Fara í efni

Sveitarstjórn

237. fundur 14. mars 2017 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Oddviti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá fundarins mál nr. 1703015, umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis) 106. mál.

1.Sveitarstjórn - 235

1702005F

Fundargerð framlögð.

2.Sveitarstjórn - 236

1703001F

Fundargerð framlögð.
DO, ÁH og oddviti tóku til máls og færðu þakkir til fulltrúa í fræðslu- og skólanefnd vegna vinnu við endurskoðun stjórnskipulags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Sömu aðilar þökkuðu fráfarandi fjármálastjóra fyrir vel unnin störf.
Þá bauð DO nýráðin frístundafulltrúa velkomna til starfa.

3.Fjölskyldunefnd - 59

1702004F

Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

4.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2016.

1703011

Fyrri umræða.
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2016.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi Hvalfjarðarsveitar 2016 til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 28. mars nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ums. beiðni rekstrarleyfi-Eyrarskógur 38.

1703006

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dagsett 8. mars 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu umsagnarinnar til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

1703009

Fundurinn fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 29. mars 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Ása Helgadóttir og Stefán G. Ármannsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum og Daníel A. Ottesen og Arnheiður Hjörleifsdóttir til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands.

1703010

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2017 kl. 13:00 á Hótel Hamri.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Ása Helgadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og Arnheiður Hjörleifsdóttir til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Aðalfundaboð Spalar ehf. og Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

1703013

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 17. mars 2017 kl. 11:00 á Gamla Kaupfélaginu, Akranesi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Stefán G. Ármannsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Daníel A. Ottesen til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

1703007

Aðalfundurinn verður haldinn föstudaginn 24. mars 2017, kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Skúli Þórðarson, sveitarstjóri, verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Söluverðmat á fasteignum í eigu Hvalfjaðrarsveitar.

1703014

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fá mat fasteignasala á mögulegu söluvirði eftirtalinna fasteigna sveitarfélagsins: Félagsheimilinu Fannahlíð, Félagsheimilinu Hlöðum og Félagsheimilinu Miðgarði. Jafnframt verði fengið söluverðmat á landi í eigu sveitarfélagsins á mörkum Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis) 106. mál.

1703015

Erindi frá Alþingi, dagsett 3. mars 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hvetja alþingsmenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi.
Frumvarpið fer beinlínis gegn þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum árum í því að minnka neyslu unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum og því markmiði stjórnvalda í áfengis- og vímuvörum að draga úr áfengisneyslu landsmanna. Frumvarpið er því mikil afturför í forvarnar- og lýðheilsumálum hér á landi, en aukið aðgengi að áfengi stuðlar hvorki að bættri lýðheilsu né heilbrigði landsmanna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Styrktarsjóður EBÍ 2017.

1703008

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands.
Bréf EBÍ lagt fram til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa umsókn vegna skráningar örnefna í sveitarfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Boðun XXXI. landsþings sambandsins.

1702040

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bréf lagt farm til kynningar.
Björgvin Helgason, oddviti, er fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á landsþinginu og Arnheiður Hjörleifsdóttir til vara.

14.847. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1703012

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar