Fara í efni

Sveitarstjórn

239. fundur 11. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.

Ása Helgadóttir og Björgvin Helgason boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 238

1703005F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 136

1703008F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 136 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að óska eftir viðræðum um framlengingu á samningum um skólaakstur fyrir Heiðarskóla. Nefndin leggur jafnframt til að farið verði í endurskoðun á núgildandi samningum og að haldinn verði samráðsfundur með hlutaðeigandi aðilum. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela formanni fræðslu- og skólanefndar, sveitarstjóra og skólastjóra að taka upp viðræður við skólabílstjóra um framlengingu núgildandi samninga um skólaakstur".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umsóknir um stöðu skólastjóra - Skýjaborg.

1703038

Tillaga um ráðningu.
JS vakti athygli á vanhæfi sínu til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Varaoddviti bar mögulegt vanhæfi JS undir fundinn og var vanhæfi hennar samþykkt með 7 atkvæðum og vék þá JS af fundinum.
Varaoddviti leitaði afbrigða um að taka dagskrárliði nr. 3 og 4 til umræðu og afgreiðslu saman. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta ákvörðun um ráðningu í stöðu skólastjóra leikskólasviðs - Skýjaborg og ráðningu í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs - Heiðarskóla til næsta fundar".
DO tók til máls og lýsti yfir stuðningi við framlagða tillögu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
JS kemur inná fundinn að lokinni atkvæðagreiðslu í málum nr. 3. og nr. 4.

4.Umsóknir um stöðu skólastjóra - Heiðarskóli.

1703037

Tillaga um ráðningu.
JS vakti athygli á vanhæfi sínu til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Varaoddviti bar mögulegt vanhæfi JS undir fundinn og var vanhæfi hennar samþykkt með 7 atkvæðum og vék þá JS af fundinum.
Varaoddviti leitaði afbrigða um að taka dagskrárliði nr. 3 og 4 til umræðu og afgreiðslu saman. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta ákvörðun um ráðningu í stöðu skólastjóra leikskólasviðs - Skýjaborg og ráðningu í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs - Heiðarskóla til næsta fundar".
DO tók til máls og lýsti yfir stuðningi við framlagða tillögu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
JS kemur inná fundinn að lokinni atkvæðagreiðslu í málum nr. 3. og nr. 4.

5.Uppsögn á stafi húsvarðar í félagsheimilinu Fannahlíð.

1704005

Erindi frá Hannessínu Ásgeirsdóttur, húsverði Fannahlíðar.
Uppsagnarbréf Hannessínu Ásgeirsdóttur lagt fram. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Hannessínu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins."

6.Ósk um fjárheimild vegna stefnumótunarfundar - Viðauki.

1704007

Erindi frá sveitarstjóra.
Sveitarstjóri kynnti framlagða tillögu sína.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt erindi sveitarstjóra um fjárheimild vegna stefnumótunarfundar sem haldinn var þann 1. apríl sl. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi viðauka nr. 2 vegna erindisins:
Viðauki 2: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að færa kr. 1.100.000- af óvissum útgjöldum 21085 yfir á sveitarstjórn 21001 og á eftirfarandi bókhaldslykla: 1610: 191.000- kr. : 1810: 13.000- kr. : 1820: 15.000- kr. : 1830: 1.000 kr.: 4390: 850.000- kr. : 4980: 30.000- kr."
Tillagan ásamt framlögðum viðauka borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Verklagsreglur um umsóknir um gistirekstur í Hvalfjarðarsveit.

1704008

Tillaga frá sveitarstjóra.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu frá sveitarstjóra um að honum og byggingarfulltrúa verði falið að leggja drög að verklagsreglum um gistirekstur í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ums. beiðni rekstrarleyfi-Eyrarskógur 38.

1703006

Áður frestað.
AH vakti athygli á vanhæfi sínu vegna umfjöllunar og afgreiðslu þessa dagskrárliðar svo og 9. dagskrárliðar.
BÞ vakti athygli á vanhæfi sínu vegna umfjöllunar og afgreiðslu þessa dagskrárliðar svo og 9. dagskrárliðar.
AH og BÞ óskuðu eftir því að sveitarstjórn tæki afstöðu til hæfis þeirra. Sveitarstjórn samþykkti vanhæfi þeirra með 7 atkvæðum og véku þá AH og BÞ af fundinum.
Tók þá SGÁ við stjórn fundarins undir dagskrárliðum nr. 8 og nr. 9, þar sem hann hefur lengstu setu sem fulltrúi í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
SGÁ bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu umsagnar þar sem leiðbeining frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er væntanleg. Sveitarstjóra falið að óska eftir lengri frest til umsagnar frá sýslumanninum á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.

9.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Frá sveitarstjóra.
SGÁ lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur farið yfir gögn málsins og telur að umsagnir sem veittar voru árin 2014 og 2015 vegna umsókna um útgáfu rekstrarleyfa hafi ekki verið teknar á formlega réttan hátt auk þess sem óvíst sé að þær hafi verið efnislega réttar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þessum upplýsingum til sýslumannsins á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
AH og BÞ koma inná fundinn að lokinni atkvæðagreiðslu í málum nr. 8. og nr. 9.

10.Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2017.

1704004

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt.

11.36. 37. og 39. fundir menningar- og safnanefndar.

1703045

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

12.848. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1704006

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar