Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018. nr. 7.
1807008
Vegna uppfærslu á One System skjala- og fundarkerfi sveitarfélagsins.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 485.000 vegna uppfærslu á One System skjala- og fundakerfi sveitarfélagsins. Fjárhæðin kemur til kostnaðarhækkunar á deild 21040, lykli 4339 og kostnaðarlækkunar á deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 485.000 vegna uppfærslu á One System skjala- og fundakerfi sveitarfélagsins. Fjárhæðin kemur til kostnaðarhækkunar á deild 21040, lykli 4339 og kostnaðarlækkunar á deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.861. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1807006
Fundargerðin framlögð.
3.169. fundur stjórna Faxaflóahafna.
1807004
Fundargerðin framlögð.
4.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.
1806015
Aðalfundargerð.
Aðalfundargerðin framlögð.
5.Mál gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu - mál nr. E-137/2017.
1803020
Greinargerð áfrýjanda í Landsréttarmálinu nr. 399/2018. Hvalfjarðarsveit gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.
Greinargerðin framlögð.
6.Fyrirspurn varðandi eftirlit með þauleldisbúi.
1801044
Bréf til Umhverfisstofnunar frá landeigendum Melaleitis.
Bréfið framlagt.
7.Umsögn um tækifærisleyfi - Fjölskylduhátíð - Vatnaskógi.
1807011
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 10.júlí 2018. Skógarmenn KFUM-Vatnaskógi óska eftir tækifærisleyfi vegna "Fjölskylduhátíðar" sem halda á í Vatnaskógi, Hvalfjarðarsveit 2.-6. ágúst 2018.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Umsögn um rekstrarleyfi - Kalman ehf - Kaupfélagið, Kalastaðakoti.
1807010
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 6. júlí 2018. Kalman ehf. sækir um rekstrarleyfi til þess að reka gististað í flokki II, frístundahús, sem rekið verður sem Kaupfélagið að Kalastaðakoti, fnr. 210-4277, Hvalfjarðarsveit.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Umsögn um rekstrarleyfi - Ice travel camping ehf. - Móar
1807009
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 2. júlí 2018. Ice travel camping ehf. sækir um rekstrarleyfi til þess að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili og frístundahús, sem rekið verður sem Móar að Móum, fnr. 210-5160, Hvalfjarðarsveit.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Stjórnsýlukæru nr 90/2018 - vegna gjaldtaka fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur
1806042
Stjórnsýslukæra vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógi.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við lögmann að svara stjórnsýslukærunni f.h. sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við lögmann að svara stjórnsýslukærunni f.h. sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Sveitarstjórn - 266
1806001F
Fundargerð sveitarstjórnar frá 21. júní 2018
Fundargerð framlögð.
12.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 nr. 6.
1807007
Leiðrétting á innri leigu milli deilda.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 5.001.545 vegna ofáætlunar á innri leigu tækja og búnaðar í grunnskólanum. Fjárhæðin kemur til kostnaðarlækkunar á deild 04022, lykli 4431 og tekjulækkunar á deild 31042, lykli 0377."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 5.001.545 vegna ofáætlunar á innri leigu tækja og búnaðar í grunnskólanum. Fjárhæðin kemur til kostnaðarlækkunar á deild 04022, lykli 4431 og tekjulækkunar á deild 31042, lykli 0377."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13.Endurnýjun tækja og búnaðar í Heiðarskóla..
1807005
Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar erindinu til fjárhagsáætlunar næsta árs þar sem ekki er svigrúm í fjárhagsáætlun ársins 2018. Þótt kostnaður við innri leigu lækki í aðalsjóði hjá grunnskólanum verður á móti tekjulækkun í eignasjóði þannig að ekki er um eiginlega fjármunamyndun að ræða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar erindinu til fjárhagsáætlunar næsta árs þar sem ekki er svigrúm í fjárhagsáætlun ársins 2018. Þótt kostnaður við innri leigu lækki í aðalsjóði hjá grunnskólanum verður á móti tekjulækkun í eignasjóði þannig að ekki er um eiginlega fjármunamyndun að ræða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14.Uppsögn á starfi - skipulags- og umhverfisfulltrúi
1807003
Erindi frá Lulu Munk Andersen.
Framlögð uppsögn skipulags- og umhverfisfulltrúa.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa starf skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt starfi skrifstofustjóra. Jafnframt verði sveitarstjóra, BH, DO og AVH falið að vinna úr umsóknum umsækjenda og leggja fram tillögu til sveitarstjórnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa starf skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt starfi skrifstofustjóra. Jafnframt verði sveitarstjóra, BH, DO og AVH falið að vinna úr umsóknum umsækjenda og leggja fram tillögu til sveitarstjórnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 17
1806006F
Fundargerðin framlögð.
16.Fræðslunefnd - 1
1806004F
Fundargerðin framlögð.
17.Menningar- og markaðsnefnd - 1
1806002F
Fundargerðin framlögð.
18.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 1
1806003F
Fundargerðin framlögð.
19.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88
1806007F
Fundargerðin framlögð.
- 19.2 1806036 Galtarlækur 2 - Mhl.01 - ViðbyggingUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum Galtalækjar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum Galtalækjar skv. 1. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. - 19.3 1806039 Stóri-Lambhagi 2Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna beiðnar um rekstur tjaldsvæðis að Stóra Lambhaga 2 miðað við áður gefnar forsendur í erindi bréfritara.
ÁH tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa máls. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir landeigendum aðliggjandi lands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
- 19.6 1807001 Framkvæmdaleyfi - Faxaflóahafnir, lóðargerð á Klafastaðavegi 9c , Klafastaðavegi 16 b og hækkun v. hafnarbakkaUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
- 19.7 1806002 Grundartanga - deiliskipulagsbreytingUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið.
USN nefnd kallar jafnframt eftir framtíðarsýn landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. - 19.8 1805021 Krossland eystra - Mhl.01 - VélageymslaUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. - 19.10 1806040 Adalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, SundahöfnUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við breytingu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. - 19.12 1709003 Narfastaðir - nýtt deiliskipulagUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með fyrirvara um að öflun neysluvatns á svæðinu sé tryggð. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. - 19.13 1806047 Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2019 - HeildarendurskoðunUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulag Kjósahrepps 2017-2029 - Heildarendurskoðun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Bára Tómasdóttir og Ragna Ívarsdóttir boðuðu forföll.