Fara í efni

Sveitarstjórn

360. fundur 28. september 2022 kl. 15:00 - 15:21 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ingunn Stefánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Andrea Ýr Arnarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 359

2208011F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 32

2209001F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5

2209003F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu vegna erindisins.
    Erindið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum/landeigendum.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir grenndarkynningu vegna erindisins. Erindið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum/landeigendum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Svarfhól sbr. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa, félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu og landeiganda Svarfhóls.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Svarfhól sbr. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa, félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu og landeiganda Svarfhóls."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdarleyfið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að áhrif breytingatillögunnar, þ.e. fjölgun íbúða um eina á lóð og bílastæða um 2 á lóð ásamt stækkun byggingarreits og frávik frá bundinni byggingarlínu, séu óveruleg á umhverfi og grenndarhagsmuni fyrir íbúa í Háamel, en áhrifanna gæti fyrst og fremst meðal næstu nágranna við Háamel 1 þ.e. aðliggjandi lóðarhafa. Umfang stækkunar á byggingarreit sé innan gildandi skilmála um byggingarmagn og nýtingarhlutfall á lóðinni.
    Samþykkt að beina því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Háamels skv. 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa við Háamel 2, 4, 3-5 og 6.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni að áhrif breytingatillögunnar, þ.e. fjölgun íbúða um eina á lóð og bílastæða um tvö á lóð ásamt stækkun byggingarreits og frávik frá bundinni byggingarlínu, séu óveruleg á umhverfi og grenndarhagsmuni fyrir íbúa í Háamel, en áhrifanna gæti fyrst og fremst meðal næstu nágranna við Háamel 1 þ.e. aðliggjandi lóðarhafa. Umfang stækkunar á byggingarreit sé innan gildandi skilmála um byggingarmagn og nýtingarhlutfall á lóðinni. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Háamels skv. 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa við Háamel 2, 4, 3-5 og 6."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðanna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 5 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðanna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fræðslunefnd - 43

2209002F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 43 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur um gerð frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og að hann verði skipaður fulltrúum úr grunnskóla, leikskóla, nemendaráði, ungmennaráði, frístunda- og menningarfulltrúa auk fulltrúa úr fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögu nefndarinnar og er oddvita falið í samstarfi við formenn fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar að vinna málið áfram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.“
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tilnefning fulltrúa í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands.

2209016

Erindi frá skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands.
Fyrir liggur að tilnefna tvo aðalfulltrúa og tvo til vara til setu í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Andreu Ýr Arnarsdóttur og Birki Snæ Guðlaugsson sem aðalfulltrúa og Ásu Hólmarsdóttur og Ingu Maríu Sigurðardóttur sem varamenn í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022.

2209037

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundarboð á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga framlagt til kynningar. Ráðstefnan fer fram í Reykjavík dagana 13. og 14. október nk.

7.Umsögn um drög að upplýsingastefnu stjórnvalda.

2209019

Erindi frá Forsætisráðuneyti.
Erindið framlagt.

8.Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara til ríkis og sveitarfélaga vegna verðhækkana á fasteignamarkaði.

2209032

Erindið framlagt.

9.Skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2209035

Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Erindið framlagt og jafnframt vísað inn til USNL nefndar.

10.129., 130. og 131. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2209031

Fundargerðir ásamt fylgigögnum.
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum framlagðar til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:21.

Efni síðunnar