Fara í efni

Sveitarstjórn

234. fundur 14. febrúar 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Hjördís Stefánsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 233

1701003F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 133

1702001F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016.

1702011

Erindi frá fjármálastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 15 vegna ársins 2016 þ.e. að færa fjármuni vegna fjárhagsáætlunar ársins 2016 af sameiginlegum kostnaði leik- og grunnskóla 04020 alls kr. 39.654.000- yfir á leikskóla 04012 kr. 7.011.000-, launakostnaður 04021 kr. 20.846.000- og grunnskóla 04022 kr. 11.797.000-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Endurskoðun samninga við Fjölís.

1702001

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samningur frá Fjölís.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra umboð til að ganga frá samkomulagi við Fjölís á grundvelli fyrirliggjandi gagna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Leigutekjur af Heiðarborg og Heiðarskóla.

1702007

Erindi frá skólastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skólastjóri Heiðarskóla hafi heimild til að ráðstafa sértekjum af útleigu Heiðarskóla og Heiðarborgar til áhalda- og búnaðarkaupa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Aðild að bókasafnskerfinu Gegni - samningur.

1702010

Frá Landskerfum bókasafna hf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sveitarfélagið gerist aðili að bókasafnskerfinu Gegni. Um er að ræða kaup á hlutafé í Landskerfi bókasafna hf. alls 164.929 hluti að fjárhæð kr. 329.858-. Sveitarstjórn samþykkir einnig fyrirliggjandi samkomulag um þjónustu vegna bókasafnskerfisins. Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir útgjöldum vegna þessa verkefnis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Sorpmál.

1702012

Undirbúningur vegna útboðs á sorphirðu í Hvalfjarðarsveit.
Fyrir liggur að samningur við Íslenska Gámafélagið, vegna sorphirðu í Hvalfjarðarsveit rennur út 31. ágúst 2017. Nauðsynlegt er að hefja undirbúning vegna útboðs á sorphreinsun í sveitarfélaginu, enda verkefnið nokkuð að umfangi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við USN-nefnd að hefja undirbúning verkefnisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Varðar brot á starfsleyfi þauleldisbús á Melum.

1609023

Bréf frá landeigendum Melaleitis til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og svar frá Matvælastofnun.
Bréf lagt fram til kynningar.

9.845. og 846. fundir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1702008

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

10.71. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1702009

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar