Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 280
1902001F
Fundargerðin framlögð.
2.Menningar- og markaðsnefnd - 4
1902002F
Fundargerðin framlögð.
3.Starfsmaður almannavarnanefndar Vesturlands.
1810007
Drög að samkomulagi um ráðningu í tímabundið starf.
Um er að ræða ráðningu starfsmanns í tímabundið starf, til eins árs, fyrir Almannavarnarnefnd Vesturlands. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu ráða starfmanninn í 50% starf fyrir Almannavarnarnefndina sem hefur yfirumsjón með verkefninu og starfsmaðurinn heyrir undir formann nefndarinnar sem jafnframt er Lögreglustjórinn á Vesturlandi sem verður yfirmaður hans auk þess að útvega honum skrifstofuaðstöðu og skrifstofubúnað. Fjármögnun launa- og ferðakostnaðar starfsmannsins verður að hluta í gegnum Sóknaráætlun Vesturlands, sem SSV hefur umsjón með og að hluta frá sveitarfélögunum á Vesturlandi eða samtals 3,5mkr.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samkomulagi um ráðningu starfsmanns í tímabundið starf fyrir Almannavarnarnefnd Vesturlands. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt framkomna tillögu um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna, þ.e. að hvert sveitarfélag greiði fasta greiðslu að fjárhæð kr. 150.000 auk þess sem 2mkr. verður skipt á milli sveitarfélaganna eftir íbúafjölda þeirra þann 1. janúar 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samkomulagi um ráðningu starfsmanns í tímabundið starf fyrir Almannavarnarnefnd Vesturlands. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt framkomna tillögu um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna, þ.e. að hvert sveitarfélag greiði fasta greiðslu að fjárhæð kr. 150.000 auk þess sem 2mkr. verður skipt á milli sveitarfélaganna eftir íbúafjölda þeirra þann 1. janúar 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Fræðsluferð sveitarstjórnarfulltrúa af Vesturlandi 2019.
1902012
Fræðsluferð dags. 23. til 26. apríl 2019.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, eftir að hafa gefið öllum sveitarstjórnarfulltrúum kost á að fara í ferðina, að senda tvo fulltrúa í hana. Þar sem endanlegur kostnaður við ferðina liggur ekki fyrir, einungis flug og gisting, ekki rútuferðir, þá verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna ferðarinnar ekki lagður fyrir sveitarstjórn fyrr en svo er."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. RÍ sat hjá.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, eftir að hafa gefið öllum sveitarstjórnarfulltrúum kost á að fara í ferðina, að senda tvo fulltrúa í hana. Þar sem endanlegur kostnaður við ferðina liggur ekki fyrir, einungis flug og gisting, ekki rútuferðir, þá verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna ferðarinnar ekki lagður fyrir sveitarstjórn fyrr en svo er."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. RÍ sat hjá.
5.Ísland 2020, atvinnuhættir og menning.
1902023
Erindi frá SagaZ ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt og senda grein inn í ritið Ísland 2020 - atvinnuhættir og menning en um er að ræða rit sem kom einnig út fyrir 10 árum og sveitarfélagið tók þá þátt í. Sveitarstjórn samþykkir einnig framlagðan samning vegna verksins og felur sveitarstjóra að rita undir hann auk þess sem sveitarstjóra er falið að vinna efnið sem sent verður inn. Kostnaður vegna verksins mun ekki falla til fyrr en við útgáfu þess árið 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt og senda grein inn í ritið Ísland 2020 - atvinnuhættir og menning en um er að ræða rit sem kom einnig út fyrir 10 árum og sveitarfélagið tók þá þátt í. Sveitarstjórn samþykkir einnig framlagðan samning vegna verksins og felur sveitarstjóra að rita undir hann auk þess sem sveitarstjóra er falið að vinna efnið sem sent verður inn. Kostnaður vegna verksins mun ekki falla til fyrr en við útgáfu þess árið 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
1902017
Erindi frá Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Lagt fram.
7.Áfangastaðaáætlanir.
1902020
Áfangastaðaáætlun Vesturlands.
Áfangastaðaáætlunin lögð fram en verkefnastjóri ÁSÁ mun koma eftir sveitarstjórnarfundinn og kynna áætlunina fyrir sveitarstjórn og umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar.
8.Umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðartækni,
1902021
Tillaga til þingsályktunar um velferðartækni.
Lögð fram og verður einnig send til Fjölskyldu- og frístundanefndar.
9.Umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur.
1902022
Breyting á lögum er varða rétt barna sem aðstandendur.
Lögð fram og verður einnig send til Fjölskyldu- og frístundanefndar.
10.Drög að frumvarpi til breytinga á barnalögum nr. 76-2003 og fleiri lögum(skipt búseta og meðlag).
1902024
Umsögn um breytingar á barnalögum.
Lögð fram og verður einnig send til Fræðslunefndar og Fjölskyldu- og frístundanefndar.
11.Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi.
1902026
Kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barna.
Lagt fram og verður einnig sent til Fjölskyldu- og frístundanefndar.
12.177. fundargerð Faxaflóahafna sf.
1902018
Fundargerð.
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 15:10.
Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.