Fara í efni

Sveitarstjórn

256. fundur 23. janúar 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Oddviti óskaði eftir því að taka á dagskrá mál nr. 1801028 Erindi frá Íbúasamtökum Kjalarness og Hverfisráði Kjalarness og var tillaga hans þess efnis samþykkt samhljóða.

1.Sveitarstjórn - 255

1801001F

Fundargerð framlögð.

2.Vegir á Vesturlandi - ástand.

1801020

Afgreiðsla bæjarstjórnar Akraness um ástand vega á Vesturlandi.
Afgreiðsla Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
Oddviti lagði fram tillögu um eftirfarandi bókun frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir með þeim sem vakið hafa athygli á ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og nauðsyn þess að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda þennan vegkafla. Mikil aukning umferðar á sl. árum svo sem vegna atvinnusóknar, fjölgunar ferðamanna og aukinna flutninga kalla á þörf þess að hefja strax framkvæmdir sem tryggja betur öryggi vegfarenda. Jafnframt áréttar sveitarstjórn brýna þörf þess að endurbæta gatnamót vega við Þjóðveg 1 í Hvalfjarðarsveit."
Tillaga að bókun borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Reiðskemma á Æðarodda.

1711028

Tillaga frá Stefáni G. Ármannssyni.
Fram lögð eftirfarandi tillaga Stefáns G. Ármannssonar;
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja til við Akraneskaupstað og Hestamannafélagið Dreyra á Akranesi og nágrenni að skipuð verði nefnd sem í sitji 1 fulltrúi frá hvoru sveitarfélagi og 2 fulltrúar frá hestamannafélaginu Dreyra.
Hlutverk nefndarinnar verður að skoða uppbyggingu, eignarhald og rekstrarfyrirkomulag á reiðskemmu sem ósk er um að verði byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Dreyra í Æðarodda. Samanber erindi sem barst sveitarfélögunum 13.11.2017 og var tekið fyrir hjá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 16.11 og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 28.11 síðastliðinn. Stefnt skuli að því að nefndin geti tekið til starfa sem fyrst og skili af sér ekki seinna en 15. apríl næstkomandi."
SGÁ gerði grein fyrir tillögu sinni.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Reiðvegagerð-Meðferð fjármagns

1710032

Frestað á fundi 28. nóvember 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar heimilar að veita Hestamannafélaginu Dreyra, reiðveganefnd umbeðna heimild vegna ársins 2017 og skal félagið upplýsa sveitarstjórn um ráðstöfun fjármagns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fyrirspurn um lagningu hitaveitu.

1801023

Erindi frá Sigurði Arnari Sigurðssyni.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju sinni með áform bréfritara um fyrirhugaða uppbyggingu en bendir honum á að beina fyrirspurn sinni vegna hitaveitu til Hitaveitufélags Hvalfjarðar. Vegna fráveitumála og vatnsveitu þá bera landeigendur ábyrgð á allri framkvæmd en bent er á fyrirliggjandi reglur um mögulegan stuðning frá Hvalfjarðarsveit. Varðandi lagningu ljósleiðara þá er bent á fyrirliggjandi reglur og gjaldskrá Hvalfjarðarsveitar um ljósleiðaraveitu.
Framangreind bókun samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fundur um Vesturlandsveg - umferðaröryggi.

1801028

Frá Íbúasamtökum Kjalarness og Hverfisráði Kjalarness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í opnum fundi um uppbyggingu á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda en íbúasamtök og hverfisráð Kjalarness hafa m.a. óskað eftir þátttöku Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps á fundinum. Fundurinn er fyrirhugaður þann 22. febrúar nk. kl. 17:30 í Fólkvangi á Kjalarnesi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Þróunarfélag Grundartanga ehf. Sviðsmyndir.

1801022

Frá Þróunarfélaginu.
Sviðsmyndir og gögn frá Þróunarfélagi Grundartanga ehf. lagðar fram til kynningar.

8.164. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1801021

Fundargerð framlögð.

9.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar