Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 394
2403004F
Fundargerðin framlögð.
2.Fræðslunefnd - 56
2403003F
Fundargerðin framlögð.
-
Fræðslunefnd - 56 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kennslustundaúthlutun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir kennslustundaúthlutun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 56 Fræðslunefnd samþykkir erindið um aukna stuðningsþörf, sjá erindi frá 16.2.2024. Aukningin nemur 1 stöðugildi til ársloka 2024 ásamt 85% stöðugildi fram að sumarlokun, til og með 5. júlí 2024.
Stuðningsþörfin rúmast ekki innan fjárheimilda ársins og því leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki vegna deildar 04012 undir laun og launatengd gjöld kr. 7.638.081.- til að mæta auknum útgjöldum.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 7.638.081 á deild 04012, ýmsa launalykla en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34
2403002F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Undirbúningshópurinn leggur til við USNL-nefnd og sveitarstjórn að gengið verði til samninga við GB Stjórnsýsluráðgjöf slf við undirbúning og ráðgjöf vegna útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu undirbúningshóps að gengið verði til samninga við GB Stjórnsýsluráðgjöf slf. við undirbúning og ráðgjöf vegna útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit en um er að ræða undirbúning og rýni úrgangstalna, gerð útboðslýsingar, útboðsheftis og kostnaðaráætlunar til að unnt sé að auglýsa útboð verksins. Umhverfis- og skipulagsdeild og umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samstarfi við ráðgjafa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja núgildandi samning við Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit um eitt ár og upplýsa verktaka um það.
Jafnframt felur nefndin umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að hefja endurskoðun á eftirfarandi samþykktum:
Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit, greiðsla á kostnaði. Samþykkt frá árinu 2011.
Samþykkt varðandi endurnýjun á rotþró sem telst ónýt. Samþykkt frá árinu 2014.
Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2008 að teknu tilliti til þróunar og breytinga sem átt hafa sér stað í fráveitumálum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að framlengja, til eins árs, núgildandi samning við Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit og felur umhverfisfulltrúa að upplýsa verktaka um það.
Sveitarstjórn staðfestir jafnframt tillögu nefndarinnar að fela umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að hefja endurskoðun á eftirfarandi samþykktum:
Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit, greiðsla á kostnaði. Samþykkt frá árinu 2011.
Samþykkt varðandi endurnýjun á rotþró sem telst ónýt. Samþykkt frá árinu 2014.
Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2008.
Ofangreindar samþykktir verði m.a. endurskoðaðar m.t.t. þróunar og breytinga sem átt hafa sér stað í fráveitumálum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfisfulltrúi og formaður USNL nefndar gerðu grein fyrir niðurstöðum funda með núverandi refa- og minkaveiðimönnum.
USNL-nefnd metur það svo að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi samstarfi og leggur það til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við núverandi verktaka á sama grundvelli og verið hefur, að teknu tilliti til eðlilegra hækkana á greiðslum, miðað við óbreytta upphæð frá árinu 2010.
Jafnframt felur USNL-nefnd umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að skoða markmið með minkaveiðum í Hvalfjarðarsveit og hvort hægt er að standa með öðrum hætti að þeim veiðum og þá með betri árangri. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við núverandi verktaka á sama grundvelli og verið hefur, að teknu tilliti til eðlilegra hækkana á greiðslum, miðað við óbreytta upphæð frá árinu 2010.
Jafnframt staðfestir sveitarstjórn tillögu USNL-nefndar að fela umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að skoða markmið með minkaveiðum í Hvalfjarðarsveit og hvort hægt er að standa með öðrum hætti að þeim veiðum til að ná betri árangri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ölvers og Móhóls, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ölvers og Móhóls, í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Narfastaða, í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Narfastaða, í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum og staðfesta gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum og samþykkir að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 34 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2023.
2403015
Síðari umræða.
Ársreikningur, síðari umræða ásamt endurskoðunarskýrslu.
Ársreikningur 2023 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu rúmum 1.429,8mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta rúmum 1.413mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2023 voru 1.176,8mkr. fyrir A og B hluta en 1.138,8mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 261mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 346þús.kr. gjöld.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 513,7mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.404,1mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 39,6%, veltufjárhlutfall 17,35% og eiginfjárhlutfall 97%.
Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2022 og 2023 eru að skuldaviðmið sveitarfélagsins er áfram jákvætt, fer úr 99,23% í 124,14% árið 2023 og rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára er 1.014,7mkr.
Rekstrarniðurstaða málaflokka og deilda var almennt innan áætlun ársins 2023 og ber það m.a. að þakka starfsfólki fyrir utanumhald og yfirsýn sinna málaflokka og deilda í því skyni að virða fjárheimildir ársins.
Handbært fé í árslok var 1,9makr. og er það styrkur til framtíðar innviðauppbyggingar s.s. byggingu nýs íþróttahúss, leikskóla og gatnagerðar og styrkir þá vegferð sveitarfélagsins að framkvæma án lántöku.
Forstöðumönnum stofnana og starfsfólki Hvalfjarðarsveitar eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra aðkomu og vinnu við gerð ársreikningsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ársreikning vegna ársins 2023 og staðfestir hann með undirritun sinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Ársreikningur 2023 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu rúmum 1.429,8mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta rúmum 1.413mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2023 voru 1.176,8mkr. fyrir A og B hluta en 1.138,8mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 261mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 346þús.kr. gjöld.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 513,7mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.404,1mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 39,6%, veltufjárhlutfall 17,35% og eiginfjárhlutfall 97%.
Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2022 og 2023 eru að skuldaviðmið sveitarfélagsins er áfram jákvætt, fer úr 99,23% í 124,14% árið 2023 og rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára er 1.014,7mkr.
Rekstrarniðurstaða málaflokka og deilda var almennt innan áætlun ársins 2023 og ber það m.a. að þakka starfsfólki fyrir utanumhald og yfirsýn sinna málaflokka og deilda í því skyni að virða fjárheimildir ársins.
Handbært fé í árslok var 1,9makr. og er það styrkur til framtíðar innviðauppbyggingar s.s. byggingu nýs íþróttahúss, leikskóla og gatnagerðar og styrkir þá vegferð sveitarfélagsins að framkvæma án lántöku.
Forstöðumönnum stofnana og starfsfólki Hvalfjarðarsveitar eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra aðkomu og vinnu við gerð ársreikningsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ársreikning vegna ársins 2023 og staðfestir hann með undirritun sinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
5.Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í Fræðslunefnd.
2403039
Erindi frá Guðlaugu Ásmundsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Guðlaugar Ásmundsdóttur um tímabundna lausn frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar frá 19. mars 2024 til 30. september 2024. Sveitarstjórn þakkar Guðlaugu kærlega fyrir hennar störf í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fræðslunefnd, til og með 30. september, verði Helga Harðardóttir 1. varamaður, aðrir varamenn flytjast upp um sæti, Ása Hólmarsdóttir tekur sæti 5. varamanns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Guðlaugar Ásmundsdóttur um tímabundna lausn frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar frá 19. mars 2024 til 30. september 2024. Sveitarstjórn þakkar Guðlaugu kærlega fyrir hennar störf í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fræðslunefnd, til og með 30. september, verði Helga Harðardóttir 1. varamaður, aðrir varamenn flytjast upp um sæti, Ása Hólmarsdóttir tekur sæti 5. varamanns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.
2403038
Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Þróunarfélagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 13:30 í fundarsal stjórnsýsluhúss Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Melahverfi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt óbreytta tilnefningu stjórnarmanna, þ.e. Helga Pétur Ottesen sem aðalmann í stjórn Þróunarfélagsins og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varamann."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir að fela Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, umboð til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Þróunarfélagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 13:30 í fundarsal stjórnsýsluhúss Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Melahverfi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt óbreytta tilnefningu stjórnarmanna, þ.e. Helga Pétur Ottesen sem aðalmann í stjórn Þróunarfélagsins og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varamann."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts.
2403020
Erindi frá Ungmennafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 3. febrúar sl. vegna þorrablóts Hvalfjarðarsveitar sem þá fór fram. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði laugardaginn 3. febrúar sl. vegna þorrablóts Hvalfjarðarsveitar sem þá fór fram. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
2403017
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er tilbúin að leggja sitt af mörkum og tekur jákvætt í hugmyndir sem nefndar eru varðandi þátttöku sveitarfélaga, s.s. endurskoðun gjaldskráa er snúa að barnafjölskyldum. Endanleg útfærsla samningsaðila liggur ekki fyrir en um leið og ljóst er hvað samningar við hið opinbera fela í sér mun sveitarstjórn fjalla um málið að nýju með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til að ná fram því sameiginlega markmiði að kveða niður vexti og verðbólgu.
Vert er að nefna að Hvalfjarðarsveit veitir nú þegar 25% afslátt af fæðisgjaldi leik- og grunnskóla, gjaldfrjálsa 5 tíma á dag í leikskólanum Skýjaborg og veglegan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn og ungmenni, sem og viðbótarstyrk til barna og ungmenna á tekjulágum heimilum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er tilbúin að leggja sitt af mörkum og tekur jákvætt í hugmyndir sem nefndar eru varðandi þátttöku sveitarfélaga, s.s. endurskoðun gjaldskráa er snúa að barnafjölskyldum. Endanleg útfærsla samningsaðila liggur ekki fyrir en um leið og ljóst er hvað samningar við hið opinbera fela í sér mun sveitarstjórn fjalla um málið að nýju með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til að ná fram því sameiginlega markmiði að kveða niður vexti og verðbólgu.
Vert er að nefna að Hvalfjarðarsveit veitir nú þegar 25% afslátt af fæðisgjaldi leik- og grunnskóla, gjaldfrjálsa 5 tíma á dag í leikskólanum Skýjaborg og veglegan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn og ungmenni, sem og viðbótarstyrk til barna og ungmenna á tekjulágum heimilum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Hljóðvist í skólum.
2403034
Erindi frá Umboðsmanni barna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Umsögn um endurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.
2403040
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Styrktarsjóður EBÍ 2024.
2403041
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað inn til menningar- og markaðsnefndar.
12.188. fundur Helbrigðisnefndar Vesturlands.
2403031
Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.945. og 946. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2403033
Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
14.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. 2024.
2403009
Aðalfundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:29.
Birkir Snær Guðlaugsson, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Inga María Sigurðardóttir boðuðu forföll.