Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 227
1610001F
Fundargerð framlögð.
2.Fundur kjörstjórnar, 20. október 2016.
1610028
Fundargerð framlögð.
3.11. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
1610029
Fundargerð framlögð.
4.Fjárhagsáætlun 2017-2020.
1609013
Fyrri umræða.
Skúli Þórðarson sveitarstjóri fór yfir og kynnti greinargerð sína í tengslum við framlagningu fjárhagsáætlunar 2017-2020.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017-2020 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017-2020 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2016.
1610009
Alls bárust 14 umsóknir í styrktarsjóðinn.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita eftirtöldum aðilum styrki úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
Ástu Marý Stefánsdóttur ofl. vegna jólatónleika í Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð kr. 50.000-
Fimleikafélagi Akraness vegna búnaðarkaupa kr. 80.000-
Landbúnaðarháskóla Íslands vegna landslagsgreiningar í Hvalfjarðarsveit kr. 50.000-
Skógræktarfélagi Akraness vegna skógræktar í Slögu kr. 50.000-
Skógræktarfélagi Skilmannahrepps vegna umhirðu á skógræktarreit kr. 150.000-
Skógarmönnum KFUM vegna nýbyggingar Birkiskála kr. 100.000-
Stígamótum vegna starfssemi kr. 35.000-
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar vegna fræðslu og forvarna kr. 75.000-
Alls úthlutað kr. 590.000-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
HS situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
SGÁ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita eftirtöldum aðilum styrki úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
Ástu Marý Stefánsdóttur ofl. vegna jólatónleika í Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð kr. 50.000-
Fimleikafélagi Akraness vegna búnaðarkaupa kr. 80.000-
Landbúnaðarháskóla Íslands vegna landslagsgreiningar í Hvalfjarðarsveit kr. 50.000-
Skógræktarfélagi Akraness vegna skógræktar í Slögu kr. 50.000-
Skógræktarfélagi Skilmannahrepps vegna umhirðu á skógræktarreit kr. 150.000-
Skógarmönnum KFUM vegna nýbyggingar Birkiskála kr. 100.000-
Stígamótum vegna starfssemi kr. 35.000-
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar vegna fræðslu og forvarna kr. 75.000-
Alls úthlutað kr. 590.000-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
HS situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
SGÁ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
6.Beiðni um fjármögnun að hluta til við byggingu reiðhallar.
1610026
Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslunni en felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslunni en felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Starfsmannamál.
1608018
Trúnaðarmál - frá sveitarstjóra.
Bókað í trúnaðarbók.
8.138. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
1610027
Fundargerð framlögð.
9.126. fundur stjórnar SSV.
1610030
Fundargerð framlögð.
10.66. og 67. fundir Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, ásamt árshlutarreikningi.
1610031
Fundargerðir framlagðar.
Fundi slitið - kl. 18:00.