Sveitarstjórn
1.Sveitarstjórn - 126
1204002F
HHJ tók til máls undir lið 6 mál 1204033 í 27. fundargerð fjölskyldunefndar og lagði fram minnisblað varðandi ferðaþjónustu og búsetuúrræði fyrir fatlaða. HV ræddi lið 8. AH spurðist fyrir varðandi úrvinnslu á fundargerð ungmennaráðs og sveitarstjórnar. Fundargerðin framlögð.
2.6. fundur menningar og atvinnuþróunarnefndar.
1205001
Fundargerðin framlögð.
3.83. fundur fræðslu- og skólanefndar.
1205003
AH spurðist fyrir varðandi lið 5 undanþágubeiðni, lið 6 viðhorfskönnun og lið 9 tillaga á nafn á sameinaðan skóla. Spurðist fyrir um hvort samráðshópur vegna sameiningar hafi verið boðaður til fundar. HV ræddi bréf sem sveitarstjórn og fræðslu- og skólanefnd hefur fengið sent frá starfsmanni grunnskóla. MH ræddi málefni grunnskóla og tillögu um nafn. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi sama mál. ÁH ræddi sama mál. MH ræddi málefni skólans. AH lýsti yfir áhyggjum varðandi skólastarf í grunnskóla . SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi fram komnar fyrirspurnir. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi fyrirspurnir. AH ræddi fram komin svör.
SSJ lagði til frestun lið 9; Yfirnafn skólans verði; leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar. Grunnskólasvið Heiðarskóli og leikskólasvið Skýjaborg. Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum SSJ HHJ og ÁH. SÁ og MH greiða atkvæði gegn tillögunni og HV og AH sitja hjá við afgreiðsluna. Fundargerðin framlögð.
4.Dómur hæstaréttar, skipulag. Fasteign. Skaðabætur.
1204054
LJ gerði grein fyrir niðurstöðunni og fór yfir upphaf málsins. Lagði fram minnisblað. LJ lagði fram eftirfarandi bókun; Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 15.004.311 kr auk kostnaðar frá 26. apríl 2012 fram að greiðsludegi samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu upphæð. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
5.11. fundargerð um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.
1204053
SSJ lagði til að samþykkja lið 2. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 og liður 4. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.
6.Tillaga frá E-lista, íbúaþing.
1204035
LJ gerði grein fyrir að gagnaöflun sé ekki lokið erindið framlagt.
7.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.
1205004
A) skólastefna.
B) prentun. LJ gerði grein fyrir að ekki væri áætlað fyrir prentun á fjárhagsáætlun ársins 2012. Lagði til að taka af prentkostnaði skrifstofu lið 40 - 4010. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
AH lagði til frestun á lið A) Tillaga um frestun samþykkt með atkvæðum ÁH og SSJ.
HV SÁ AH MH HHJ sitja hjá við afgreiðsluna.
8.Beiðni um afnot á Fannahlíð án endurgjalds.
1205005
SÁ lagði til að samþykkja erindið. SSJ ræddi erindið. Samþykkt 7-0.
9.Ársreikningur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2011.
1205002
Ársreikningurinn framlagður.
10.Gerð sparkvallar.
1202017
LJ gerði grein fyrir að fram færi lokað útboð. Opnun útboðs fer fram 10. maí nk. MH ræddi frágang á uppgröfnu efni og spurðist fyrir um kostnað við gerð útboðsgagna. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn. Lagt fram.
11.Aðalfundur Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar, og skýrsla stjórnar.
1204049
Skýrslan framlögð.
12.9. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturland.
1204047
LJ gerði grein fyrir að því miður hefði skrifstofunni láðst að leggja fundarboðið fyrir sveitarstjórn og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. B) Skýrsla formanns, C) ársskýrsla 2011 og D) ársreikningur 2011 framlögð.
13.Skorað á ríki og sveitarfélög að auka framlög til minka- og refaveiða.
1205008
Erindið framlagt.
14.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.
1204051
SSJ lagði til að vísa erindinu til USN nefndar. Samþykkt samhljóða 7-0.
15.13. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og og dvalarheimilis.
1204052
Fundargerðin framlögð.
16.796. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1205006
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 16:00.