Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
1.Beiðni um álit v/ uppsetningar mælistöðvar í Melahverfi.
1611008
Svar frá Umhverfisstofnun.
Fram lögð umsögn Umhverfisstofnunar við fyrirspurnum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um loftgæðamælistöðvar í Stekkjarási og Melahverfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu loftgæðamælistöðvar utan á stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa að annast samskipti við hlutaðeigandi vegna uppsetningarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu loftgæðamælistöðvar utan á stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa að annast samskipti við hlutaðeigandi vegna uppsetningarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.Skýrsla sveitarstjóra.
1502013
Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.
3.148. - 155. fundir stjórnar Faxaflóahafna sf.
1703031
Ársreikningur Faxaflóahafna 2016 lagður fram.
Fundargerðir og ársreikningur 2016 lagður fram til kynningar.
4.86. og 87. fundir Sorpurðunar Vesturlands.
1703020
Grænt bókhald og ársreikningur liggja frammi.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
5.Háimelur - Lóðarúthlutanir - Reglur og gatnagerðargjöld
1703027
Auglýsing til kynningar.
Drög að auglýsingu um úthlutun lóða í Melahverfi lögð fram til kynningar.
6.Aðalfundaboð Spalar ehf. og Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.
1703013
Skýrsla stjórnar og ársreikningar 2016 liggja frammi.
Gögn frá aðalfundi lögð fram til kynningar.
7.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands.
1703010
Dagskrá aðalfundar.
Dagskrá aðalfundar lögð fram til kynningar.
8.Rekstraryfirlit janúar 2017.
1703029
Erindi frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt
9.Fjölgun manna í slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
1703033
Afrit af bréfi slökkviliðsstjóra til Akraneskaupsstaðar.
Bréf slökkviliðsstjóra lagt fram.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir orð slökkviliðsstjóra um að tímabært sé að huga að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Framlögð bókun samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir orð slökkviliðsstjóra um að tímabært sé að huga að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Framlögð bókun samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Sveitarstjórn - 237
1703003F
Fundargerð framlögð.
11.Ósk um aukið stöðuhlutfall.
1702045
Ítrekun frá Hönnu Ásgeirsdóttur vegna fyrra bréfs.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra í samvinnu við menningar- og atvinnuþróunarnefnd að taka til skoðunar rekstur og fyrirkomulag húsvörslu í félagsheimilum sveitarfélagsins. Vegna þessa getur sveitarstjórn ekki orðið við erindinu að svo stöddu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra í samvinnu við menningar- og atvinnuþróunarnefnd að taka til skoðunar rekstur og fyrirkomulag húsvörslu í félagsheimilum sveitarfélagsins. Vegna þessa getur sveitarstjórn ekki orðið við erindinu að svo stöddu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Aðalfundarboð Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi.
1703034
Fundurinn verður haldinn 29. mars 2017, kl. 10:15 á Hótel Hamri í Borgarnesi.
Aðalfundarboð lagt fram til kynningar.
13.Skólaakstur - samningar.
1703030
Tillaga frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela fræðslu- og skólanefnd að fara yfir verksamninga um skólaakstur og útboðsgögn v/ skólaaksturs frá árinu 2014 og leggja mat á hvort bjóða skuli skólaakstur út að nýju eða framlengja samningum skv. heimild í gildandi samningum. Fræðslu- og skólanefnd leggi mat sitt og tillögu þar um fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela fræðslu- og skólanefnd að fara yfir verksamninga um skólaakstur og útboðsgögn v/ skólaaksturs frá árinu 2014 og leggja mat á hvort bjóða skuli skólaakstur út að nýju eða framlengja samningum skv. heimild í gildandi samningum. Fræðslu- og skólanefnd leggi mat sitt og tillögu þar um fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14.Reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit - Breyting 2017
1703028
Tillaga frá byggingarfulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15.Ums. beiðni rekstrarleyfi-Eyrarskógur 38.
1703006
Frestað á síðasta fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins meðan aflað er frekari upplýsinga vegna málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins meðan aflað er frekari upplýsinga vegna málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
16.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2016.
1703011
Síðari umræða.
Oddviti lagði Ársreikning Hvalfjarðarsveitar 2016 fram til síðari umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn ásamt eftirfarandi bókun:
"Rekstrarhagnaður ársins 2016 nam 6,5 millj. kr. Tekjur ársins námu 713,2
millj. kr. og voru um 17,5 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrargjöld námu 711,9 millj. kr. og hækkuðu um 30,8 millj. kr. frá árinu
2015. Til fræðslumála, sem er langstærsti málaflokkurinn, var varið 444,5
millj. kr. sem er 65,4% af skatttekjum. Veltufé frá rekstri nam 54,3 millj.
kr. og veltufjárhlutfall var 0,48. Heildarfjárfesting ársins nam 124,9 millj. kr.
og handbært fé í árslok var 1,9 millj. kr.
Megin niðurstaða efnahagsreiknings er að fastafjármunir nema 2.351
millj. kr. og eignir samtals 2.349 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar nema
samtals 349 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins var í árslok 2.062 millj. kr."
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Að lokinni afgreiðslu undirrituðu sveitarstjórnarmenn framlagðan ársreikning.
Þá lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu:
Í tengslum við afgreiðslu ársreiknings 2016 samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að taka saman greinargerð með skýringum á þeim málaflokkum sem voru með meira en 3% neikvætt frávik í samanburði við áætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Rekstrarhagnaður ársins 2016 nam 6,5 millj. kr. Tekjur ársins námu 713,2
millj. kr. og voru um 17,5 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrargjöld námu 711,9 millj. kr. og hækkuðu um 30,8 millj. kr. frá árinu
2015. Til fræðslumála, sem er langstærsti málaflokkurinn, var varið 444,5
millj. kr. sem er 65,4% af skatttekjum. Veltufé frá rekstri nam 54,3 millj.
kr. og veltufjárhlutfall var 0,48. Heildarfjárfesting ársins nam 124,9 millj. kr.
og handbært fé í árslok var 1,9 millj. kr.
Megin niðurstaða efnahagsreiknings er að fastafjármunir nema 2.351
millj. kr. og eignir samtals 2.349 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar nema
samtals 349 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins var í árslok 2.062 millj. kr."
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Að lokinni afgreiðslu undirrituðu sveitarstjórnarmenn framlagðan ársreikning.
Þá lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu:
Í tengslum við afgreiðslu ársreiknings 2016 samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að taka saman greinargerð með skýringum á þeim málaflokkum sem voru með meira en 3% neikvætt frávik í samanburði við áætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
17.Fjölskyldunefnd - 60
1703002F
Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
-
Fjölskyldunefnd - 60 Á 59. fundi fjölskyldunefndar þann 1. mars sl. voru lögð fram drög að reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning. Farið var yfir drögin og lagðar fram tillögur til breytinga sem félagsmálastjóra var falið að vinna áfram.
Nefndin tók reglurnar fyrir að nýju. Ennfremur voru lögð fram umsóknareyðublöð vegna reglna Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til umræðu og afgreiðslu í sveitastjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
18.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 76
1703007F
Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.