Fara í efni

Sveitarstjórn

243. fundur 13. júní 2017 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Hjördís Stefánsdóttir boðaði forföll.

1.Fornistekkur 29 - Rekstrarleyfi

1705018

Til afgreiðslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á að skv. mati Skipulagsstofnunar er ekki gert ráð fyrir því í skipulagsreglugerð að önnur starfsemi fari fram í frístundabyggð en nærþjónusta sem byggðinni tengist, s.s. verslun eða þjónustukjarni. Gististarfsemi í atvinnuskyni er því að mati Skipulagsstofnunar ekki talin rúmast innan gildandi lagaramma, sem tók gildi um sl. áramót. Því getur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ekki veitt jákvæða umsögn vegna fyrirliggjandi umsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir fyrirhugaðri starfsemi á umræddu svæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

2.73. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1706016

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.850. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1706015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.130. fundur stjórnar SSV.

1706013

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

1706012

Frá Íbúðalánasjóði.
Bréf lagt fram til kynningar.

6.Snorrahátíðin 2017 - Boðsbréf.

1706011

Frá Snorrastofu.
Bréf lagt fram til kynningar.

7.Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar.

1706010

Frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Bréf lagt fram til kynningar.

8.Ársskýrsla 2016 - Faxaflóahafnir sf.

1706009

Frá Faxaflóahöfnum sf.
Ársskýrsla 2016 lögð fram til kynningar.

9.80 ára afmæli 2019 - Opinn skógur

1706021

Erindi frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögur:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa hugmynd félagsins um gerð bílastæðis, úrbótum á vegi í gegnum skógræktarsvæðið og merkingum til skoðunar í USN- nefnd. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá drögum að samningum við skógræktarfélagið um landnotkun o.fl. og leggja samningsdrögin fyrir næsta fund."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

1706020

Aðalfundarboð og tilnefning formanns stjórnar, stjórnarmanna og tveggja til vara.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Guðjón Jónasson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. sem haldinn verður þann 29. júní nk. Til vara; Daníel Ottesen. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tilnefna eftirtalin til setu í stjórn vatnsveitufélagsins sem kjörin verður á aðalfundinum:
Aðalmenn: Guðjón Jónasson og Daníel Ottesen.
Varamenn: Ása Helgadóttir og Stefán G. Ármannsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Bjarteyjarsandur - Rekstrarleyfi - Veitingastaður

1705020

Til afgreiðslu.
BÞ tók að nýju sæti á fundinum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
”Við skoðun á erindinu kom í ljós að skráning fasteignarinnar var röng hjá sveitarfélaginu
Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að leiðrétta skráninguna.
Miðað við framangreint eru öll skilyrði til staðar til að veita jákvæða umsögn við erindinu og mælir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar með því að umbeðið leyfi verði veitt.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AÞ tók að nýju sæti á fundinum.

12.Sveitarstjórn - 242

1705003F

Fundargerð framlögð.

13.Ölver 20 - Rekstrarleyfi

1705017

Til afgreiðslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á að skv. mati Skipulagsstofnunar er ekki gert ráð fyrir því í skipulagsreglugerð að önnur starfsemi fari fram í frístundabyggð en nærþjónusta sem byggðinni tengist, s.s. verslun eða þjónustukjarni. Gististarfsemi í atvinnuskyni er því að mati Skipulagsstofnunar ekki talin rúmast innan gildandi lagaramma, sem tók gildi um sl. áramót. Því getur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ekki veitt jákvæða umsögn vegna fyrirliggjandi umsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir fyrirhugaðri starfsemi á umræddu svæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

14.Sólheimar 1 - Rekstrarleyfi

1705016

Til afgreiðslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á að skv. mati Skipulagsstofnunar er ekki gert ráð fyrir því í skipulagsreglugerð að önnur starfsemi fari fram í frístundabyggð en nærþjónusta sem byggðinni tengist, s.s. verslun eða þjónustukjarni. Gististarfsemi í atvinnuskyni er því að mati Skipulagsstofnunar ekki talin rúmast innan gildandi lagaramma, sem tók gildi um sl. áramót. Því getur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ekki veitt jákvæða umsögn vegna fyrirliggjandi umsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir fyrirhugaðri starfsemi á umræddu svæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

