Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 201
1508001F
Fundargerð framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 58
1508004F
AH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
3.Fjölskyldunefnd - 52
1507003F
ÁH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
-
Fjölskyldunefnd - 52 Stefnumótun fjölskyldunefndar lögð fram til samþykktar. Hún samþykkt og vísað til sveitastjórnar. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á stefnumótun fjölskyldunefndar. Sveitarstjórn mun vinna áfram með tillöguna í stefnumótunarvinnu fyrir ýmis málefni sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.10. fundur landbúnaðarnefndar.
1508015
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um tilhögun gangna og rétta haustið 2015. Sveitarstjóra falið að birta upplýsingar um dagsetningar gangna og rétta á heimasíðu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um tilhögun gangna og rétta haustið 2015. Sveitarstjóra falið að birta upplýsingar um dagsetningar gangna og rétta á heimasíðu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.6. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.
1507030
SÁ fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
Fundargerð framlögð.
Fundargerð framlögð.
6.7. fundur veitunefndar, 20. ágúst 2015.
1508016
SÁ greindi frá fyrirhugaðri lokaúttekt á framkvæmd ljósleiðaralagnar.
Fundargerð framlögð.
Fundargerð framlögð.
7.Álagning fasteignaskatts á sumarhúsaeigendur.
1508004
Bréf frá Landslögum, dagsett 14. ágúst 2015.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins og lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins og lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Samkomulag um framkvæmd eftirlits vegna ríkisstyrkja Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð til endurkröfu.
1508017
Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Oddviti bar uppeftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framkvæmd eftirlits vegna ríkisstyrkja Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð um endurkröfu og felur sveitarstjóra undirritun þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. AH situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framkvæmd eftirlits vegna ríkisstyrkja Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð um endurkröfu og felur sveitarstjóra undirritun þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. AH situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
9.Másstaðir 3 - Smáhýsi 5 talsins
1505027
Afgreiðsla að fengnu áliti Skipulagsstofnunar og lögmanns sveitarfélagsins
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Byggingarleyfisumsókninni er synjað að svo stöddu þar sem umsóknin samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. júní sl.
Hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir sambærilegum framkvæmdum þó þannig að eingöngu sé heimilt að byggja þrjú frístundahús á hverri jörð, samkvæmt skipulagslýsingu sem nú liggur fyrir. Þá gerir skipulagslýsingin ráð fyrir því að þegar fleiri en tvö íbúðarhús/frístundahús séu ráðgerð á sömu jörð skuli deiliskipuleggja svæði sem nær yfir öll húsin. Er umsækjanda bent á að fylgjast með kynningar- og auglýsingarferli tillögunnar. Í ljósi þess að tillagan gerir ráð fyrir því að vinna þurfi deiliskipulag er umsækjanda bent á að hann geti á eigin ábyrgð látið vinna tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar eða þess svæðis sem byggja á umrædd hús sem mögulegt væri að auglýsa til kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingunni til að flýta því ferli. Er umsækjanda bent á að hafa samvinnu um það við skipulagsfulltrúa vilji hann fara þá leið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. HS situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
"Byggingarleyfisumsókninni er synjað að svo stöddu þar sem umsóknin samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. júní sl.
Hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir sambærilegum framkvæmdum þó þannig að eingöngu sé heimilt að byggja þrjú frístundahús á hverri jörð, samkvæmt skipulagslýsingu sem nú liggur fyrir. Þá gerir skipulagslýsingin ráð fyrir því að þegar fleiri en tvö íbúðarhús/frístundahús séu ráðgerð á sömu jörð skuli deiliskipuleggja svæði sem nær yfir öll húsin. Er umsækjanda bent á að fylgjast með kynningar- og auglýsingarferli tillögunnar. Í ljósi þess að tillagan gerir ráð fyrir því að vinna þurfi deiliskipulag er umsækjanda bent á að hann geti á eigin ábyrgð látið vinna tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar eða þess svæðis sem byggja á umrædd hús sem mögulegt væri að auglýsa til kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingunni til að flýta því ferli. Er umsækjanda bent á að hafa samvinnu um það við skipulagsfulltrúa vilji hann fara þá leið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. HS situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
10.52. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
1508013
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.Skýrsla sveitarstjóra.
1502013
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri fór yfir helstu störf sín frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Oddviti leitaði afbrigða og óskaði eftir því að tekinn yrði á dagskrá fundarins 11. liður; Skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.