Fara í efni

Sveitarstjórn

416. fundur 12. mars 2025 kl. 15:03 - 15:16 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Sæmundur Víglundsson Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir, varaoddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Andrea Ýr Arnarsdóttir og Ómar Örn Kristófersson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 415

2502004F

Fundargerðin framlögð.

2.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2024.

2503005

Fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2024 lagður fram til fyrri umræðu.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu rúmum 1.568mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta tæpum 1.562mkr.

Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2024 voru 1.354,9mkr. fyrir A og B hluta en 1.329,4mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 156mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 744þús.kr.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 368,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.792,9mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 27,43%, veltufjárhlutfall 16,68% og eiginfjárhlutfall 97%.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2024 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

3.Breytt tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar.

2503009

Erindi frá oddvita.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar sem haldinn verður miðvikudaginn 26. mars nk. og hefjast ætti kl. 15, verði seinkað og hefjist ekki fyrr en kl. 17 þann dag vegna aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer kl. 14:15 á Hótel Hamri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ósk um mánaðarleyfi frá störfum í sveitarstjórn og nefndum Hvalfjarðarsveitar.

2503010

Erindi frá Andreu Ýr Arnarsdóttur.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni oddvita um tímabundið leyfi frá störfum frá og með 12. mars til 13. apríl nk. og að varaoddviti gegni störfum oddvita á leyfistímanum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Aðalfundur SSV árið 2025.

2503006

Aðalfundarboð.
Aðalfundur SSV verður haldinn miðvikudaginn 26. mars nk. á Hótel Hamri. Sama dag eru jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Helga Harðardóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Ómar Örn Kristófersson og til vara Inga María Sigurðardóttir, Helgi Pétur Ottesen og Ása Hólmarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. 2025.

2503007

Aðalfundarboð.
Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn miðvikudaginn 26. mars nk. á Hótel Hamri.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.XL landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2503008

Fundarboð.
Boðað er til landsþings Sambandsins fimmtudaginn 20. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á þinginu verði Helga Harðardóttir, varaoddviti og til vara verði Elín Ósk Gunnarsdóttir, en auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2025.

2503001

Aðalfundarboð.
Aðalfundur Lánsjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Sinfó í sundi.

2503004

Erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Lagt fram til kynningar og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar eða eftir atvikum nýrrar nefndar, Velferðar- og fræðslunefndar.

10.Samstarfsverkefnið - Coming, Staying, Living -Ruralizing Europe.

2503012

Erindi frá Samtökunum Landsbyggðin lifi.
Erindið framlagt.

11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Framlagt.

12.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

2503002

Fundargerð 186. fundar.
Fundargerðin framlögð.

13.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerðir 965., 966., 967., 968., 969. og 970. fundar stjórnar Sambandsins.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:16.

Efni síðunnar