Fara í efni

Sveitarstjórn

137. fundur 13. nóvember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
  • Björgvin Helgason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 9 10 og 18 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) sat fundinn undir lið 9 10 og 18 ásamt skipulags- og

1.Sveitarstjórn - 136

1210002F

HV ræddi lið 2.3 mál 1210052 og spurðist fyrir varðandi afgreiðslu. SAF svaraði fram komna fyrirspurn og að erindið hafi ekki verið rætt í USN. Lagði til að taka erindið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. AH ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Liður 2.5 mál 1210050 engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsögnina. Tillagan samþykkt 5-0. AH og HV sitja hjá. Fundargerðin framlögð

2.12. fundur starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða.

1210084

ÁH gerði grein fyrir fundargerðinni og ræddi tillöguna varðandi nafnabreytingu, orkuöflun og upplýsingar frá ISOR. HV ræddi jarðhitaleit og nafnabreytingu á nefndinni. Tillaga varðandi breytingu á nafni starfshópsins er felld 7-0. Fundargerðin framlögð

3.31. fundur fjölskyldunefndar.

1210082

LJ gerði grein fyrir að sérstakar húsaleigubætur eru í frumvarpsdrögunum fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2013. HHJ gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

4.6. og 7. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.

1210083

Texti kynningarbréfs, sjá 7. fundargerð starfshópsins.
SAF gerði grein fyrir fundargerðunum og ræddi tillögur varðandi nafn á félaginu, hugmynd að gjaldskrá og framkvæmd. LJ ræddi fundargerðina, gjaldskrámál, nafn og kostnaðaratriði. BH ræddi fram komnar tillögur, styrk á endapunkti. HV ræddi erindið og fram komnar tillögur og bréf til landeigenda. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH ræddi nafn, kostnað, drög að bréfi. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum varðandi tæknilegar útfærslur. LJ gerði grein fyrir greiningu verkefnisins og að rétt er að skoða nánar varðandi leyfisöflun og fleira varðandi undirbúning ræddi einnig lið 21. og 22. í dagskrá fundarins. HV benti á að forgangsraða innan verkefnisins. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum og benti á lið 8 í 7. fundargerðinni. HV ræddi fram komnar ábendingar. SSJ lagði til að fresta afgreiðslum á fundargerðinni til næsta fundar. Tillagan samþykkt 6-0. SAF situr hjá við afgreiðsluna.

5.7. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

1211006

Fundargerðin framlögð.

6.Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 20. október, 2012.

1210086

Fundargerðin framlögð.

7.94. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1211015

ÁH gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. HV ræddi fundargerðina og lið 3. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

8.10. fundur nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.

1211022

SAF ræddi fundargerðina. HV lagði til að fresta afgreiðslu á fundargerðinni. SAF benti á að fjármunir eru á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Tillaga um frestun afgreiðslu samþykkt 7-0.
Fundarhlé

9.Fjárhagsáætlun 2013.

1206045

Fyrri umræða. Greinargerð sveitarstjóra og fylgigögn.
LJ gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar og fór yfir helstu lykiltölur. Þakkaði starfsfólki skrifstofunnar undirbúning og lagði til að frumvarpinu verði vísað til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 11. desember. AH ræddi frumvarpsdrögin og óskar eftir fyrir hönd E lista að skoða lægsta mögulega útsvar, spurðist fyrir varðandi fjármuni í íbúaþing og lagði til að skoða að taka 2% af fasteignagjöldum af stærri fyrirtækjum til sérstakra umhverfisverkefna. HV þakkaði fyrir framlögð gögn og spurðist fyrir varðandi viðhaldsáætlun og forgangsröðun hennar. ÁH ræddi frumvarpsdrögin og benti á að líklega vantaði inn í fé vegna reiðvallargerðar og að líklega þurfi að bæta við varðandi aðalskipulagsmál. SAF þakkaði fram lögð gögn, benti á að ljósleiðaravæðing væri stærsta verkið, ræddi fram komna tillögu varðandi umhverfismál. SSJ ræddi frumvarpið og úttekt óháðra sérfræðinga á þolmörkum Grundartanga á vegum Faxaflóahafna. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH tók jákvætt í hugmynd varðandi vinnufund og ræddi hugmyndir varðandi fyrirkomulag í eldhúsi Skýjaborgar. Ræddi hugmyndir Faxaflóahafna varðandi umhverfismál. Tillaga um að vísa frumvarpinu til milliumræðu 27. nóvember og síðari umræðu þann 11. desember samþykkt samhljóða 7-0. HHK svaraði fyrirspurnum varðandi mötuneyti í Skýjaborg og starf sitt. ÁH fór yfir að beiðnin varðandi lagfæringar á eldhúsinu í Skýjaborg er komin frá starfsmönnum.

10.Viðauki fjárhagsáætlunar 2012.

1211018

Breytingar vegna bókhalds, áður samþykktar millifærslur og fleira frá fjármálastjóra.
KHÓ fór yfir lykiltölur og erindið. Lagði til að samþykkja fyrirliggjandi tillögur. HV spurðist fyrir varðandi framkvæmdir við rotþró við Heiðarborg. HHK svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Tillögur varðandi millifærslur varðandi veitur, jöfnunarsjóð, starfslok, fráveitur en að undanskildum lið 4628 rotþró samþykktar samhljóða 7-0. Tillaga um að vísa afgreiðslu varðandi rotþró við Heiðarborg til næsta fundar og fá formlega tillögu varðandi verkefnið. Samþykkt samhljóða 7-0

11.Samningur við Elkem, vegna vatnsveitumála.

1211003

Erindi Guðmundar Eiríkssonar dagsett 2. nóvember, 2012. A) Kynning um stöðu vatnsveitumála á Grundartanga og nágrenni. B) Samningur varðandi afhendingu og öflun vatns, ásamt fylgigögnum.
A) lagt fram
B) sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða 7-0.

12.Kærð samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á deiliskipulagi Eystri-Leirárgarða, Bugavirkjun.

1210074

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dagsett 31. október 2012. Þegar sent sveitarstjórn og USN nefnd.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að nú þegar hefur verið send greinargerð og svar sent til Úrskurðarnefndar. SAF ræddi erindið. AH ræddi erindið. Lagt fram.

13.Kærð samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Bugavirkjun.

1211002

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dagsett 24. október 2012. Þegar sent sveitarstjórn og USN nefnd.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að nú þegar hefur verið send greinargerð og svar sent til Úrskurðarnefndar. Lagt fram.

14.Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.

1104023

Bréf frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf. dagsett 29. október 2012.
SSJ ræddi erindið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hugmyndir Hitaveitufélags Hvalfjarðar varðandi að kanna möguleika hjá Leirárskógum varðandi vatnsöflun. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

15.Skipulagsskrá Snorrastofu - breytingartillögur

1211024

Erindi frá Snorrastofu, dagsett 8. nóvember 2012.
Hvalfjarðarsveit samþykkir erindið samþykkt samhljóða 7-0

16.Land undir gagnaver og annan léttan umhverfisvænan iðnað í landi Eystra-Miðfells og Kalastaðakots.

1211025

Erindi frá Borealis, dagsett 8. nóvember 2012. Áður sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
SSJ fór yfir erindið. Tillaga um að vísa erindinu til USN nefndar og menningar- og atvinnuþróunarnefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

17.Áskorun til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

1211026

Erindi frá Birni Páli Fálka Valssyni. Varðandi bundnar hlutfallskosningar og óbundnar kosningar.
SSJ ræddi erindið. AH lagði til að framboðin taki tillöguna til umfjöllunar hjá sér. Ræddi einnig að skoða hvort erindið falli ekki undir umfjöllun á íbúaþingi þar sem fjallað er um stjórnsýslu. SAF ræddi erindið, lýðræðismál og fl. og að umræðan þurfi að koma úr grasrótinni jafnframt að framboðin sjálf þurfi að taka erindið til umfjöllunar. Tillagan samþykkt 7-0

18.Rekstraryfirlit 1/1-30/9 2012 og efnahagsyfirlit pr. 30/9 2012.

1211019

KHÓ fór yfir rekstraryfirlitið og svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi yfirlitið. Erindið er framlagt

19.Verksamningur við Hvalfjarðarsveit um Fræðslustjóra að láni.

1210085

Frá Sveitamennt, dagsett 26. október 2012.
LJ gerði grein fyrir samningnum. Erindið framlagt.

20.Staðarval fyrir nýjan urðunarstað.

1208004

Frá Sorpurðun Vesturlands. Bréf varðar fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang. Þegar sent sveitarstjórn, skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Lagt fram.

21.Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

1211014

Minnisblað sveitarstjóra frá fundi 5. nóvember 2012.
LJ ræddi minnisblaðið. Erindið framlagt.

22.Samantekt varðandi ljósleiðaravæðingu.

1210083

Staða verkefnis.
LJ ræddi minnisblaðið. Erindið framlagt.

23.IPA verkefni með áherslu á innflytjendur.

1211012

Frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 29. október 2012. Þegar sent félagsmálastjóra og skólastjóra Leik- og grunnskóla.
Lagt fram.

24.Beiðni um meira land til að planta trjám.

1205052

Samantekt sveitarstjóra frá fundi 20. september 2012.
SSJ og BH ræddu minnisblaðið. Erindið framlagt.

25.Frumvarp til lag a um verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar), 3. mál.

1211007

Frá Alþingi. Áður sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt

26.Frumvarp til laga um almenningssamgöngur.

1211008

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt

27.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 80. mál.

1211010

Frá Alþingi. Áður sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt

28.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 152. mál.

1211011

Frá Alþingi. Áður sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt

29.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um gagngera endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða, 83. mál.

1210075

Frá Alþingi. Áður sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
SAF ræddi erindið. Erindið framlagt

30.Til umsagnar frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 36. mál.

1210076

Frá Alþingi. Áður sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt

31.Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál.

1211023

Frá Alþingi. Áður sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt

32.67.-70. fundir Menningarráðs Vesturlands.

1210087

Fundargerðirnar framlagðar.

33.800. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1211009

Fundargerðin var send sveitarstjórn rafrænt, en hún mun liggja frammi. Hægt að sjá hana hér http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/
Fundargerðin framlögð

34.92. fundur stjórnar SSV, 5. nóvember 2012.

1211016

Fundargerðin framlögð

35.109. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1211017

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar