Fara í efni

Sveitarstjórn

276. fundur 13. nóvember 2018 kl. 17:00 - 17:28 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon 1. varamaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 1811021 - Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf. - Aðalfundarboð. Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Brynja Þorbjörnsdóttir og Atli Viðar Halldórsson boðuðu forföll.

1.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnis-Bændur græða landið- á árinu 2018.

1811019

Styrktarbeiðni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita samstarfsverkefninu Bændur græða landið styrk að fjárhæð kr. 36.000.- á grundvelli 4. gr. vinnureglna um Styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.152. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

1811011

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

3.Drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga

1811018

Lög nr. 40/1991 með breytingum sem tóku gildi 1. október 2018.
Erindið framlagt.

4.Umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga..

1811017

Drög af nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Framlagt.

5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum.

1811014

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum.
Erindið framlagt.

6.Afhending Hvalfjarðarganga til íslenska ríkisins og útgreiðsla hlutafjár og arðs til hluthafa.

1810044

Útgreiðsla hlutafjár og arðs til hluthafa.
Erindið lagt fram til kynningar.

7.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru.

1810043

Breytingar laga vegna afnáms um uppreist æru.
Framlagt.

8.Ágóðahlutagreiðsla 2018

1810029

Ágóðahlutagreiðsla 2018.
Erindið lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

1811021

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason, oddvita, sem aðalmann í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. og Guðjón Jónasson sem varamann. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður föstudaginn 16. nóvember nk. kl. 15 að Innrimel 3 ."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og SHS sátu hjá.

10.Sveitarstjórn - 275

1810006F

Fundargerðin framlögð.

11.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2019

1811016

Styrktarbeiðni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Stígamótum styrk að fjárhæð kr. 40.000.- á grundvelli 4. gr. vinnureglna um Styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Skólastjórnendur Heiðarskóla-ósk um fasta yfirvinnu.

1810001

Ósk um fasta yfirvinnu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar getur ekki orðið við beiðni skólastjórnenda þar sem kjarasamningur þeirra er fastlaunasamningur, þ.e. þeir fá ekki greidda tilfallandi yfirvinnu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

HH og SHS viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

13.Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga.

1811015

Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að afhenda þau gögn sem það á og hefur á þeim grunni sem þau eru til hjá sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun þó ekki leggja út í kostnað vegna verkefnisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Forvarnir og fræðslumál.

1811013

Erindi um málefni ungs fólks í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fékk boð á Ungmennaþing Vesturlands með góðum fyrirvara. Þrátt fyrir góðan vilja og áhuga sveitarstjórnarmanna til að sitja þingið háttaði þannig til að enginn sveitarstjórnarfulltrúi átti heimangengt á þessum degi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er áfram um að eiga gott samtal og samvinnu við börn og ungmenni í sveitarfélaginu og í því skyni er markmið sveitarstjórnar að bjóða fulltrúum í Ungmennaráði að sitja sveitarstjórnarfund eins fljótt og auðið er og fá kynningu þeirra á því sem fram fór á Ungmennaþinginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Fjárhagsáætlun HeV 2019 ásamt skýringum.

1810055

Fjárhagsáætlun 2019 ásamt greinargerð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Höfði-Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 og fjárhagsáætlun 2019-2022.

1810049

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 og fjárhagsáætlun 2019-2022.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Dvalarheimilisins Höfða vegna ársins 2019 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2020 til og með 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar framlagðan viðauka nr. 2 fyrir Dvalarheimilið Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 19

1811004F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

18.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 92

1811001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 92 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir landeigendum aðliggjandi lóða. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna erindið fyrir landeigendum aðliggjandi lóða."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 92 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfið.
    USN nefnd óskar eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga.
    USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir með nefndinni að óska eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 92 USN nefnd gerir ekki athugasemdir við erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir niðurstöðu nefndarinnar um að gera ekki athugasemdir við erindið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 92 USN nefnd gerir ekki athugasemdir við erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir niðurstöðu nefndarinnar um að gera ekki athugasemdir við erindið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 92 USN nefnd gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Akraness, hafnarsvæði.

    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir niðurstöðu nefndarinnar um að gera ekki athugasemdir við breytingu Aðalskipulags Akraness, hafnarsvæði og samþykkir erindið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Efni síðunnar