Fara í efni

Sveitarstjórn

412. fundur 08. janúar 2025 kl. 15:07 - 15:13 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 411

2412001F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 17

2412008F

Fundargerðin framlögð.

3.Skrifstofa sveitarfélagsins.

2402047

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verði ný deild, Velferðar- og fræðsludeild í því skyni að tryggja samfellda og samþætta þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Með stofnun deildarinnar er stefnt að aukinni skilvirkni, bættri yfirsýn og samþættingu þjónustu sem tengist velferð og fræðslu. Sveitarstjórn samþykkir að innan hinnar nýju deildar muni starfa deildarstjóri ásamt tveimur starfsmönnum. Sveitarstjórn samþykkir að ráða Freyju Þöll Smáradóttur í 100% starf deildarstjóra hinnar nýju deildar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Freyju sem hefur gegnt starfi félagsmálastjóra hjá sveitarfélaginu frá árinu 2021. Frístunda- og menningarfulltrúi mun verða annar af tveimur starfsmönnum á nýrri deild.

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra og nýjum deildarstjóra að ráða tímabundið, til eins árs, í allt að eitt stöðugildi á nýrri deild og ganga frá samningi vegna þess. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra skipurit sveitarfélagsins í samræmi við ofangreindar breytingar og að því loknu leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

Í kjölfar gagnlegs og uppbyggilegs samtals og samstarfs við hlutaðeigandi aðila samþykkir sveitarstjórn að ráðast í breytingar á nefndum samhliða stofnun nýrrar deildar. Breytingarnar fela í sér sameiningu Fjölskyldu- og frístundanefndar og Fræðslunefndar í eina nefnd, Velferðar- og fræðslunefnd. Markmið sameiningarinnar eru í samræmi við þau markmið sem liggja til grundvallar stofnun nýrrar deildar. Sveitarstjóra og nýjum deildarstjóra er falið að útbúa erindisbréf fyrir hina nýju nefnd. Erindisbréfið skal fyrst lagt til umsagnar hjá Fjölskyldu- og frístundanefnd og Fræðslunefnd áður en það verður lagt fyrir sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að uppfæra samþykktir sveitarfélagsins í samræmi við ofangreindar breytingar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2501002

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Félagi eldri borgara, FEBHV, endurgjaldslaus afnot af Miðgarði til að halda opið hús á vegum FEBHV á mánudögum kl. 11-15 og annan hvern fimmtudag kl. 12-16, þegar húsið er laust. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Samþykkt um gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi.

2501003

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa samþykktinni inn til afgreiðslu hjá USNL nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.193. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2412016

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

7.150. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2412017

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.

8.185. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

2412018

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

9.959. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2501001

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:13.

Efni síðunnar