Gert er ráð fyrir 79 nemendum sem er umtalsverð fækkun á milli skólaára sem leiðir til fækkunar stöðugilda við kennslu. Kennslustundum er að fækka um 31 eða um 1,2 stöðugildi á milli núverandi skólaárs og þess næsta. Nefndin leggur til að starfsmannavelta verði áfram nýtt til að jafna enn frekar stöðugildi við kennslu í samræmi við nemendafjölda miðað við stuðulinn 3,2 sbr. samþykkt sveitarstjórnar. Það hefur í för með sér að umfram kennslustundir verða 23 næsta skólaár sem er um 0,89 stöðugildi. Ef stöður kennara losna á skólaárinu verður ekki ráðið í þær sem þessu nemur. Nefndin gerir það að tillögu sinni að á meðan ekki eru frekari breytingar í starfsmannahaldi þá verði þessar umframstundir nýttar til að draga stórlega úr forfallakennslu og yfirvinnu kennara ásamt því að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna sérstuðnings við nemendur.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fallast á þær óskir skólastjóra að heildarkennslustundaúthlutun fyrir skólaárið 2019 -2020 verði 298,3 kennslustundir. Miðað við fyrirliggjandi gögn er ljóst að sérstakar aðstæður eru uppi í Heiðarskóla. Gert er ráð fyrir 79 nemendum sem er umtalsverð fækkun á milli skólaára sem leiðir til fækkunar stöðugilda við kennslu. Kennslustundum er að fækka um 31 eða um 1,2 stöðugildi á milli núverandi skólaárs og þess næsta. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að starfsmannavelta verði áfram nýtt til að jafna enn frekar stöðugildi við kennslu í samræmi við nemendafjölda miðað við stuðulinn 3,2 sbr. samþykkt sveitarstjórnar. Það hefur í för með sér að umfram kennslustundir verða 23 næsta skólaár sem er um 0,89 stöðugildi. Ef stöður kennara losna á skólaárinu verður ekki ráðið í þær sem þessu nemur. Sveitarstjórn samþykkir einnig tillögu nefndarinnar að á meðan ekki eru frekari breytingar í starfsmannahaldi þá verði þessar umframstundir nýttar til að draga stórlega úr forfallakennslu og yfirvinnu kennara ásamt því að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna sérstuðnings við nemendur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 9 Lagt fram til kynningar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að samkomulagi um rekstur TOSKA.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samkomulagi um rekstur Tónlistarskóla Akraness (TOSKA) ásamt reiknilíkani er því fylgir og felur sveitarstjóra undirritun samkomulagsins fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.
3.Útboð - Skólaakstur
1901173
Útboðsgögn - drög.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög frá Ríkiskaupum að útboðsgögnum vegna skólaaksturs í Hvalfjarðarsveit og að skólaakstur verði boðinn út á grundvelli þeirra. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög frá Ríkiskaupum að útboðsgögnum vegna skólaaksturs í Hvalfjarðarsveit og að skólaakstur verði boðinn út á grundvelli þeirra. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Eingreiðsla almennra starfsmanna.
1409046
Eingreiðsla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sett sé "sólarlagsákvæði" á eingreiðslur til ófaglærðs starfsfólks í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar líkt og fram kemur í erindi Verkalýðsfélags Akraness. Starfsmenn, með ráðningarsamband við Hvalfjarðarsveit, sem þiggja mánaðarlegar eingreiðslur, haldi þeim eingreiðslum til loka ráðningarsambands milli aðila. Komi til þess að starfsmaður færist til í starfi sem ófaglærður starfsmaður innan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar heldur hann rétti sínum gagnvart eingreiðslu. Starfsfólk sem ráðið hefur verið tímabundið til starfa og hefur fengið eingreiðslu heldur rétti sínum komi til endurráðningar eða ráðningar í sambærilegt starf við leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar innan þriggja mánaða frá því viðkomandi hætti störfum.
Eingreiðslan mun verða óbreytt í krónum talið eða kr. 22.000.- á mánuði m.v. fullt starf. Ráðningarsamningar sem gerðir eru við nýja starfsmenn eftir gildistöku nýs kjarasamnings munu ekki gefa rétt til að greidd sé eingreiðsla líkt og verið hefur, miðað skal við að launakjör séu ákvörðuð innan ramma viðkomandi kjarasamnings á milli aðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku EÓG og DO.
Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir þessum lið og hennar sæti tók Elín Ósk Gunnarsdóttir.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sett sé "sólarlagsákvæði" á eingreiðslur til ófaglærðs starfsfólks í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar líkt og fram kemur í erindi Verkalýðsfélags Akraness. Starfsmenn, með ráðningarsamband við Hvalfjarðarsveit, sem þiggja mánaðarlegar eingreiðslur, haldi þeim eingreiðslum til loka ráðningarsambands milli aðila. Komi til þess að starfsmaður færist til í starfi sem ófaglærður starfsmaður innan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar heldur hann rétti sínum gagnvart eingreiðslu. Starfsfólk sem ráðið hefur verið tímabundið til starfa og hefur fengið eingreiðslu heldur rétti sínum komi til endurráðningar eða ráðningar í sambærilegt starf við leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar innan þriggja mánaða frá því viðkomandi hætti störfum.
Eingreiðslan mun verða óbreytt í krónum talið eða kr. 22.000.- á mánuði m.v. fullt starf. Ráðningarsamningar sem gerðir eru við nýja starfsmenn eftir gildistöku nýs kjarasamnings munu ekki gefa rétt til að greidd sé eingreiðsla líkt og verið hefur, miðað skal við að launakjör séu ákvörðuð innan ramma viðkomandi kjarasamnings á milli aðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku EÓG og DO.
Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir þessum lið og hennar sæti tók Elín Ósk Gunnarsdóttir.
5.Götulýsing í Hvalfjarðarsveit.
1904040
Erindi frá RARIK um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga til viðræðna við Rarik vegna beiðnar þeirra um að sveitarfélagið taki yfir götulýsingu í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga til viðræðna við Rarik vegna beiðnar þeirra um að sveitarfélagið taki yfir götulýsingu í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Samningur um skógrækt í Melahverfi.
1805009
Viðauki við leigusamning ásamt teikningu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka við leigusamning við Skógræktarfélag Skilmannahrepps dagsettan 17. febrúar árið 2000. Viðaukinn felur í sér að hluti lands sem leigt var undir skógrækt við Melahverfi er fært sveitarfélaginu aftur til fullrar ráðstöfunar. Stærð landsins er 2.826 m2 og kemur fram á uppdrætti sem er fylgiskjal með viðaukanum. Sveitarstjórn samþykkir einnig viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna greiðslu til Skógræktarfélagsins fyrir tré sem eru innan þess lands sem sveitarfélagið fær aftur til ráðstöfunar. Um er að ræða viðbótarfjárheimild að fjárhæð kr. 198.759 á deild 31008, lykil 5971, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka við leigusamning við Skógræktarfélag Skilmannahrepps dagsettan 17. febrúar árið 2000. Viðaukinn felur í sér að hluti lands sem leigt var undir skógrækt við Melahverfi er fært sveitarfélaginu aftur til fullrar ráðstöfunar. Stærð landsins er 2.826 m2 og kemur fram á uppdrætti sem er fylgiskjal með viðaukanum. Sveitarstjórn samþykkir einnig viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna greiðslu til Skógræktarfélagsins fyrir tré sem eru innan þess lands sem sveitarfélagið fær aftur til ráðstöfunar. Um er að ræða viðbótarfjárheimild að fjárhæð kr. 198.759 á deild 31008, lykil 5971, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Viðhaldsframkvæmdir á Byggðasafninu í Görðum árið 2019.
1903045
Erindi frá Ellu Maríu Gunnarsdóttur, forstöðumanni menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu og leggja til fjármagn að upphæð kr. 1.500.000 vegna aukins viðhalds á Byggðasafninu á Görðum á árinu 2019. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna framlagsins en um er að ræða viðbótarfjárheimild að fjárhæð kr. 1.500.000 á deild 05032, lykil 5947, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu og leggja til fjármagn að upphæð kr. 1.500.000 vegna aukins viðhalds á Byggðasafninu á Görðum á árinu 2019. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna framlagsins en um er að ræða viðbótarfjárheimild að fjárhæð kr. 1.500.000 á deild 05032, lykil 5947, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Söfnun á sjúkrarúmum fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).
1904039
Erindi frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, beiðni um fjárstuðning.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til kr. 500.000. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna þessa eða kr. 500.000 fjárheimild á deild 03069, lykil 5946, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til kr. 500.000. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna þessa eða kr. 500.000 fjárheimild á deild 03069, lykil 5946, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Umsókn um rekstur sundlaugar að Hlöðum og Verksamningur.
1903038
Verksamningur.
Verksamningur við Ravisa ehf. um umsjón, rekstur og ábyrgð á sundlauginni á Hlöðum frá 30. maí 2019 til 25. ágúst 2019, lagður fram til kynningar.
Til máls tóku DO, RÍ og LBP.
Til máls tóku DO, RÍ og LBP.
10.Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
1904035
Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram.
11.Umsögn um frumvarp og þingsályktun vegna breytingar á raforkulögum og uppbyggingu flutningskerfis raforku, 792-791-782 mál.
1904036
Frumvarp og þingsályktun til umsagnar.
Lagt fram og vísað til USN nefndar.
12.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
1904041
Þingsályktun til umsagnar.
Lagt fram og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar.
13.Umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
1905005
Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram.
14.Lög um opinber innkaup nr. 120-2016.
1904038
Kynning á breytingum á lögum um opinber innkaup.
Lagt fram.
15.Umsögn um Grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga.
1905006
Mál til umsagnar.
Lagt fram.
16.870. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1904037
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:26.