Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 326
2103007F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137
2103003F
Fundargerðin framlögð
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að eiga samstarf við Umhverfisnefnd Heiðarskóla um verkefnið eins og lýst er í erindinu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um samstarf við Umhverfisnefnd Heiðarskóla vegna fyrirhugaðs hreinsunarátaks á Degi umhverfisins líkt og fram kemur í erindi Umhverfisnefndar Heiðarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til Elkem fyrir losun efnis í flæðigryfju á Gundartanga skv. því fyrirkomulagi sem lýst er umsókn dags. 4. mars 2021.
Framkvæmdaleyfið gildir þar til afmarkað svæði Elkem í flæðigryfju skv. deiliskipulagi er full nýtt sem áætlað er að verði í árslok árið 2023.
Gerð verði árleg áfangaúttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.
Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um afgreiðslu framkvæmdaleyfisins með þeim ákvæðum sem fram koma í bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
- 2.5 2103089 Vindmyllur á Grjóthálsi-ósk um umsögn skipulags- og matslýsingar, breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar þar sem gert er ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði á Grjóthálsi skv. skipulags- og matslýsingu frá því í janúar 2021.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um afgreiðslu erindisins og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar sbr. fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu frá því í janúar 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gildandi gjaldskrá Hvalfjarðarsveitar "fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar" nr. 909/2014 verði endurskoðuð með hliðsjón af ábendingum Samtaka iðnaðarins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að taka til endurskoðunar gildandi gjaldskrá Hvalfjarðarsveitar "fyrir afgreiðslur umsókna, leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar" nr. 909/2014."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa að nýju deiliskipulag fyrir Eyrarás og Eyrarskjól samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir Eyrarás og Eyrarskjól samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd getur ekki orðið við erindi bréfritara um breytta landnotkun, þar sem hún samræmist ekki stefnumörkun sveitarfélagsins við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og tekur undir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, EÓG sat hjá.
Til máls tóku MN og DO. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 137 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35
2103009F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að heitt vatn til frekari vatnsöflunar fyrir Heiðarskólasvæðið verði tekið úr lögn Veitna ohf við Beitistaði.
Ráðgjafi verði fenginn til þess að hanna stofn- og dreifikerfi veitunnar sem og útbúa gögn til þess að bjóða verkið út.
Samþykkir þessari tillögu 4.
Á móti Marteinn Njálsson
Hvalfjarðarsveit 31.mars 2021
Í ljósi þeirra fosenda sem getið er í samanburðargreingu um hagkvæmni þess að tengja nýja hitaveitu við Heiðarskóla vil ég gera athugasemd.
Hvalfjarðarðsveit hefur keypt heitt vatn af Hitaveitu Hvalfjarðar fyrir sundlaugina að Hlöðum á þeim kjörum sem eigendur hitaveitunnar njóta. Sú upphæð kemur hvergi fram í þessum samanburði sem okkur er ætlað að vinna með.
Það sjá það allir að það munar miklu á milli þess sem hér er verið að tala um.
Í þessari greiningu kemur fram að Hitaveitufélag Hvalfjarðar sé að bjóða Hvalfjarðarsveit heitt vatn samkvæmt taxta kr. 188m3 án skatta og afsláttar. Sú upphæð sem Hvalfjarðarsveit er að greiða í dag er um það bil kr. 32 m3 án skatta. Þarna munar miklu.
Það þarf ekki að taka það fram að Hvalfjarðarsveit á yfir 50% eignarhlut í Hitaveitu Hvalfjarðar á móti öðrum hluthöfum og ætti að njóta sömu kjara og aðrir eigendur.
Svo hægt sé að bera saman þá tvo kosti sem hér eru ræddir þurfa gefnar forsendur að vera réttar.
Marteinn Njálsson
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og að gengið verði til samninga við Veitur ohf. vegna frekari vatnsöflunar á heitu vatni fyrir Heiðarskólasvæðið. Samanburðargreining sem unnin var af BMJ Consultancy fyrir Hvalfjarðarsveit leiðir í ljós að það er um 36-42% ódýrari kostur, bæði hvað varðar framkvæmd og rekstur, að flytja sama orkumagn frá stofni Veitna í landi Beitistaða en frá stofni Hitaveitu Hvalfjarðar við Tungu að Heiðarskólasvæðinu. Það sem mestu ræður um er lengd stofnlagnar og mikill munur orkumagns í hverjum rúmmetra vatns vegna mikils munar á hitastigi vatnsins hjá Veitum annarsvegar og hins vegar Hitaveitufélagi Hvalfjarðar.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita tilboða vegna verkefnisins í verkefnastjórn, hönnun og aðra þá umsýslu sem verkið felur í sér."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG og MN voru á móti.
MN gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Þessi tillaga meirihlutans er bara eins og þörfin er nú engin framtíðarsýn og útilokar að heitt vatn komist niður Leirársveitina og hamlar þar uppbyggingu.
Samanburðargreining BMJ er óhæf vegna þeirra forsenda sem honum voru gefnar. Verð á vatninu frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar til eigenda er 31,3 kr. Per tonn, uppgefið verð frá H.H. í samanburðargreiningunni er margfallt hærra og þar finnst mér eigendum Hitaveitufélags Hvalfjarðar gróflega mismunað. Þetta er örugglega ekki einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og sameignarfélags lögin segja til um. Má því segja að geta þeirrar nefndar sem valin var til þess að semja um hugsanlegt verð frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar hafi verið arfa slök og ekki einu sinni komið verðinu niður í taxta almennra notenda sem er 133 kr. Per tonn. Ef sveitarfélagið leggur hitavatnsleiðsluna frá Tungu og niður á Heiðarskólasvæðið, Hitaveitufélagi Hvalfjarðar að kostnaðarlausu hvers vegna fær sveitarfélagið þá ekki sitt vatn á sama verði og aðrir eigendur. Er kannski skýringin sú að það á að hækka verðið á vatninu til eigenda upp í sama verð og sveitarfélaginu var boðið. Ef ég fæ ekki haldbæra skýringu þá lít ég svo á að eitthvað sé verið að fela.
Þetta er ekki þráhyggja hjá mér eins og einn sveitarstjórnarfulltrúi meirihlutans hélt fram á síðasta fundi Mannvirkja og framkvæmdanefndar, þetta eru hagsmunir sveitarfélagsins sem ég berst fyrir að séu hafðir í öndvegi. Í samanburðargreiningu BMJ þar sem talað er um 2. sek.l. sem áætlaða vatnsþörf Heiðarskóla tek ég þessa tvo lítra frá H.H. og umbreyti þeim í jafn mikla orku og eru í tveimur lítrum frá Veitum og þá þarf 2.8 sek.lítra frá H.H. þá er þetta samanburðarhæft.
Orkan frá Veitum kostar á ári 10 milljónir og 900 þús. á ári.
Orkan frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar kostar á ári 2 milljónir og 687 þús.
Aðrir sveitastjórnarfulltrúar hér inni hafa sjálfsagt reiknað þetta út og geta þá væntanlega tekið afstöðu til þess hvað er hagstæðast fyrir sveitarfélagið.
Marteinn Njálsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við lagningu hitaveitulagnar sem yrði frá stút Veitna í Beitistaðalandi og efst í Bjarkarásinn og enn fremur að leggja leiðslu frá Tungu úr heitavatnsleiðslu Hitaveitufélags Hvalfjarðar og niður í Heiðarskóla.
Greinargerð:
Með þessu er hugsað til framtíðar svo uppbygging á lögbýlum sveitarfélagsins sé ekki hamlandi vegna skorts á heitu vatni þar sem hefðbundinn landbúnaður er á miklu undanhaldi.
Ég mæli með því að sveitarfélagið styrki þau köldu svæði í sveitarfélaginu á einhvern hátt svo íbúar þeirra geti breytt húshitun sinn úr rafmagni í heitt vatn eða varmadælu."
Tillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum.
Elín Ósk Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Ég legg til að afgreiðslu málsins verði frestað og tillaga Marteins Njálssonar verði útfærð betur."
Tillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum.
Til máls tóku EÓG, MN, GJ, BÞ og DO.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnistjóra framkvæmda og eigna ásamt Byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar að útbúa gögn til lokaðs útboðs á ráðgjöf og Arkitektahönnun á íþróttahúsi við Heiðarskóla. Einnig sé þessum aðilum falið að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna, byggingarfulltrúa og formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar að útbúa gögn til lokaðs útboðs á ráðgjöf og arkitektahönnun á íþróttahúsi við Heiðarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gangast við tilboði Verkís og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi við Verkís."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að félagsheimilið Fannahlíð ásamt því landi sem tilheyrir verði verðmetið og í framhaldi boðið til sölu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar við afgreiðslu erindisins og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna ásamt sveitarstjóra að láta verðmeta eignina og setja á söluskrá þar sem óskað verði tilboða í eignina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði eftir tilmælum Tölvuþjónustunnar ehf og farið verði í endurnýjun á búnaðinum á árinu 2021. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að farið verði í endurnýjun á þráðlausum netbúnaði í stofnunum í eigu Hvalfjarðarsveitar og samþykkir vegna þess viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 714.237 á deildir 31021, 31022, 31042, 31046, 31058 og 31060, lykla 2760 og 4980, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun óvissra útgjalda á deild 31090, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að málið verði tekið upp að nýju og farið verði í endurnýjun og viðbætur á öryggismyndavélum á árinu 2021. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að farið verði í endurnýjun og viðbætur á öryggismyndavélum á árinu 2021 og samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 2.849.171 á deildir 31042, 31046, 31058, 31060 og 31068, lykla 4660 og 4980, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun óvissra útgjalda á deild 31090, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 35 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa í fyrstu aðeins lóðir sem eftir eru við Háamel. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að lóðir sem eru óúthlutaðar við Háamel verði auglýstar sbr. reglur um lóðaúthlutun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.
4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 23
2103008F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 23 Nefndin tilnefnir Helgu Harðardóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og tilnefnir Helgu Harðardóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í valnefndina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 23 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að aðildarsamningur Hvalfjarðarsveitar við Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala verði endurnýjaður til frambúðar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur félagsmálastjóra að óska eftir ótímabundnum aðildarsamningi að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 23 Nefndin tilnefnir Fríðu Sif Atladóttur í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að skipa Fríðu Sif Atladóttur sem nýjan fulltrúa í ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar í stað Sigríðar Elínar Sigurðardóttur, jafnframt vill sveitarstjórn þakka Sigríði Elínu fyrir hennar störf í ungmennaráði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Ósk um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn og nefndum Hvalfjarðarsveitar.
2104009
Erindi frá Rögnu Ívarsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Rögnu Ívarsdóttur um tímabundið leyfi frá störfum, vegna persónulegra ástæðna, í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd og sem varamaður í fjölskyldu- og frístundanefnd, leyfið gildir frá 15. apríl 2021 til 30. september 2021 sbr. ósk bréfritara. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða tillögu Í- lista að Jóhanna Harðardóttir verði aðalmaður í umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd og Ólafur Ingi Jóhannesson verði til vara. Varamaður í fjölskyldu- og frístundanefnd verði Valgerður Jóna Oddsdóttir. Sveitarstjórn óskar Rögnu velfarnaðar í sínum verkefnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Rögnu Ívarsdóttur um tímabundið leyfi frá störfum, vegna persónulegra ástæðna, í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd og sem varamaður í fjölskyldu- og frístundanefnd, leyfið gildir frá 15. apríl 2021 til 30. september 2021 sbr. ósk bréfritara. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða tillögu Í- lista að Jóhanna Harðardóttir verði aðalmaður í umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd og Ólafur Ingi Jóhannesson verði til vara. Varamaður í fjölskyldu- og frístundanefnd verði Valgerður Jóna Oddsdóttir. Sveitarstjórn óskar Rögnu velfarnaðar í sínum verkefnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Beiðni um lausn frá störfum í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
2104016
Erindi frá Sæmundi R. Þorgeirssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Sæmundar R. Þorgeirssonar um lausn frá störfum í fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar, óskin er framkomin vegna ráðningar Sæmundar í starf aðalbókara hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn þakkar Sæmundi fyrir hans störf í fjölskyldu- og frístundanefnd. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fjölskyldu- og frístundanefnd verði Helga Jóna Björgvinsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Sæmundar R. Þorgeirssonar um lausn frá störfum í fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar, óskin er framkomin vegna ráðningar Sæmundar í starf aðalbókara hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn þakkar Sæmundi fyrir hans störf í fjölskyldu- og frístundanefnd. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fjölskyldu- og frístundanefnd verði Helga Jóna Björgvinsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Skipan nýs fulltrúa í menningar- og markaðsnefnd fyrir hönd Á-lista.