15.Eyrarskógur 38 - Rekstrarleyfi

1703006

Til afgreiðslu.
AH lýsti yfir vanhæfi sínu vegna umsagnarbeiðna um rekstarleyfi skv. 9. - 13. dagskrárlið og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu þeirra liða.
BÞ lýsti yfir vanhæfi sínu vegna umsagnarbeiðna um rekstarleyfi skv. 9. - 12. dagskrárlið og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu þeirra liða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á að skv. mati Skipulagsstofnunar er ekki gert ráð fyrir því í skipulagsreglugerð að önnur starfsemi fari fram í frístundabyggð en nærþjónusta sem byggðinni tengist, s.s. verslun eða þjónustukjarni. Gististarfsemi í atvinnuskyni er því að mati Skipulagsstofnunar ekki talin rúmast innan gildandi lagaramma, sem tók gildi um sl. áramót. Því getur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ekki veitt jákvæða umsögn vegna fyrirliggjandi umsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir fyrirhugaðri starfsemi á umræddu svæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

16.Áningarhólf við Brunná við Álfholtsskóg.

1706014

Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til umfjöllunar í USN-nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu.

1706007

Frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá og með 12. júlí til og með 9. ágúst nk. Reglulegir fundir sveitarstjórnar 25. júlí og 8. ágúst nk. falla því niður. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð vegna sumarleyfa frá og með 24. júlí til og með 7. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Prókúruumboð fyrir nýjan fjármálastjóra.

1706006

Erindi frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Lindu Björk Pálsdóttur, skrifstofustjóra, kt. 151273-5059, prókúru að reikningum sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Kosningar skv. 7.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar nr. 554 frá 29. maí 2013

1706008

Kjör oddvita og varaoddvita, til 1. árs í senn.
Oddviti lýsti eftir tillögu um kjör oddvita.
ÁH tók til máls og lagði til að Björgvin Helgason yrði kjörinn oddviti.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lýsti eftir tillögu um kjör varaoddvita.
ÁH tók til máls og lagði til að Arnheiður Hjörleifsdóttir yrði kjörinn varaoddviti.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.42. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1706019

Fundargerð framlögð.
BÞ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

21.13. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1706018

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögur:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að taka tilboði frá Jóhanni og Helga ehf. í leiktæki á lóð Skýjaborgar og uppsetningu. Sveitarstjórn samþykkir einnig tillögu nefndarinnar um að taka tilboði Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar ehf. í jarðvegsvinnu á lóð Dropans/Skýjaborgar."
ÁH lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
ÁH tók að nýju sæti á fundinum.

22.Fræðslu- og skólanefnd - 138

1705005F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 138 Nefndin samþykkir reglunar og vísar til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gjaldskrá vegna almennrar útleigu hækki og verði kr. 60.000- fyrir hvern sólarhring, viðbótarsólarhringur verði kr. 15.000- og útleiga til starfsmanna verði kr. 15.000-. Að öðru leyti gildi viðmið núgildandi reglna. Gjaldskrárbreyting þessi taki gildi frá og með 1. ágúst nk."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 138 Nefndin samþykkir reglunar og vísar til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gjaldskrá verði kr. 3.500- pr. klst. fyrir veislur í anddyri og í íþróttasal. Útleiga á íþróttasal á opnunartíma verði kr. 3.500- pr. klst. og að útleiga á sundlaug fyrir utan hefðbundin opnunartíma Heiðarborgar verði kr. 25.000- með starfsmanni í 2 klst. Að öðru leyti gildi viðmið núgildandi reglna. Gjaldskrárbreyting þessi taki gildi frá og með 1. ágúst nk."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 138 Stefnan hefur tekið breytingum, nýtt skipurit, textabreyting og gildistími.
    Nefndin leggur skólastefnuna til samþykktar í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða skólastefnu fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 138 Nefndin samþykkir umbótaáætlunina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða umbótaáætlun sem unnin er á grundvelli bókunar 1 í kjarasamningi KÍ og Sambands ísl. sveitarfélaga."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar