Fara í efni

Sveitarstjórn

362. fundur 26. október 2022 kl. 17:00 - 17:44 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 361

2210003F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 7

2210002F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 7 USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyta núverandi úrgangsflokkunarkerfi í Hvalfjarðarsveit til samræmis við breytingar á lögum nr 55/2003 sem koma til framkvæmda þann 1. janúar nk. en þá verður komið á samræmdu flokkunarkerfi um landið allt, þó útfærslunar geti verið mismunandi. Til að uppfylla ákvæði um fjögurra flokka sérsöfnun við íbúðarhús leggur USNL-nefnd til að bætt verði við tunnu við hvert heimili í sveitarfélaginu, þannig að sérsöfnun fyrir eftirfarandi úrgangsflokka verði við hvert íbúðarhús í sveitarfélaginu:
    - Pappír/pappi
    - Plastumbúðir
    - Lífrænn úrgangur
    - Almennur úrgangur
    Sama er lagt til fyrir grenndarstöðvar í Hvalfjarðarsveit, að þær taki við þessum sömu fjóru flokkum úrgangs. Að auki leggur USNL-nefnd til að á grenndarstöðina í Melahverfi verði auk þess komið upp sérsöfnun fyrir eftirtalda flokka: Málma, gler og textíl.

    Það er von nefndarinnar að með þessum breytingum verði flokkun úrgangs í sveitarfélaginu betri og nýting hráefnis þar af leiðandi einnig betri, umhverfinu til hagsbóta.
    Kynning og fræðsla á breyttu fyrirkomulagi eru forsenda fyrir því að vel takist til og því leggur USNL-nefnd til við sveitarstjórn að öflug kynning meðal íbúa og sumarhúsaeigenda fari fram bæði fyrir innleiðingu, á meðan á innleiðingu stendur og áfram á meðan íbúar sveitarfélagsins eru að læra inn á breytta úrgangsstjórnun.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að breyta núverandi úrgangsflokkunarkerfi í Hvalfjarðarsveit til samræmis við breytingar á lögum nr. 55/2003 sem koma til framkvæmda þann 1. janúar nk. en þá verður komið á samræmdu flokkunarkerfi um landið allt, þó útfærslunar geti verið mismunandi. Til að uppfylla ákvæði um fjögurra flokka sérsöfnun við íbúðarhús verður bætt við tunnu við hvert heimili í sveitarfélaginu, þannig að sérsöfnun fyrir eftirfarandi úrgangsflokka verði við hvert íbúðarhús í sveitarfélaginu:
    - Pappír/pappi
    - Plastumbúðir
    - Lífrænn úrgangur
    - Almennur úrgangur
    Sama á við fyrir grenndarstöðvar í Hvalfjarðarsveit, að þær taki við þessum sömu fjóru flokkum úrgangs. Að auki verður á grenndarstöðina í Melahverfi komið upp sérsöfnun fyrir eftirtalda flokka: Málma, gler og textíl. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og vonar að með þessum breytingum verði flokkun úrgangs í sveitarfélaginu betri og nýting hráefnis þar af leiðandi einnig betri, umhverfinu til hagsbóta. Kynning og fræðsla á breyttu fyrirkomulagi eru forsenda fyrir því að vel takist til og því samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að öflug kynning meðal íbúa og sumarhúsaeigenda fari fram bæði fyrir innleiðingu, á meðan á innleiðingu stendur og áfram á meðan íbúar sveitarfélagsins eru að læra inn á breytta úrgangsstjórnun."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 7 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi vegna málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir útgáfu byggingarleyfisins ásamt því að byggingarfulltrúa er falið að tryggja að gengið verði frá kvöð um aðkomu að lóðinni og gerð verði grein fyrir öflun neysluvatns fyrir viðkomandi mannvirki."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 7 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi vegna málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir útgáfu byggingarleyfisins ásamt því að byggingarfulltrúa er falið að tryggja að gengið verði frá kvöð um aðkomu að lóðinni og gerð verði grein fyrir öflun neysluvatns fyrir viðkomandi mannvirki."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 7 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 7 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu, með áorðnum breytingum.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslunefnd - 44

2210004F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 44 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við beiðni leikskólastjóra um fá að halda fagmenntuðum umframstarfsmanni í Skýjaborg í nóvember og desember 2022 með kostnaðarauka upp á kr. 1.600.000. Í janúar 2023 fjölgar börnum sem nemur stöðugildinu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni leikskólastjóra um fá að halda fagmenntuðum umframstarfsmanni í Skýjaborg í nóvember og desember 2022 með kostnaðarauka upp á kr. 1.600.000. Í janúar 2023 fjölgar börnum sem nemur stöðugildinu. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2022 þar sem 1,6mkr. færist á deild 04012, ýmsa lykla en kostnaðarauka verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023-2026.

2208038

Fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2023:
Álagning útsvars verði 13,69%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2023-2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

5.Útkomuspá árið 2022.

2210062

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða útkomuspá 2022 og að hún verði send til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem hefur með tilvísun til 79. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, óskað eftir að öll sveitarfélög sendi útkomuspá ársins samhliða fjárhagsáætlun ársins 2023. Útkomuspáin byggir á 8 mánaða uppgjöri sveitarfélagsins og spá um eftirstöðvar ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk) vegna tiltekins landsskika í landi Akrakots.

2210044

Erindi frá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

7.Beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit.

2210045

Erindi frá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Helgi Pétur Ottesen vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

8.Landsbyggðarstígur.

2210049

Erindi frá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Drónakaup Björgunarfélags Akraness.

2210050

Erindi frá Björgunarfélagi Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en þar sem slökkviliðið er rekið sameiginlega af Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað þarf að vinna málið áfram í samstarfi við Akraneskaupstað. Hvalfjarðarsveit mun leggja til við Akraneskaupstað að samtal um erindið fari fram í Samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Galtarlækjarvegar nr. 5044-01 af vegaskrá

2210051

Erindi frá Vegagerðinni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Másstaðavegar nr. 5048-01 af vegaskrá.

2210052

Erindi frá Vegagerðinni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Stjórnsýslukæra nr. 33-2022, vegna vegar að Ölver 12.

2204040

Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Úrskurðurinn framlagður til kynningar en málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.

13.Samtök orkusveitarfélaga - aðalfundur 2022.

2210032

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 2022 lagt fram til kynningar.
Erindinu vísað inn til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

14.Umsögn um Þjóðgarða og önnur friðlýst svæði - lykilþættir.

2210030

Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu lagt fram til kynningar þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir? Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022.
Erindinu vísað inn til USNL nefndar.

15.Umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

2210040

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis er lagt fram til kynningar. Erindið varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.

2210041

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis lagt fram til kynningar. Erindið varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar. Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.

17.220. - 223. fundargerðir Faxaflóahafna sf.

2210039

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

18.13. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2210047

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

19.914. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2210061

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Efni síðunnar