Sveitarstjórn
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 8 fyrst á dagskrá. Samþykkt. Aðalbókari (EJ) sat fundinn undir lið 8. Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 2. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.
1.Lagabreytingar sem snerta sveitarfélögin.
1212040
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. desember. Þegar sent oddvita, skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt.
2.110. og 111. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.
1301004
Fundargerðirnar framlagðar.
3.802. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1212044
Fundargerðin liggur frammi. Sjá á slóð www.samband.is/media/fundargerdir-stjornar/fundargerd_802.pdf
Fundargerðin framlögð
4.71. fundur Menningarráðs Vesturlands.
1212039
Fundargerðin framlögð
5.19. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
1212034
Fundargerðin framlögð
6.104. fundur Faxaflóahafna sf.
1212042
HV spurðist fyrir um lið 7. samstarf við LBHÍ. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn. Fundargerðin framlögð
7.Athugasemdir við deiliskipulag, athafna-, hafnar- og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Vestursvæðis.
1211047
Bréf frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur dagsett 10. desember 2012.
SSJ lagði til að fela sveitarstjóra, oddvita og formanni USN nefnd að funda með bréfritara. Tillagan samþykkt samhljóða.
8.Stjórnsýslukæra Guðmundar Ágústs Gunnarssonar.
1209046
Tilkynning frá innanríkisráðuneytinu að fyrirsjáanlegt er að vegna mikilla anna í ráðuneytinu mun uppkvaðning úrskurðar tefjast.
Erindið framlagt
9.Úttekt á brunavörnum á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.
1212006
Afgreiðsla frá fundi bæjarráðs Akraness.
Lagt fram.
10.Til umsagnar frumvarp til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál.
1212035
Frá Alþingi, dagsett 7. desember 2012. Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt
11.Sveitarstjórn - 139
1212001F
Sveitarstjóri fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð
12.Kauptilboð í hlutabréf í Hótel Borgarnesi.
1212016
Afsal fyrir hlut í hlutafélaginu.
Erindið framlagt
13.Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk jöfnunarsjóðs), 291. mál.
1212036
Frá Alþingi, dagsett 7. desember 2012. Þegar sent sveitarstjórn, fjármálastjóra og aðalbókara Hvalfjarðarsveitar. A) Frumvarpið. B) Umsögn um frumvarpið frá Hvalfjarðarsveit og 4 öðrum sveitarfélögum.
Sveitarstjóri fór yfir erindið. HV ræddi og lagði til að veita sveitarstjóra heimild til þess að vinna áfram að málinu með sveitarfélögunum fimm. SAF ræddi erindið og tekur undir að veita heimildina. Ræddi flutning málefna aldraðra og fatlaðra frá riki til sveitarfélaga. Fundarhlé, að afloknu hléi. Bókun; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill benda Alþingi á að til siðs er að afgreiða ekki mál fyrr en athugasemdafrestur er liðinn. Einnig bendir sveitarstjórn á að á sínum tíma samþykktu öll sveitarfélög í landinu að taka við málefnum grunnskólans. Nú hefur ríkið breytt ákveðnum forsendum þess samkomulags gagnvart sumum sveitarfélögum landsins og ekki öðrum. Það hlýtur að hafa áhrif á vilja sveitarfélaga til að taka að sér frekari verkefni frá ríkinu í framtíðinni.
Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.
Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.
14.Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2012.
1301003
EJ fór yfir yfirlitið. Erindið framlagt.
15.Sala eigna
1211058
Tilboð frá Fasteignamiðlun Vesturlands fyrir Latona Asset Management í eldra skólahúsnæði Heiðarskóla.
Sveitarstjóri óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi, felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og afla frekari upplýsinga til samræmis við umræðu í fundarhléi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
16.Alifuglabúið Fögrubrekku - Eigendaskipti og framlenging starfsleyfis til 1/7/13.
1301001
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 2. janúar 2013.
SSJ ræddi erindið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd og fellst á að veita leyfið í 6 mán. Tillagan samþykkt 7-0.
17.Land undir gagnaver og annan léttan umhverfisvænan iðnað í landi Eystra-Miðfells og Kalastaðakots.
1211025
Samantekt sveitarstjóra.
Sveitarstjóri fór yfir erindið. SSJ ræddi erindið og tekur undir bókun USN nefndar að málsaðilar kynni málið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar. SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið og bendir á bókun USN nefndar. SSJ ræddi erindið og leggur til að Borealis kynni erindið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
18.Mannauðsstefna.
1102017
Mannauðsstefna DRÖG.
Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði stefnunnar. HV ræddi hvort stefnan hafi fengið kynningu í nefndum. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH gerði grein fyrir að stefnan hafi ekki fengið kynningu í fræðslu- og skólanefnd. SAF fagnaði drögunum.
Tillaga um að vísa stefnunni til kynningar í fastanefndum á vegum sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Tillaga um að vísa stefnunni til kynningar í fastanefndum á vegum sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
19.95. fundur fræðslu- og skólanefndar.
1212007
Frestað á 139. fundi sveitarstjórnar.
ÁH fór yfir erindið. SAF ræddi tillöguna og að farið væri eftir útreikningum um barngildi. Tillaga að viðmiðum um útreikning barngilda/stöðugilda í leikskólanum og afgreiðsla undanþágubeiðna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
20.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 18
1212003F
HHK fór yfir fundargerðina. LJ fór yfir svarbréf til AH varðandi lið 2 í fundargerðinni. SAF fór yfir bókun í lið 2, bókun varðandi fráveitumál. BH ræddi fundarritun sb. lið 1211030. LJ ræddi fundarritun að staðarnöfn komi fram. Fundargerðin framlögð.
- 20.2 1202051 Deiliskipulag, athafna, hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga - vestursvæði.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 18 Svör við innsendum athugasemdum:
Bréfritari
Þórarinn Jónsson,
Hálsi 1,
276 Kjósarhreppur
Jón Gíslason,
Baulubrekku
276, Kjósarhreppi
Athugasemdir í bréfi, dags. 15. nóv. sl., móttekið 19. nóv. sl.
1.
Athugasemd um að ekki sé gerð krafa í deiliskipulagi um starfsleyfi vegna losunar í landfyllingu hafnarinnar
-
Athugasemdin er óljós um hvort átt er almennt við landfyllingu við hafnarbakka með burðarhæfu efni, eða hvort átt er við losun í flæðigryfjur.
-
Landfylling á hafnarsvæði, sem fjallað er um í deiliskipulagstillögunni, á sér stoð í aðalskipulagi. Skipulagsstofnun hefur fjallað um landfyllinguna skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og ákvarðað að hún sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða stækkun á hafnarbakka sem hefur í för með sér rösklega 10 ha landfyllingu. Gert er ráð fyrir að landfyllingin verði að mestu leyti gerð með efni sem falli til við landmótun, formun lóða og gatnagerð innan iðnaðarsvæðis ofan við fyrirhugaða höfn. Umfram efni verði tekið úr námum í sjó eða á landi. Um er að ræða burðarhæf efni sem eru vel til þess fallin að nota í uppbyggingu hafnarbakkans. Virkt eftirlit er með því hverju sinni að óæskileg efni verði ekki losuð í landfyllinguna. Þessi framkvæmd er ekki háð starfsleyfi.
-
Umhverfisstofnun hefur tilkynnt að gefa skuli út starfsleyfi fyrir flæði- og kerbrotagryfjur við Grundartanga. Umræddar gryfjur eru innan þess svæðis sem deiliskipulagstillagan nær yfir. Það er hins vegar ekki hlutverk deiliskipulagstillögunnar að fjalla um starfsleyfi. Þess vegna er það ekki gert.
2.
Athugasemd um að ekki sé fjallað um fráveitumál svæðisins í deiliskipulaginu
-
Lagt er til að tekið sé tillit til athugasemdarinnar og eftirfarandi texta bætt við skilmála deiliskipulagsins: ?Öllum fyrirtækjum á deiliskipulagssvæðinu verður gert að veita skólpi í rotþrær að teknu tilliti til stærðar og starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Ofanvatni verður veitt til sjávar með aðallögn.?
3.
Athugasemd um skort á viðbragðsáætlun í deiliskipulagi ef í ljós kemur að þynningarsvæði er rangt skilgreint og/eða skipulagið veldur skaða utan þynningarsvæðis
-
Ákvörðun um skilgreiningu þynningarsvæðis vegna mengunar á skipulagssvæði er ekki í höndum sveitarfélagsins. Skilgreint þynningarsvæði nær yfir skipulagssvæði deiliskipulagsins. Deiliskipulagið er ekki réttur vettvangur til að fjalla um viðbragðsáætlanir vegna rangs skilgreinds þynningarsvæðis eða vegna skaða sem kann að hljótast utan þynningarsvæðis.
4.
Athugasemd um að lýsingu og áætlun skorti í deiliskipulagi um hvernig draga eigi úr flúormengun
-
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á fjölbreytilegt og öflugt atvinnulíf sem laðar að fyrirtæki og nýja starfsemi, auk þess sem getið er um það meginmarkmið að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi með aðgerðum sem tryggja góð starfsskilyrði fyrir frumkvöðla. Í aðal- og deiliskipulagi er sú stefnumörkun að draga úr flúormengun á svæðinu eins og kostur er. Að mati sveitarfélagsins felst engin þversögn í því að stuðla jöfnum höndum að atvinnuuppbyggingu og vörnum gegn mengun. Til þess ber að líta að deiliskipulagstillagan ráðgerir á iðnaðarsvæði lítt mengandi iðnaðarstarfsemi, svo sem ýmis konar endur- og úrvinnslu, svo og aðra atvinnustarfsemi á hafnar- og athafnasvæðum þar sem lítil hætta er á mengun. Í deiliskipulagstillögunni er ekki gert ráð fyrir aukinni flúorlosandi starfsemi á svæðinu. Sú spurning hvernig draga megi úr losun flúors snýr fyrst og fremst að starfsemi Norðuráls og mengunarvörnum þess. Starfsemi álvers Norðuráls er háð starfsleyfi og um það er ekki fjallað í þessari tillögu.
5.
Athugasemd um að ásýnd skipulagssvæðis sé einungis milduð frá þjóðvegi en ekki sjó
-
Samkvæmt aðalskipulagi skal stuðla að bættri ásýnd hafnarsvæðis frá þjóðvegi og nálægðri byggð. Í því skyni er gert ráð fyrir hljóðmön næst þjóðvegi, svo og sunnan Sjónarholtsvegar að landamerkjum Klafastaða og Galtalækjar. Með hliðsjón af deiliskipulagstillögum um uppbyggingu og stækkun hafnarbakka er óhægt um vik að koma þar fyrir mön í því skyni að milda ásýnd skipulagssvæðis frá sjó og sunnanverðum firðinum.
6.
Athugasemd um skort á skilgreiningu í deiliskipulagi hvers konar starfsemi hafi í för með sér ?veruleg umhverfisáhrif? vegna iðnaðarsvæðis
-
Í tillögu deiliskipulagsins er ekki gert ráð fyrir starfsemi sem líkleg er til að hafa veruleg umhverfisáhrif í för með sér. Í dæmaskyni er í tillögunni nefndur þungaiðnaður, svo sem álbræðsla, kísiljárnbræðla o.þ.h. sem ekki verður heimil innan deiliskipulagssvæðisins. Aukinheldur er fjallað um umsóknarferli, vaktanir, mótvægisaðgerðir, upplýsingaöflun, umsagnir Umhverfisstofnunar o.fl. í því skyni að fyrirbyggja starfsemi á svæðinu sem hefur í för með sér veruleg eða umtalsverð umhverfisáhrif. Með þessu móti er leitast við að fyrirbyggja, að starfsemi skjóti rótum á svæðinu sem hefur umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Um skilgreiningu á hugtakinu umtalsverð umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögu er nærtækt að hafa til hliðsjónar skilgreiningu hugtaksins í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: ?Veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum?. Það athugast að ekki er unnt að tilgreina með tæmandi hætti í deiliskipulagstillögu alla starfsemi sem telst hafa í för með sér veruleg umhverfisáhrif. Því er sá kostur talinn fýsilegri að viðhafa vandaða meðferð umsóknar um starfsemi, eftir atvikum í samráði við Umhverfisstofnun, sem getið er um að framan, til að stuðla að markmiðum deiliskipulagsins, að starfsemi þrífist á iðnaðarsvæðinu, sem er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Það athugast að skilgreint iðnaðarsvæði samkvæmt deiliskipulagstillögu er einungis 7 ha.
7.
Athugasemd um skort á úrræðum í deiliskipulagi ef kvartanir berast vegna ljósmengunar
-
Í deiliskipulagstillögu kemur fram að ljósanotkun á hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðum, skuli takmarkast við nauðsynlegan öryggisbúnað. Þá skuli ljósgjafi vera hulinn eins og kostur er og raflýsing miði að mestu leyti við öryggissvæði. Þannig er leitast við að draga úr áhrifum ljósmengunar.
8.
Athugasemd um áhrif deiliskipulags á aðliggjandi sveitarfélög
-
Tillaga að deiliskipulagi tekur ekki til svæðis sem er aðliggjandi mörkum annars sveitarfélags. Því var deiliskipulagstillagan ekki kynnt fyrir öðru sveitarfélagi með vísan til 41. gr. skipulagslaga.
Bréfritari
Sigurbjörn Hjaltason
Kiðafell 2,
276 Kjósarhreppur
Athugasemdir í bréfi, dags. 15. nóv. sl., móttekið 19. nóv. sl.
1.
Athugasemd um að ekki sé gerð krafa í deiliskipulagi um starfsleysi vegna losunar í landfyllingu hafnarinnar
-
Athugasemdin er óljós um hvort átt er almennt við landfyllingu við hafnarbakka með burðarhæfu efni, eða hvort átt er við losun í flæðigryfjur.
-
Landfylling á hafnarsvæði, sem fjallað er um í deiliskipulagstillögunni, á sér stoð í aðalskipulagi. Skipulagsstofnun hefur fjallað um landfyllinguna skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og ákvarðað að hún sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða stækkun á hafnarbakka sem hefur í för með sér rösklega 10 ha landfyllingu. Gert er ráð fyrir að landfyllingin verði að mestu leyti gerð með efni sem falli til við landmótun, formun lóða og gatnagerð innan iðnaðarsvæðis ofan við fyrirhugaða höfn. Umfram efni verði tekið úr námum í sjó eða á landi. Um er að ræða burðarhæf efni sem eru vel til þess fallin að nota í uppbyggingu hafnarbakkans. Virkt eftirlit er með því hverju sinni að óæskileg efni verði ekki losuð í landfyllinguna. Þessi framkvæmd er ekki háð starfsleyfi.
-
Umhverfisstofnun hefur tilkynnt að gefa skuli út starfsleyfi fyrir flæði- og kerbrotagryfjur við Grundartanga. Umræddar gryfjur eru innan þess svæðis sem deiliskipulagstillagan nær yfir. Það er hins vegar ekki hlutverk deiliskipulagstillögunnar að fjalla um starfsleyfi. Þess vegna er það ekki gert.
2.
Athugasemd um að ásýnd skipulagssvæðis sé einungis milduð frá þjóðvegi en ekki sunnanverðum firðinum
-
Samkvæmt aðalskipulagi skal stuðla að bættri ásýnd hafnarsvæðis frá þjóðvegi og nálægðri byggð. Í því skyni er gert ráð fyrir hljóðmön næst þjóðvegi, svo og sunnan Sjónarholtsvegar að landamerkjum Klafastaða og Galtalækjar. Með hliðsjón af deiliskipulagstillögum um uppbyggingu og stækkun hafnarbakka er óhægt um vik að koma þar fyrir mön í því skyni að milda ásýnd skipulagssvæðis frá sjó og sunnanverðum firðinum.
3.
Athugasemd um að ekki sé fjallað um í deiliskipulagi hvernig markmiðum um að draga úr ljósmengun verði náð og hver skuli sjá til þess
-
Í deiliskipulagstillögu kemur fram að ljósanotkun á hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðum, skuli takmarkast við nauðsynlegan öryggisbúnað. Þá skuli ljósgjafi vera hulinn eins og kostur er og raflýsing miði að mestu leyti við öryggissvæði. Þannig er leitast við að draga úr áhrifum ljósmengunar.
4.
Athugasemd um að ekki sé fjallað um fráveitumál svæðisins í deiliskipulagi
-
Lagt er til að tekið sé tillit til athugasemdarinnar og eftirfarandi texta bætt við skilmála deiliskipulagsins: ?Öllum fyrirtækjum á deiliskipulagssvæðinu verður gert að veita skólpi í rotþrær að teknu tilliti til stærðar og starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Ofanvatni verður veitt til sjávar með aðallögn.?
5.
Athugasemd um að ekki sé gerð grein fyrir vöktunaráætlun í deiliskipulagi varðandi tiltekna umhverfisþætti og mótvægisaðgerðir
-
Í aðalskipulagi kemur fram sú stefnumörkun að mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa umhverfisþátta, svo og vöktunaráætlun viðkomandi umhverfisþátta skuli gerð skil í deiluskipulagi. Á litlum hluta deiliskipulagssvæðisins verður iðnaðarstarfsemi heimil. Um þetta er fjallað í deiliskipulagstillögunni, eftir því sem efni eru til, einkum varðandi flæðigryfjur og hljóðmön við þjóðveg. Árétta skal að ekki er talið líklegt að umhverfisáhrif deiliskipulagsins verði umtalsverð. Í deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum og vöktun til að stemma stigu við óafturkræfum spjöllum á umhverfið.
6.
Athugasemd um að ekki sé gerð grein fyrir orku- og vatnsöflun á deiliskipulagssvæðinu
-
Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar sf. sem er í eigu Faxaflóahafna og sveitarfélagsins hefur samið við Elkem Ísland um samstarf í vatnsveitumálum fyrir skipulagssvæðið. Með notkun dælubúnaðar verður vatnsþörf svæðisins tryggð. Raforka á svæðið kemur frá tengivirki í Brennimel. Vatnsveita og raforkuvirki er hvort tveggja utan deiliskipulagssvæðis og því er ekki þörf á að fjalla um efnið í deiliskipulagstillögum.
Bréfritari
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
Kúludalsá 1
301 Akranesi
Athugasemdir í bréfi, dags. 15. nóv. sl., móttekið 16. nóv. sl.
1.
Athugasemd um að sveitarfélagið geti ekki siðferðilega séð staðið að frekari skipulagssamþykktum fyrir svæði sem nær yfir mengandi iðnað.
2.
Ábending um að nýsköpun í atvinnurekstri við Hvalfjörð eigi undir högg að sækja vegna neikvæðra áhrifa frá iðjuverunum við Grundartanga.
3.
Áskorun til sveitarstjórnar um að fylgjast betur með mengunarvanda vegna iðjuveranna og samþykkja ekki skipulagstillögur tengdar mengandi starfsemi, að svo komnu máli.
4.
Boð um að kynna fyrir sveitarstjórn niðurstöður nokkurra mælinga er gerðar hafa verið á viðurkenndum rannsóknarstofum á lífsýnum hrossa frá Kúludalsá, sem benda til þess að þynningarsvæði fyrir flúor standist ekki mengunarálag.
-
Athugasemdir bréfritara kalla ekki á efnisleg svör um deiliskipulagið.
Bréfritari
Þórarinn Jónsson formaður f.h.
Umhverfisvaktar við Hvalfjörð
Kúludalsá 1
301 Akranesi
Athugasemdir í bréfi, ódags., móttekið 16. nóv. sl.
1.
Athugasemd um áhrif deiliskipulags á aðliggjandi sveitarfélög
-
Tillaga að deiliskipulagi tekur ekki til svæðis sem er aðliggjandi mörkum annars sveitarfélags. Því var deiliskipulagstillagan ekki kynnt fyrir öðru sveitarfélagi með vísan til 41. gr. skipulagslaga.
2.
Athugasemd um að einungis sé gert ráð fyrir hljóðmön vestan megin athafnasvæðis
-
Samkvæmt aðalskipulagi skal stuðla að bættri ásýnd hafnarsvæðis frá þjóðvegi og nálægðri byggð. Í því skyni er gert ráð fyrir hljóðmön næst þjóðvegi, svo og sunnan Sjónarholtsvegar að landamerkjum Klafastaða og Galtalækjar. Með hliðsjón af deiliskipulagstillögum um uppbyggingu og stækkun hafnarbakka er óhægt um vik að koma þar fyrir mön í því skyni að milda ásýnd skipulagssvæðis frá sjó og sunnanverðum firðinum.
3.
Athugasemd um hvernig það að auka við flúorlosandi starfsemi á skipulagssvæði samræmist því markmiði deiliskipulags að draga úr flúormengun.
-
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á fjölbreytilegt og öflugt atvinnulíf sem laðar að fyrirtæki og nýja starfsemi, auk þess sem getið er um það meginmarkmið að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi með aðgerðum sem tryggja góð starfsskilyrði fyrir frumkvöðla. Í aðal- og deiliskipulagi er sú stefnumörkun að draga úr flúormengun á svæðinu eins og kostur er. Að mati sveitarfélagsins felst engin þversögn í því að stuðla jöfnum höndum að atvinnuuppbyggingu og vörnum gegn mengun. Til þess ber að líta að deiliskipulagstillagan ráðgerir á iðnaðarsvæði lítt mengandi iðnaðarstarfsemi, svo sem ýmis konar endur- og úrvinnslu, svo og aðra atvinnustarfsemi á hafnar- og athafnasvæðum þar sem lítil hætta er á mengun. Í deiliskipulagstillögunni er ekki gert ráð fyrir aukinni flúorlosandi starfsemi á svæðinu. Sú spurning hvernig draga megi úr losun flúors snýr fyrst og fremst að starfsemi Norðuráls og mengunarvörnum þess. Starfsemi álvers Norðuráls er háð starfsleyfi og um það er ekki fjallað í þessari tillögu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi skilmálum um fráveitumál sé bætt við skilmála deiliskipulagsins: ?Öllum fyrirtækjum á deiliskipulagssvæðinu verður gert að veita skólpi í rotþrær að teknu tilliti til stærðar og starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Ofanvatni verður veitt til sjávar með aðallögn.? og að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
SAF.DO.samþykkja.
BH.AH sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bókun nefndarinnar: Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á viðræðum við Faxaflóahafnir um framtíðarstefnu varðandi frárennslismál alls Gundartangasvæðisins í heild.
Fyrirspurn frá AH.
Í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagstillöguna leggur AH fram eftirfarandi fyrirspurnir og óskar eftir skriflegum svörum fyrir næsta fund sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar:
- Hvaða möguleika hefur sveitarfélagið á að setja inn ákvæði í deiliskipulagsskilmála er varðar ásýnd skipulagssvæðisins frá sjó?
- Hver er stefna Faxaflóahafna í fráveitumálum á svæðinu?
- Á hvers ábyrgð er það að skilgreina, og/eða endurskilgreina þynningarsvæðið vegna mengunar á Grundartangasvæðinu? Bókun fundar Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi skilmálum um fráveitumál sé bætt við skilmála deiliskipulagsins: Öllum fyrirtækjum á deiliskipulagssvæðinu verður gert að veita skólpi í rotþrær að teknu tilliti til stærðar og starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Ofanvatni verður veitt til sjávar með aðallögn og að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt samhljóða 4-0. BH SÁ og HV sitja hjá við afgreiðsluna. - 20.6 1211037 Gandheimar stofnun lóðarUmhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 18 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
- 20.7 1210034 Kalastaðir, stofnun lóðar.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 18 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
- 20.9 1211055 Samningur um eignarhald og skiptingu sameignar milli eigenda jarðarinnar Litla-Botns í Hvalfjarðarsveit.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 18 Nefndin legggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundi slitið - kl. 16:00.