Fara í efni

Sveitarstjórn

381. fundur 23. ágúst 2023 kl. 15:00 - 15:43 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Sæmundur Víglundsson Varamaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2308042 - Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024-2027. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Birkir Snær Guðlaugsson, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Inga María Sigurðardóttir boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 380

2308001F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 51

2307002F

Fundargerðin framlögð.
Oddviti fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 51 Farið var yfir drög að nýjum reglum Frístundar í Heiðarskóla. Góð umræða átti sér stað, farið var yfir athugasemdir og reglurnar lagaðar í samræmi við þær.

    Fræðslunefnd samþykkir reglur Frístundar í Heiðarskóla og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur Frístundar í Heiðarskóla með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 51 Fræðslunefnd samþykkir stefnu Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Fræðslunefnd tekur undir bókun Fjölskyldu- og frístundarnefndar að öllu starfsfólki sveitarfélagsins verði send stefnan til kynningar.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða stefnu Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Sveitarstjórn vísar stefnunni áfram til kynningar í nefndir og ráð sveitarfélagsins. Stjórnendum er falið að senda stefnuna til allra starfsmanna sveitarfélagsins til kynningar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22

2306008F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 3.1 2308028 Fjallskil 2023
    Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 Tillaga til sveitarstjórnar að fjallaskilaseðli Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2023.

    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
    Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt.
    Fyrri Núparétt er sunnudaginn 10. september kl:13 og seinni rétt laugardaginn 23. september þegar smölun lýkur.
    Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
    Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
    Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
    Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
    Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 16. september þegar smölun lýkur.
    Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Sigurgeir Guðni Ólafsson.
    Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
    Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
    Fyrri Svarthamarsrétt sunnudaginn 17. september kl: 10 og seinni rétt sunnudaginn 1. október þegar smölun lýkur.
    Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
    Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
    Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.
    Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

    Þá leggur nefndin til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða, að höfðu samráði við réttarstjóra og kvenfélagið Lilju.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2023.
    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt. Fyrri Núparétt er sunnudaginn 10. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 23. september þegar smölun lýkur. Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon. Réttarstjóri er Baldvin Björnsson. Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson. Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru. Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 16. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Sigurgeir Guðni Ólafsson. Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir. Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir. Fyrri Svarthamarsrétt er sunnudaginn 17. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 1. október þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson. Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir. Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen. Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
    Sveitarstjórn samþykkir einnig tillögu nefndarinnar um að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða, að höfðu samráði við réttarstjóra og kvenfélagið Lilju. Umhverfisfulltrúa er falið að hafa samband við hluteigandi aðila."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að tveir fulltrúar úr nefndinni sæki fundinn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að tveir fulltrúar úr nefndinni sæki fundinn.
    Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023 fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 Að mati USNL-nefndar er breytingin óveruleg og hefur óverulegar breytingar á landnotkun í för með sér og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði sbr. gátlisti fyrir mat á því hvort breytingin sé óveruleg sem fylgir með skipulagstillögunni.
    Samþykkt að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem skipulagsfulltrúa er falið að koma á framfæri við landeigendur/skipulagshöfund.
    Ekki er þörf á lýsingu þar sem um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess sem megin forsendur vegna nýs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. greinar og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar. Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. greinar og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Ós 4 og Ós 5 úr landi Óss, landeignanúmer 133644 með fyrirvara um að skilað verði undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, að stofna lóðirnar Ós 4 og Ós 5 úr landi Óss, landeignanúmer 133644, með fyrirvara um að skilað verði undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd gerir á þessu stigi máls ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar að gera á þessu stigi máls ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að sameina lóðirnar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, að sameina lóðirnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðina Stóri-Lambhagi 6 úr landi Stóra-Lambhaga 2 (11), landeignanúmer 219271, með fyrirvara um lagfæringu á uppdrætti hvað varðar heiti á upprunalandi og að bætt verði við lóðarblaðið texta um kvöð um aðkomu að lóðinni sem verður um heimreið að Stóra-Lambhaga 4 og 5, og að skilað verði undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, að stofna lóðina Stóri-Lambhagi 6 úr landi Stóra-Lambhaga 2 (11), landeignanúmer 219271, með fyrirvara um lagfæringu á uppdrætti hvað varðar heiti á upprunalandi og að bætt verði við lóðarblaðið texta um kvöð um aðkomu að lóðinni sem verður um heimreið að Stóra-Lambhaga 4 og 5, og að skilað verði undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir erindið.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir erindið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd telur að umrædd frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það mikil, eða tæplega 28 m2, að ekki sé unnt að samþykkja erindið og er því hafnað.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar að umrædd frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það mikil, eða tæplega 28 m2, að ekki sé unnt að samþykkja erindið og er því hafnað."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Eystri-Leirárgarðar 2 til og með 7 úr landi Eystri-Leirárgarða, landeignanúmer 133737, með fyrirvara um að bætt verði við lóðarblaðið texta um kvöð um aðkomu að lóðunum um land Eystri-Leirárgarða.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, að stofna lóðirnar Eystri-Leirárgarðar 2 til og með 7 úr landi Eystri-Leirárgarða, landeignanúmer 133737, með fyrirvara um að bætt verði við lóðarblaðið texta um kvöð um aðkomu að lóðunum um land Eystri-Leirárgarða."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem er tímabundin færsla á þremur háspennulínum.
    Samþykkt að óska jafnframt eftir nánari skýringum við mynd 5 á bls. 9 í skýrslunni: "Klafastaðir - Línutengingar. Tilfærsla háspennulína við Klafastaði. Lýsingu mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis dags. ágúst 2023" sem unnin var af Eflu verkfræðistofu, þar sem sýnd er línuleið milli Eiðisvatns og Hómavatn.
    Enanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar að veita framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem er tímabundin færsla á þremur háspennulínum. Samþykkt að óska jafnframt eftir nánari skýringum við mynd 5 á bls. 9 í skýrslunni: "Klafastaðir - Línutengingar. Tilfærsla háspennulína við Klafastaði. Lýsingu mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis dags. ágúst 2023" sem unnin var af Eflu verkfræðistofu, þar sem sýnd er línuleið milli Eiðisvatns og Hólmavatns."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Engjalæk 2 til og með 8, úr upprunalandinu Narfastaðalandi 1. nr. 1a, landeignanúmer 203933, með fyrirvara um lagfæringu á misritun á uppdrætti en þar stendur ranglega að Engjalækur nr. 1 haldi landeignanúmeri upprunalandsins, en átt er við Engjalæk nr. 8. Einnig með fyrirvara um athugun á annars vegar stærð lóðar á lóðarblaði sem er 28,8 ha og hinsvegar stærð skráðrar lóðar í fasteignaskrá hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem er skráð 28,5 ha en þar munar 0,4 ha. Einnig að bætt verði við lóðarblöðin kvöð um aðgengi að neysluvatni eða gerð grein fyrir neysluvatnsöflun. Einnig að skilað verði inn undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, að stofna lóðirnar Engjalæk 2 til og með 8, úr upprunalandinu Narfastaðalandi 1. nr. 1a, landeignanúmer 203933, með fyrirvara um lagfæringu á misritun á uppdrætti en þar stendur ranglega að Engjalækur nr. 1 haldi landeignanúmeri upprunalandsins, en átt er við Engjalæk nr. 8. Jafnframt með fyrirvara um athugun á annars vegar stærð lóðar á lóðarblaði sem er 28,8 ha. og hinsvegar stærð skráðrar lóðar í fasteignaskrá hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem er skráð 28,5 ha. en þar munar 0,4 ha. Einnig að bætt verði við lóðarblöðin kvöð um aðgengi að neysluvatni eða gerð grein fyrir neysluvatnsöflun. Einnig að skilað verði inn undirrituðu eyðublaði F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 22 USNL-nefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofna lóðirnar Hafnarskóg 26, 28, 38 og 40, úr upprunalandinu Höfn 2, landeignanúmer 174854 skv. gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, að stofna lóðirnar Hafnarskóg 26, 28, 38 og 40, úr upprunalandinu Höfn 2, landeignanúmer 174854 skv. gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Jafnlaunastefna Hvalfjarðarsveitar.

2308038

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða jafnlaunastefnu Hvalfjarðarsveitar. Stjórnendum er falið að senda hana til allra starfsmanna sveitarfélagsins til kynningar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 nr. 11 - 16.

2308040

Viðaukar nr. 11 - 16.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða launaviðauka vegna nýrra kjarasamninga og ýmissa ófyrirséðra breytinga í starfsmannamálum sveitarfélagsins, svo sem veikinda og breytinga á barnafjölda í leik- og grunnskóla. Fjárhæð viðaukans er samtals kr. 27.611.423 á ýmsar deildir og lykla, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða viðbótarfjárheimild vegna fræðsluferðar sveitarstjórnarfulltrúa af Vesturlandi. Fjárhæð viðaukans er samtals kr. 1.002.400 á ýmsar deildir og lykla, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða viðauka við framkvæmdaáætlun ársins 2023 í ljósi þess að framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu 2023 hafa ekki haft þann framgang sem áætlað var auk annarra framkvæmda sem kalla á aukið
fjármagn. Áætlaðar voru kr. 38.250.000 til hönnunar leikskólabyggingar sem ekki mun hefjast á þessu ári og því er þessi liður lækkaður í 5 mkr. ef til einhverra útgjalda mun koma vegna verkefnisins. Áætlaðar voru 700 mkr. til byggingar íþróttahúss en framkvæmdir munu ekki hefjast á árinu og því er fjármagn til þessa liðar lækkað til samræmis við raunkostnað ársins. Áætlaðar voru 30 mkr. til framkvæmda við útivistarsvæðið í Melahverfi en ófyrirséðar hækkanir og aukaverk leiða til 15 mkr. hækkana þessa liðar. Áætlaðar voru samtals 100 mkr. í gatnagerð til þriðja áfanga Melahverfis og til að ljúka frágangi Lyngmels ásamt 25 mkr. tekna sem áætlaðar voru af gatnagerðargjöldum. Ljóst er að 3. áfangi mun ekki hefjast á árinu og tekjur af gatnagerðargjöldum munu ekki ganga eftir. Liðurinn er því lækkaður til samræmis við raunkostnað. Breytingum á framkvæmdaáætlun verður mætt með hækkun á handbæru fé að heildarfjárhæð kr. 773.250.000."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða aukafjárveitingu á deild 04026 lykil 5947 vegna kostnaðar við nemanda í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags að fjárhæð 2.500.000 kr., auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða tekjuviðauka að fjárhæð kr. 124.216.264 vegna aukinnar arðgreiðslu frá Faxaflóahöfnum sem ekki var fyrirséð við áætlanagerð. Tekjuaukningin færist sem hækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en um er að ræða lækkun tekna af innri leigu á ýmsum deildum og lyklum í eignasjóði sem reiknaðist ranglega í fjárhagsáætlun. Auknum útgjöldum er mætt með lækkun leigugjalda á móti á ýmsum deildum í aðalsjóði, ekki er því um útgjaldaaukningu að ræða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2024-2027.

2308042

Tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun.
Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Betri vinnutími kennara.

2303007

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Samstarfsnefnd vegna kjarasamnings Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á 114. fundi samstarfsnefndar SNS og Félags grunnskólakennara (FG) þann 18. apríl 2023, að framlengja innleiðingu á styttingu vinnutíma sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið.
Fylgiskjal 2 með kjarasamningi gildir því einnig fyrir skólaárið 2023 - 2024 eða til 31. júlí 2024 enda verði ekki samið um annað í kjarasamningi aðila.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að styttingu vinnutíma kennara í Heiðarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Beiðni um lausn frá störfum í Fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar.

2308035

Erindi frá Dagnýju Hauksdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Dagnýjar Hauksdóttur um lausn frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn þakkar Dagnýju kærlega fyrir hennar störf í fræðslunefnd. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fræðslunefnd verði Helgi Halldórsson sem áður var 1.varamaður. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Helgu Harðardóttur sem 1.varamann í hans stað.
Hulda Margrét Brynjarsdóttir hefur misst kjörgengi sem varamaður í fræðslunefnd vegna búsetuflutninga úr sveitarfélaginu, sveitarstjórn tilnefnir því Andreu Ýr Arnarsdóttur í hennar stað sem 4.varamann."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Ferstikla 2 - rekstrarleyfi.

2308018

Erindi frá Sýslumanninum á Akranesi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2208023

Skjöl framlögð til kynningar.
Oddviti fór yfir helstu atriði.

11.Hvítbók um húsnæðismál.

2308039

Erindi frá Innviðaráðuneyti - umsögn.
Erindið framlagt og vísað til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

12.233. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.

2308037

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

13.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. árið 2023.

2306023

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:43.

Efni síðunnar