Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 241
1705002F
Fundargerð framlögð.
2.Eystra-Miðfell - Rekstrarleyfi - Endurnýjun - Lnr. 222413 - Mhl.11 og 12
1705015
Erindi frá Sýslumannsembættinu á Vesturlandi, dagsett 10. maí 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins en felur sveitarstjóra að veita umsögn í samráði við byggingarfulltrúa, heilbrigðisnefnd og slökkviliðsstjóra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins en felur sveitarstjóra að veita umsögn í samráði við byggingarfulltrúa, heilbrigðisnefnd og slökkviliðsstjóra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Ósk frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar vegna starfsdaga í Skýjaborg 2017-2018.
1705014
Erindi frá formanni foreldrafélagsins.
DO tók til máls og upplýsti m.a. að á næsta fundi fræðslu- og skólanefndar muni erindið verða rætt í tengslum við skóladagatal Skýjaborgar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til skoðunar í fræðslu- og skólanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til skoðunar í fræðslu- og skólanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Starf skrifstofustjóra
1705012
Tillaga að ráðningu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Ásu Helgadóttur, sveitarstjórnarfulltrúa og Skúla Þórðarsyni, sveitarstjóra samþykkir sveitarstjórn að ráða Lindu Björk Pálsdóttur í starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Lindu Björk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Ásu Helgadóttur, sveitarstjórnarfulltrúa og Skúla Þórðarsyni, sveitarstjóra samþykkir sveitarstjórn að ráða Lindu Björk Pálsdóttur í starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Lindu Björk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.157. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.
1705021
Fundargerð framlögð.
6.Skýrsla sveitarstjóra.
1502013
Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Ása Helgadóttir og Hjördís Stefánsdóttir boðuðu forföll.