2104018
Erindi frá Á-lista.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Bára Tómasdóttir verði nýr aðalmaður í menningar- og markaðsnefnd í stað Ástu Marý Stefánsdóttur sem hafði áður beðist lausnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.
"Sveitarstjórn samþykkir að Bára Tómasdóttir verði nýr aðalmaður í menningar- og markaðsnefnd í stað Ástu Marý Stefánsdóttur sem hafði áður beðist lausnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók DO.
8.Fyrirspurn vegna Hitaveitu Hvalfjarðar sf.
2103111
Fram eru lögð svör Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. við fyrirspurnum Íbúalistans dags. 19. mars 2021 sem lagðar voru fram á 326. fundi sveitarstjórnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Vegna óskar Íbúalistans þess efnis að sveitarfélagið láti fara fram óháða almenna úttekt á fyrirtækinu tekur sveitarstjórn undir ábendingu Hitaveitunnar sem fram kemur í svörum hennar varðandi þetta atriði.
Þar er átt við að sveitarstjórn fallist á að Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf. sé sjálfstæður lögaðili sem um gildi lög nr. 50/2007 um sameignarfélög og lúti sem slíkt ekki beinni stjórn sveitarfélagsins eða sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn hafi þar af leiðandi enga heimild til þess að láta fara fram almenna úttekt á fyrirtækinu. Með vísan til þessa telur sveitarstjórn að ekki sé hægt að verða við umræddri beiðni Íbúalistans. Beiðni Íbúalistans til sveitarstjórnar um almenna úttekt á Hitaveitu Hvalfjarðar sf. er synjað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG og MN á móti.
Til máls tóku MN, EÓG, BÞ, GJ og LBP.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Vegna óskar Íbúalistans þess efnis að sveitarfélagið láti fara fram óháða almenna úttekt á fyrirtækinu tekur sveitarstjórn undir ábendingu Hitaveitunnar sem fram kemur í svörum hennar varðandi þetta atriði.
Þar er átt við að sveitarstjórn fallist á að Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf. sé sjálfstæður lögaðili sem um gildi lög nr. 50/2007 um sameignarfélög og lúti sem slíkt ekki beinni stjórn sveitarfélagsins eða sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn hafi þar af leiðandi enga heimild til þess að láta fara fram almenna úttekt á fyrirtækinu. Með vísan til þessa telur sveitarstjórn að ekki sé hægt að verða við umræddri beiðni Íbúalistans. Beiðni Íbúalistans til sveitarstjórnar um almenna úttekt á Hitaveitu Hvalfjarðar sf. er synjað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG og MN á móti.
Til máls tóku MN, EÓG, BÞ, GJ og LBP.
9.Breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-19.
2104011
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir sbr. heimild sveitarstjórnarráðherra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess og að heimilt verði að staðfesta fundargerðir sveitarstjórnar og fastanefnda með rafrænum hætti. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fundir sveitarstjórnar verði ekki opnir almennum gestum meðan í gildi eru samkomutakmarkanir og 2 metra nálægðarmörk þar sem rými fundarsalar takmarkar fjölda fundargesta. Sveitarstjórn samþykkir einnig að óska eftir áliti eða leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna heimilda sveitarfélaga til að beita vægari innheimtuaðgerðum vegna fasteignaskatta á tímum Covid-19 en um er að ræða heimild vegna dráttarvaxta fasteignaskatta."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir sbr. heimild sveitarstjórnarráðherra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess og að heimilt verði að staðfesta fundargerðir sveitarstjórnar og fastanefnda með rafrænum hætti. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fundir sveitarstjórnar verði ekki opnir almennum gestum meðan í gildi eru samkomutakmarkanir og 2 metra nálægðarmörk þar sem rými fundarsalar takmarkar fjölda fundargesta. Sveitarstjórn samþykkir einnig að óska eftir áliti eða leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna heimilda sveitarfélaga til að beita vægari innheimtuaðgerðum vegna fasteignaskatta á tímum Covid-19 en um er að ræða heimild vegna dráttarvaxta fasteignaskatta."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Ársreikningur Höfða 2020.
2103127
Ársreikningur Höfða 2020 ásamt fylgigögnum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning fyrir sitt leyti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning fyrir sitt leyti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Styrktarsjóður EBÍ 2021.
2104003
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Framkvæmdaleyfi vatnslagnar.
1908010
Erindi frá LIBRA lögmönnum ehf.
Lagt er fram erindi Libra lögmanna f.h. Hólmsbúðar ehf., eiganda 50% jarðarinnar Ytri-Hólms í óskiptri sameign, og Ellerts Björnssonar, eiganda meirihluta jarðarinnar Akrakots, dags. 3. mars 2021.
Bréfið var sent sveitarfélaginu og lögmanni þess með tölvupósti dags. 19.3. eftir að hafa upphaflega verið ranglega sent Borgarbyggð.
Í bréfinu er farið fram á að framkvæmdaleyfi sem hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps veitti Orkuveitu Reykjavíkur þann 29.10.2004 fyrir vatnslagnir frá inntaksmannvirkjum við Berjadalsá á því svæði sem liggur um Innri Akraneshrepp verði fellt úr gildi.
Grundvöllur kröfunnar er sá að þegar vatnslögn sú sem nú er í notkun á umræddu svæði var grafin í jörð hafi eldri lögn ekki verið fjarlægð um leið sem hafi verið skylt skv. því sem fram kemur í bréfinu en eldri lögnin er úr asbesti.
Fram kemur í bréfinu að gerð hafi verið sú krafa á hendur Orkuveitunni af hálfu Hólmsbúð ehf. að báðar lagnir verði fjarlægðar úr landi að Ytri-Hólmi án tafar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að svara bréfinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Daníel Ottesen vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Bréfið var sent sveitarfélaginu og lögmanni þess með tölvupósti dags. 19.3. eftir að hafa upphaflega verið ranglega sent Borgarbyggð.
Í bréfinu er farið fram á að framkvæmdaleyfi sem hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps veitti Orkuveitu Reykjavíkur þann 29.10.2004 fyrir vatnslagnir frá inntaksmannvirkjum við Berjadalsá á því svæði sem liggur um Innri Akraneshrepp verði fellt úr gildi.
Grundvöllur kröfunnar er sá að þegar vatnslögn sú sem nú er í notkun á umræddu svæði var grafin í jörð hafi eldri lögn ekki verið fjarlægð um leið sem hafi verið skylt skv. því sem fram kemur í bréfinu en eldri lögnin er úr asbesti.
Fram kemur í bréfinu að gerð hafi verið sú krafa á hendur Orkuveitunni af hálfu Hólmsbúð ehf. að báðar lagnir verði fjarlægðar úr landi að Ytri-Hólmi án tafar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að svara bréfinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Daníel Ottesen vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
13.Stuðningur við Knattspyrnufélagið ÍA.
2104004
Erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, frístunda- og menningarfulltrúa, oddvita og formanni fjölskyldu- og frístundanefndar að funda með bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, frístunda- og menningarfulltrúa, oddvita og formanni fjölskyldu- og frístundanefndar að funda með bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14.Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili vegna Covid-19.
2003035
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
15.Aðalfundur HeV 2021.
2103095
Fundargerð aðalfundar HeV 2021 ásamt skýrslu stjórnar HeV.
Framlagt.
16.Aðalfundur SSV og tengdra félaga árið 2021.
2103027
Fundargerð aðalfundar 2020 ásamt ársreikningi og ársskýrslu.
Framlagt.
17.Umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
2103136
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram.
18.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
2104007
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram.
19.94. - 95. fundir menningar- og safnanefndar ásamt Ársreikningi 2020 fyrir Byggðasafnið á Görðum.
2103146
Fundargerðir ásamt ársreikningi Byggðasafnsins í Görðum.
Fundargerðirnar framlagðar.
20.896. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2103142
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
21.166. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2103135
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 16:47.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2103111 - Fyrirspurn vegna Hitaveitu Hvalfjarðar sf.
Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.