Fara í efni

Sveitarstjórn

136. fundur 23. október 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson
  • Ása Helgadóttir
  • Sævar Ari Finnbogason
  • Hallfreður Vilhjálmsson
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir
  • Stefán Ármannsson
  • Brynjar Ottesen 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti benti á að liður 1210046 sóknaráætlun er afgreiðslumál. SÁ óskaði eftir að taka lið 9. skráning reiðleiða kortasjá sem 6. lið. Samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til sem þessu nemur. Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 135

1210001F

SÁ ræddi lið 5. mál 1210025 fundargerð starfshóps um hitaveituvæðingu og boðun fundar með stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar. SÁ ítrekaði fyrirspurn sína varðandi fundarboðun. AH SAF LJ ÁH SÁ og SSJ ræddu sama mál. Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 16

1210003F

HHK fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. SSJ ræddi 8 lið fundargerðarinnar 1210052 - umsjón fasteigna. HV benti á að í lið 9 mál 1204051 að umrædd brú yrði í landi Hafnar en ekki í Hafnarsels. SAF svaraði fram komunum fyrirspurnum. HV ræddi sama erindi og hugmyndir varðandi mannvirkjanefnd. ÁH ræddi lið 8. HHJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH óskaði eftir frestun á afgreiðslu á lið 8. Fundargerðin framlögð.

3.Fundur kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar, 11. október 2012.

1210044

Fundargerðin framlögð

4.Ósk um framlag til tækjakaupa.

1210037

Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.
SAF ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið og vísa því til fjárhagsáætlunar 2013. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

5.Atvinnuuppbygging á athafna- iðnaðar og hafnarsvæðum á Grundartanga, í Hvalfjarðarsveit og á Akranesi

1209033

Var frestað á 134. fundi sveitarstjórnar.
SSJ lagð til að samþykkja að taka jákvætt í erindið og fela oddvita og sveitarstjóra að taka upp viðræður við málsaðila. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Skráning reiðleiða - kortasjá.

1210045

Erindi frá Landssambandi hestamanna. Beiðni um fjárstuðning næstu fjögur ár.
SÁ óskaði eftir að sveitarstjórn fjalli um hæfi sitt til þess að fjalla um málið þar sem hann er nýkjörinn í varastjórn Landssambands hestamanna. Sveitarstjórn samþykkir með 6-1 að SÁ sé hæfur til þess að fjalla um málið. SAF greiddi atkvæði gegn tillögunni. SÁ ræddi reiðleiðir og hnitsetningar reiðleiða. SSJ ræddi reiðleiðir í aðalskipulagi og hnitsetningar þeirra. ÁH lagði til að fresta afgreiðslu á styrkbeiðninni og að taka erindið undir lið 1208036 sem er næst á dagskrá fundarins, óskaði eftir fundarhléi. SAF ræddi styrkbeiðnina og að óskað er eftir framlagi í 4 ár. AH lagði til að erindið verði sent til USN til umsagnar og einnig til umræðu undir lið 6. HV benti á að ekki er verið biðja um styrk fyrir þetta ár heldur næsta og þrjú eftir það. SAF tók undir með HV og lagið til að vísa málinu til USN. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

7.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2012.

1208036

Umsóknir áður sendar sveitarstjórn.
SSJ óskaði eftir fundarhléi. Samþykkt. Að afloknu fundarhléi, SSJ fór yfir sameiginlega tillögu sveitarstjórnar varðandi úthlutun kr 625.000 tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Skipting eftirfarandi; Leikfélagið Sunnan Skh 225.000, nemendur 9 og 10 bekk Heiðarskóla 140.000, kvenfélagið Lilja 75.000, ísl. eldsmiðir v. Norðurlandamóts 65.000, Vatnaskógur bygging Birkiskála II, 100.000, Ljósbogi fræðsla 20.000. Samtals 625.000 kr.

8.Framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar á Höfða.

1210030

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.43. aðalfundur SSV, niðurstöður aðalfundar og drög að skapalóni.

1210046

Sóknaráætlun.
LJ ræddi erindið og lagði til að fallast á drögin eins og þau liggja fyrir í dag. ÁH ræddi erindið og lagði til að samþykkja drögin. SAF ræddi sóknaráætlun, IPA styrki og drög að skapalóni lagði til að samþykkja drögin í eitt ár til reynslu. Ræddi ályktanir SSV td varðandi fjölgun í stjórn samtakanna. Tillaga um að samþykkja drögin eins og þau liggja fyrir til eins árs samþykkt samhljóða 7-0. Erindinu er vísað til kynningar í menningar- og atvinnuþróunarnefndar

10.Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.

1104023

Bréf frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf., dagsett 16. október 2012.
LJ gerði grein fyrir fundi með stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar 11. september og 17. október en á þeim fundum kom stjórn Hitaveitufélagsins með munnlegar hugmyndir varðandi tilboð til Hvalfjarðarsveitar hefur LJ ítrekað að fá það tilboð skriflega frá stjórn Hitaveitufélagsins svo að sveitarstjórn geti tekið formlega afstöðu til tilboðsins. SAF ræddi erindið. SSJ ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi bókun; Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að láta gera almenna úttekt á samþykktum Hitaveitufélagsins og einnig hver sé réttur sveitarfélagsins gagnvart því að fá afhent vatn við Tungu s.b. bréf dagsett 17. apríl s.l. og svarbréf frá hitaveitufélaginu dagsett 16. okt. s.l. Einnig verði skoðað með hvaða hætti sveitarfélagið geti selt hluta af eignarhlut sínum í félaginu. HV benti á að hann er eigandi í Hitaveitufélaginu og komi til afgreiðslu þá lýsi hann sig vanhæfan. SAF ræddi samþykktir Hvalfjarðarsveitar varðandi hæfi. Tók undir bókun SSJ og ræddi eignarhald og fleira. HV ræddi fram komnar hugmyndir varðandi hæfi og hvort bréfið eigi ekki að fara til starfshópsins. SSJ ræddi erindið og ræddi 7 grein Hitaveitufélagsins. ÁH ræddi samþykktir Hitaveitufélagsins og tekur undir bókun SSJ. LJ gerði grein fyrir að Innanríkisráðuneytið er að skoða fyrir Hvalfjarðarsveit ábyrgð sveitarfélags gagnvart samþykktum félags sem er í yfir 50% eigu sveitarfélagsins en erindið var sent IRR 25. júlí 2011. SÁ ræddi fundarboðun í starfshópnum. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum. SAF og SÁ ræddu sama mál. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH ræddi erindið og lagði til að vísa bréfinu til starfshópsins. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum. SAF ræddi bókun SSJ og svarbréf Hitaveitufélagsins. AH spurðist fyrir varðandi kostnað og framkvæmd tillögunnar. HV gerði athugasemd við málsmeðferðina. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV yfirgaf fundinn. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ, BO, SAF og ÁH. SÁ situr hjá við afgreiðsluna. AH greiðir atkvæði gegn tillögunni og gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun; Í tillögunni kemur ekki fram hver gerir úttektina, hvað hún kostar eða hvort eru til fjármunir í slíka úttekt né af hvaða lið fjárhagsáætlunar eigi að taka þá fjármuni. Ekki fengust heldur svör við þessum fyrirspurnum mínum á fundinum.
Tillaga um að vísa erindi Hitaveitufélagsins til starfshópsins. Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. SÁ situr hjá við afgreiðsluna. HV tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

11.Fjárhagsáætlun 2013.

1206045

LJ gerði grein fyrir vinnu við fjárlagagerð. Erindið framlagt.

12.Raforkuflutningskerfi - Þróun og uppbygging.

1210047

Frá Línudansi ehf., dagsett 9. október 2012. Þegar sent form. USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

13.Ályktanir Þroskahjálpar frá fulltrúafundi dagana 12-14 okt. sl.

1210069

Erindi frá Landssamtökum Þroskahjálpar. Þegar sent form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.
Erindið framlagt

14.Betra líf - mannúð og réttlæti.

1210070

Frá SÁÁ.
Erindið framlagt

15.Metanorkuver í Melasveit.

1210071

Erindi frá Metanorku, dagsett 18. október 2012. Gögnin liggja frammi og verða send rafrænt.
LJ gerði grein fyrir erindinu og lagði til að vísa erindinu til USN nefndar til umfjöllunar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

16.Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál.

1210072

Frá Alþingi, dagsett 19. október 2012. Þegar sent til form. kjörstjórnar.
Erindið framlagt

17.102. fundur Faxaflóahafna.

1210060

Fundargerðin framlögð

18.17. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1210068

Fundargerðin framlögð

19.43. aðalfundur SSV, niðurstöður aðalfundar og drög að skapalóni.

1210046

Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Aðalfundargerð og samantekt frá aðalfundi SSV 2012, liggur frammi. Sjá nánar http://www.ssv.is/default.asp?
Fundargerð aðalfundar framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar