Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 358
2208006F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 37
2208010F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 37 Fríða Sif Atladóttir óskar eftir lausn frá nefndarstörfum í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar frá 31.08.22 þar sem hún er flutt úr sveitarfélaginu. Hún þakkar kærlega fyrir samstarfið.
Nefndin tilnefnir Friðmey Ásgrímsdóttur til setu í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Nefndin þakkar Fríðu fyrir samstarfið og vísar tilnefningu Friðmeyjar til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu frá nefndinni að tilnefna Friðmeyju Ásgrímsdóttur til setu í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn vill einnig taka undir með nefndinni og þakka Fríðu Sif Atladóttur fyrir samstarfið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 52
2208009F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 52 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd vill árétta að fyrra erindi var á grundvelli lögfræðiálits, svari Vegagerðarinnar og samtali við landeiganda Eystri Leirárgarða, svarað á þá leið að ekki væri unnt að leggja þá leið sem landeigendur Vestri-Leirárgarða lögðu til. Því var hins vegar ekki hafnað að unnt væri að tengjast á öðrum stað við lögnina.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn Marteins Njálssonar og Dóru Líndal Hjartardóttur um tengingu tveggja húseigna þeirra á Vestri Leirárgörðum, fastanúmer 2105794 og 2227269 til þess að tengjast Heiðarveitu.
Leita skal samráðs við landeigendur um hagstæðustu legu lagnarinnar. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóri framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir umsókn Marteins Njálssonar og Dóru Líndal Hjartardóttur um tengingu tveggja húseigna þeirra á Vestri Leirárgörðum, fastanúmer 2105794 og 2227269 til þess að tengjast Heiðarveitu. Leita skal samráðs við landeigendur um hagstæðustu legu lagnarinnar. Formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 4
2208008F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 4 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur undir ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum og að það verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
- 4.2 2208047 Mýrarholtsvegur 5-ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnar- iðnaðar og athafnasvæði á Grundartanga.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 4 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br en í því felst m.a. að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið en Skipulagsstofnun telur að umrædd deiliskipulagsbreyting uppfylli skilyrði um óverulega breytingu á deiliskipulaginu sbr. einnig leiðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 8a.
Grenndarkynnt verði hjá lóðarhöfum við Mýrarholtsveg, auk annarra aðliggjandi lóðarhafa þ.e. við Tangaveg og Klafastaðaveg. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. en í því felst m.a. að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið en Skipulagsstofnun telur að umrædd deiliskipulagsbreyting uppfylli skilyrði um óverulega breytingu á deiliskipulaginu sbr. einnig leiðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 8a. Grenndarkynnt verði hjá lóðarhöfum við Mýrarholtsveg auk annarra aðliggjandi lóðarhafa þ.e. við Tangaveg og Klafastaðaveg."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 4 Staða aðalskipulagsmála hjá sveitarfélaginu er þannig að í gildi er aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og í vinnslu ný aðalskipulagstillaga sem gilda á til ársins 2032.
Í ljósi þess að vinna við endurskoðun nýs aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hefur staðið yfir sl. ár, telur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd ekki ástæðu til endurskoðunar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, umfram þá tillögu sem nú er til lokameðferðar hjá sveitarfélaginu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn tekur undir með Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að ekki sé ástæða til endurskoðunar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar umfram þá tillögu sem nú er til lokameðferðar hjá sveitarfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 4 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við opið svæði í Melahverfi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Haustþing SSV 2022.
2208057
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fundarboð á Haustþing SSV sem haldið verður 21. og 22. september nk. á Hótel Stykkishólmi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Elín Ósk Gunnarsdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir. Til vara verði Helgi Pétur Ottesen og Helga Harðardóttir. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu. Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Elín Ósk Gunnarsdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir. Til vara verði Helgi Pétur Ottesen og Helga Harðardóttir. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu. Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
2208056
Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt erindisbréfi valnefndar og viðauka II.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt erindisbréfi valnefndar og viðauka II lagt fram. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. Sveitarstjórn samþykkir að Hvalfjarðarsveit verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn vill þó koma því á framfæri hvað varðar greiðslur og þóknanir að óskandi væri að samræmd og stöðluð viðmið hefðu legið fyrir frá ráðuneytinu til að tryggja samræmi og jafnræði allra umdæmisráða á landsvísu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt erindisbréfi valnefndar og viðauka II lagt fram. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. Sveitarstjórn samþykkir að Hvalfjarðarsveit verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn vill þó koma því á framfæri hvað varðar greiðslur og þóknanir að óskandi væri að samræmd og stöðluð viðmið hefðu legið fyrir frá ráðuneytinu til að tryggja samræmi og jafnræði allra umdæmisráða á landsvísu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032
1901286
Verk- og þjónustusamningur við EFLU.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðan og uppfærðan verksamning við EFLU ehf. um verklok endurskoðunar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagðan rammasamning um ráðgjafaþjónustu við EFLU ehf. og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðan og uppfærðan verksamning við EFLU ehf. um verklok endurskoðunar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagðan rammasamning um ráðgjafaþjónustu við EFLU ehf. og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023-2026.
2208038
Skatttekjuáætlun 2023.
Skatttekjuáætlun 2023 lögð fram til kynningar.
9.Sjálfseignarstofnun - Nýsköpunarnet Vesturlands.
2203029
Upplýsingapóstur ásamt kynningu frá stjórnarformanni.
Upplýsingapóstur ásamt kynningu frá stjórnarformanni lagt fram til kynningar.
10.Vindorkugarður í landi Brekku -Undirskriftalisti.
2208050
Áskorun til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og Skipulagsstofnunar.
Undirskriftarlisti framlagður. Sveitarstjórn vill þakka íbúum, landeigendum, frístundahúsaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum fyrir að láta sig málið varða og fyrir að koma þeim skýrt á framfæri með afhendingu á undirskriftarlista gegn vindorkugarði í landi Brekku. Sveitarstjórn ber virðingu fyrir þeim sjónarmiðum og vill ítreka að eins og framkvæmdinni er lýst í drögum að matsáætlun er hún ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar né endurskoðað aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar til ársins 2032 sem væntanlega muni hljóta staðfestingu ráðherra og öðlast gildi í árslok 2022. Sveitarstjórn vill einnig ítreka að skv. ákvæðum í endurskoðuðu aðalskipulagi verður ekki tekin afstaða til breytinga aðalskipulags vegna vindorkuvera og/eða vindrafstöðva yfir 35 metra nema fyrir liggi skýr stefnumörkun á landsvísu um vindorkunýtingu og/eða í rammaáætlun.
11.Erindi frá Reyni Ásgeirssyni.
2208051
Vegna umsagnar sveitarfélagsins til Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna fyrirhugaðs vindorkugarðs í landi Brekku.
Erindi framlagt. Sveitarstjórn vill þakka Reyni Ásgeirssyni fyrir erindið og að láta sig málið varða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi nr. 358 tillögu nefndarinnar að umsögn um matsáætlun varðandi vindorkugarð í landi Brekku. Hvalfjarðarsveit hefur því veitt umsögn um matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
12.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2205025
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindi framlagt.
Landsþingsfulltrúar voru boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi, dagskrá og gögnum. Landsþingið verður haldið í menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 28. til 30. september nk. Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á landsþinginu er Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, og til vara er Helga Harðardóttir, varaoddviti. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.
Landsþingsfulltrúar voru boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi, dagskrá og gögnum. Landsþingið verður haldið í menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 28. til 30. september nk. Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á landsþinginu er Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, og til vara er Helga Harðardóttir, varaoddviti. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.
13.177. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands
2209010
Fundargerð ásamt gögnum.
Fundargerð ásamt gögnum lögð fram.
14.912. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2209001
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:25.