Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 384
2310002F
Fundargerðin framlögð.
2.Menningar- og markaðsnefnd - 45
2310001F
Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26
2310004F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi skotæfingasvæðis á Álfsnesi, eins og þau eru kynnt erindinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar, að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi skotæfingasvæðis á Álfsnesi, eins og þau eru kynnt í erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn, eins og þau eru kynnt í erindinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar, að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn, eins og þau eru kynnt í erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt er að auk lögboðinna umsagnaraðila verði tillagan kynnt fyrir Slökkviliði Akraness og - Hvalfjarðarsveitar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt er að auk lögboðinna umsagnaraðila verði tillagan kynnt fyrir Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem skipulagsfulltrúa er falið að koma á framfæri við landeigendur/skipulagshöfund.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt er að auk lögboðinna umsagnaraðila verði tillagan kynnt fyrir Slökkviliði Akraness og -Hvalfjarðarsveitar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem skipulagsfulltrúa er falið að koma á framfæri við landeigendur/skipulagshöfund.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt er að auk lögboðinna umsagnaraðila verði tillagan kynnt fyrir Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem skipulagsfulltrúa er falið að koma á framfæri við landeigendur/skipulagshöfund.
Ekki er þörf á lýsingu þar sem um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess sem megin forsendur vegna nýs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. greinar og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem skipulagsfulltrúa er falið að koma á framfæri við landeigendur/skipulagshöfund.
Ekki er þörf á lýsingu þar sem um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess sem meginforsendur vegna nýs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. greinar og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 26 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform vegna Áshamars II í samræmi við 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Ytri-Hólms, Teigaráss, Áshamars 1 og 3 og Ásklappar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar og samþykkir að grenndarkynna byggingaráform vegna Áshamars II í samræmi við 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Ytri-Hólms, Teigaráss, Áshamars 1 og 3 og Ásklappar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024-2027.
2308042
Fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunar 2024-2027.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2024:
Álagning útsvars verði 13,91%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2024:
Álagning útsvars verði 13,91%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
5.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2024.
2310037
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Afskriftabeiðni.
2310035
Erindi frá Sýslumanninum á Akranesi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi samtals að fjárhæð kr. 60.023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi samtals að fjárhæð kr. 60.023."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.
2310028
Erindi frá skemmtinefnd Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um niðurfellingu á leigu á félagsheimilinu Miðgarði föstudaginn 24. nóvember nk. vegna jólahlaðborðs starfsfólks Hvalfjarðarsveitar. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um niðurfellingu á leigu á félagsheimilinu Miðgarði föstudaginn 24. nóvember nk. vegna jólahlaðborðs starfsfólks Hvalfjarðarsveitar. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.
2310055
Erindi frá Kvenfélaginu Lilju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um niðurfellingu á leigu á félagsheimilinu Miðgarði fimmtudaginn 9. nóvember nk. vegna uppskeruhátíðar kvenfélagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um niðurfellingu á leigu á félagsheimilinu Miðgarði fimmtudaginn 9. nóvember nk. vegna uppskeruhátíðar kvenfélagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Staða landbúnaðar á Íslandi.
2310056
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu landbúnaðar á Íslandi og hvetur þingmenn Norðvesturkjördæmis sem og ríkisstjórn alla að grípa til tafarlausra aðgerða í þágu íslensks landbúnaðar.
Í Hvalfjarðarsveit er og hefur alla tíð verið fjölbreytt landbúnaðarstarfsemi þar sem stór hluti samfélagsins er í beinum og óbeinum tengslum við landbúnað.
Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum, m.a. í kjölfar endurtekinna stýrivaxtahækkana og verðhækkana aðfanga og ef ekki kemur til bráðaaðgerða af hálfu ríkisvaldsins stefnir í meiriháttar hrun í greininni með tilheyrandi ógnun við matvælaöryggi þjóðarinnar auk alls annars.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir ánægju sinni með að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis til að leggja mat á stöðuna sem upp er komin í landbúnaði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bindur vonir við að vinna starfshópsins muni skila og leiða til jákvæðrar niðurstöðu, bæði til lengri og skemmri tíma, fyrir landbúnað á Íslandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu landbúnaðar á Íslandi og hvetur þingmenn Norðvesturkjördæmis sem og ríkisstjórn alla að grípa til tafarlausra aðgerða í þágu íslensks landbúnaðar.
Í Hvalfjarðarsveit er og hefur alla tíð verið fjölbreytt landbúnaðarstarfsemi þar sem stór hluti samfélagsins er í beinum og óbeinum tengslum við landbúnað.
Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum, m.a. í kjölfar endurtekinna stýrivaxtahækkana og verðhækkana aðfanga og ef ekki kemur til bráðaaðgerða af hálfu ríkisvaldsins stefnir í meiriháttar hrun í greininni með tilheyrandi ógnun við matvælaöryggi þjóðarinnar auk alls annars.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir ánægju sinni með að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis til að leggja mat á stöðuna sem upp er komin í landbúnaði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bindur vonir við að vinna starfshópsins muni skila og leiða til jákvæðrar niðurstöðu, bæði til lengri og skemmri tíma, fyrir landbúnað á Íslandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum.
2206011
Erindi frá Reykjavíkurborg.
Framlagt erindi Reykjavíkurborgar til Faxaflóahafna og meðeigenda, Félagsbústaða, Malbikunarstöðvarinnar Höfða og Orkuveitu Reykjavíkur og meðeigenda um endurskoðun stofnskjala fyrirtækjanna, einkum stofnsamþykkta og stofnsamninga í samræmi við almenna eigendastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hluta félögum. Hvalfjarðarsveit fær erindið sent sem meðeigandi Reykjavíkurborgar í Faxaflóahöfnum sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til þess að 4. janúar sl. tóku gildi við samþykkt og undirritun uppfærður Sameignarfélagssamningur fyrir Faxaflóahafnir sf. sem og Eigendastefna Faxaflóahafna sf. og í ljósi þess telur sveitarstjórn erindið nú þegar hafa verið afgreitt hvað viðkemur Faxaflóahöfnum sf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til þess að 4. janúar sl. tóku gildi við samþykkt og undirritun uppfærður Sameignarfélagssamningur fyrir Faxaflóahafnir sf. sem og Eigendastefna Faxaflóahafna sf. og í ljósi þess telur sveitarstjórn erindið nú þegar hafa verið afgreitt hvað viðkemur Faxaflóahöfnum sf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2023.
2310045
Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2023 lagður fram til kynningar.
Fyrstu átta mánuði ársins eru málaflokkar og deildir almennt innan áætlunar tímabilsins. Útsvarstekjur eru talsvert hærri en áætlun tímabilsins ráðgerði auk þess sem launa- og rekstrarkostnaður er vel innan áætlunar. Fjármunatekjur eru jafnframt hærri en áætlun ráðgerði á tímabilinu, m.a. vegna breytinga á vaxtaumhverfi auk þess sem bygging nýs íþróttahúss fór ekki af stað í sumar líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrstu átta mánuði ársins er rúmum 208mkr. jákvæðari en áætlun tímabilsins ráðgerði.
Fyrstu átta mánuði ársins eru málaflokkar og deildir almennt innan áætlunar tímabilsins. Útsvarstekjur eru talsvert hærri en áætlun tímabilsins ráðgerði auk þess sem launa- og rekstrarkostnaður er vel innan áætlunar. Fjármunatekjur eru jafnframt hærri en áætlun ráðgerði á tímabilinu, m.a. vegna breytinga á vaxtaumhverfi auk þess sem bygging nýs íþróttahúss fór ekki af stað í sumar líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrstu átta mánuði ársins er rúmum 208mkr. jákvæðari en áætlun tímabilsins ráðgerði.
12.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2024-2027.
2310054
Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis 2024-2027 sem lögð var fram til fyrri umræðu stjórnar Höfða þann 23. okt. sl. lögð fram til umfjöllunar, milli umræðna, í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Líkt og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða verður, að lokinni seinni umræðu í stjórn Höfða, endanleg fjárhagsáætlun Höfða send til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
13.Ágóðahlutagreiðsla 2023.
2310041
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands lagt fram til kynningar.
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands var haldinn 6. október sl., þar var samþykkt að áfram skuli hluti hagnaðar af starfsemi félagsins greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Hvalfjarðarsveitar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,214%.
Ágóðahlutagreiðsla 2023 til Hvalfjarðarsveitar er að fjárhæð kr. 607.000.
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands var haldinn 6. október sl., þar var samþykkt að áfram skuli hluti hagnaðar af starfsemi félagsins greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Hvalfjarðarsveitar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,214%.
Ágóðahlutagreiðsla 2023 til Hvalfjarðarsveitar er að fjárhæð kr. 607.000.
14.Barnaþing 2023.
2310033
Erindi frá Umboðsmanni barna.
Erindi frá Umboðsmanni barna framlagt og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar.
Erindið varðar barnaþing sem haldið verður í Hörpu, Reykjavík, dagana 16.-17. nóvember nk.
Erindið varðar barnaþing sem haldið verður í Hörpu, Reykjavík, dagana 16.-17. nóvember nk.
15.Umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu.
2310032
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í Fræðslunefnd.
16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaætlun fyrir árin 2024-2028.
2310040
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í USNL nefnd.
17.Umsögn um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
2310042
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt og vísað til USNL nefndar.
18.Íbúakosningar sveitarfélaga - breyting á 133. gr. sveitarstjórnarlaga.
2305004
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindið framlagt.
19.234. og 235. fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna sf.
2310036
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
20.185. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2310031
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 17:09.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2310055 - Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2310056 - Staða landbúnaðar á Íslandi. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2310054 - Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2024-2027. Málið verður nr. 12 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Elín Ósk Gunnarsdóttir boðaði forföll.