Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 332
2106005F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143
2107001F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143 Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfin.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir endurnýjað framkvæmdaleyfi vegna efnislosunar í flæðigryfjur á svæði E og F. Jafnframt veitir sveitarstjórn framkvæmdaleyfi vegna efnislosunar í flæðigryfju svæði H. Gildistími framkvæmdaleyfanna er þar til umrædd svæði eru að fullu nýtt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd tók erindið til umfjöllunar.
Að lokinni vinnu við sáttaviðræður milli landeigenda án árangurs leggur nefndin til að sveitarstjórn ákvarði hvort grípa þurfi til álagningu dagsekta á hendur eigenda Vestri-Leirárgarða, vegna þess sem nefndin telur ólögmætar aðgerðir landeiganda, sbr. 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umræddar aðgerðir landeigandans miða að því að koma í veg fyrir gegnumakstur í gegnum jörðina en skv. gildandi deiliskipulagsáætlun hvílir lögmæt skipulagskvöð um gegnumakstur á jörðinni.
Bókun fundar Sveitarstjórn tók erindi Veiðifélags Leirár og landeigenda Eystri-Leirárgarða til sveitarfélagsins dags. 17. júní 2021 til umfjöllunar.
Erindið var til umfjöllunar hjá USN nefnd á fundi nefndarinnar þann 6. júlí sl. sem vísaði því til sveitarstjórnar til ákvörðunar um álagningu dagsekta.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði sú krafa á hendur landeigendum Vestri-Leirárgarða að láta af öllum lokunum eða hindrunum sem beinast gegn skipulagskvöð um gegnumakstur.
Verði ekki orðið við þeirri kröfu verði hafinn undirbúningur að álagningu dagsekta á hendur landeigendum Vestri-Leirárgarða af hálfu sveitarfélagsins vegna þess sem sveitarstjórn telur ólögmætar aðgerðir landeigenda, sbr. 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn telur að umræddar aðgerðir landeigenda miði eingöngu að því að koma í veg fyrir gegnumakstur í gegnum jörðina en skv. gildandi deiliskipulagsáætlun hvíli lögmæt skipulagskvöð um gegnumakstur á jörðinni.
Sveitarstjórn mælir því fyrir um að landeigendum skuli veittur 7 daga frestur til að láta af öllum ólögmætum lokunum sínum, sem felast t.a.m. í því að leggja ökutækjum og eftirvögnum þvert fyrir veginn og setja upp hlið sem eru of þröng fyrir bíla að komast í gegnum, og að allar hindranir gegn gegnumakstri jarðarinnar skuli fjarlægðar.
Verði ekki orðið við kröfu sveitarfélagsins innan gefins frests skuli leggjast dagsektir á eigendur Vestri-Leirárgarða samtals að fjárhæð kr. 10.000.- fyrir hvern dag sem hinar ólögmætu lokanir standa. Verði hlé á aðgerðum og þær síðar teknar upp að nýju verði dagsektum skv. framansögðu jafnframt beitt gagnvart síðari lokunum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG sat hjá.
Marteinn Njálsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Til máls tóku DO og EÓG.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Hjallholt 12, 13, 15, 16, 17 og landeigandi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfi á Hjallholti 14 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, Hjallholt 12,13,15,16,17 ásamt landeiganda, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 143 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna byggingarleyfi fyrir breyttri mænisstefnu í landi Kalastaða. Í gildandi deilskipulagi er sýnd mænisstefna á skipulagsuppdrætti og einnig í greinagerð skipulagsins stendur í kafla 4.2: "Mænisstefna er sýnd á skipulagsuppdrætti og fylgir hún að mestu landhalla og skal aðalstefna húss fylgja henni". Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og hafnar veitingu byggingarleyfis, með breyttri mænisstefnu, fyrir sumarhús á lóðinni Birkihlíð 39. Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Brynja Þorbjörnsdóttir vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 38
2106006F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tók EÓG.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tók EÓG.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 38 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að TSV sf. og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna áfram með málið og framkvæma verðkönnun á jarðvinnu fyrir verkið.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Marteinn Njálsson situr hjá. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur TSV sf. og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna áfram að málinu og framkvæma verðkönnun á jarðvinnu fyrir verkið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG og MN sátu hjá.
Til máls tóku EÓG, GJ og MN. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 38 Í ljósi niðurstöðu Verkís á úttekt á þaki Heiðarskóla þá leggur Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd til við sveitarstjórn að Verkís verði falið að framkvæma raka- og loftgæðamælingar á húsnæði Heiðarskóla í sumar og viðgerð og endurbætur á þaki verði vísað til næstu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022, verkið verði boðið út í janúar 2022 og framkvæmdir hefjist í lok skólaárs 2022. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita tilboða og vinna áfram með verkið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar vegna þaks á húsnæði Heiðarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 38 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að koma verkinu í útboðsferli. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 38 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita eftir tilboðum á hönnun íþróttahúss hjá fjórum Arkitektastofum samkv. útboðs- og samningsskilmálum sem unnið hefur verið að. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita tilboða hjá fjórum arkitektastofum vegna hönnunar nýs íþróttahúss við Heiðarskóla. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða útboðs- og samningsskilmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 38 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram með Skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna að málinu ásamt skipulags- og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélags Grundartanga 2021-2024.
2107007
Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga ehf.
Um er að ræða styrkbeiðni til fjármögnunar starfsemi Þróunarfélagsins 2021-2024 og verkefnum tengdum uppbyggingu græns hringrásargarðs á Grundartanga, t.a.m. stofnun samstarfs- og þróunarklasa, ýmis þróunarverkefni s.s. nýting glatvarma frá Elkem til hitaveitu, önnur þróunarverkefni og innviðauppbygging til framtíðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu, að því gefnu að fjármögnun verði að fullu tryggð. Jafnframt er því beint til félagsins að leita styrkja eins og kostur er og verði styrkir hærri en áætlun ráðgerir þá komi það til lækkunar á framlögum annarra aðila. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 15mkr. á deild 13089, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók MN.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu, að því gefnu að fjármögnun verði að fullu tryggð. Jafnframt er því beint til félagsins að leita styrkja eins og kostur er og verði styrkir hærri en áætlun ráðgerir þá komi það til lækkunar á framlögum annarra aðila. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 15mkr. á deild 13089, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók MN.
5.Umsagnarbeiðni-Fjölskylduhátíð Vatnaskógi.
2106070
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Stjórnsýslukæra nr. 59-2021 - vegna synjunar umsókna um að breyta landnotkun á hluta jarðanna Fellsenda og Galtalækjar.
2105023
Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Framlagður er úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála en nefndin vísaði kærumálinu frá.
Til máls tók EÓG.
Til máls tók EÓG.
7.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.
2107005
Aðalfundargerð.
Framlögð aðalfundargerð Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf.
8.120. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
2106069
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
9.10. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
2107003
Fundargerð
Fundargerðin framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, vegna 3. töluliðar fundargerðarinnar, viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 161þús.kr. á deild 13021, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun af handbæru fé".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, vegna 3. töluliðar fundargerðarinnar, viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 161þús.kr. á deild 13021, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun af handbæru fé".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 15:45.