Fara í efni

Sveitarstjórn

318. fundur 24. nóvember 2020 kl. 15:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2011040 - Ósk um niðurfellingu leigu á Miðgarði.
Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Ragna Ívarsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað, Teams.

1.Sveitarstjórn - 317

2011001F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2021 - 2024.

2009009

Síðari umræða.
Síðari umræða.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hækkun árlegs tómstundastyrks úr kr. 60.000 á ári í kr. 70.000 á ári. Styrkurinn miðast við almanaksárið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti fór yfir og kynnti að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2021 og eru þær eftirfarandi:

Álagning útsvars verður 13,69%

Álagning fasteignaskatts verður:
A-flokkur 0,40% af fasteignamati
B-flokkur 1,32% af fasteignamati.
C-flokkur 1,65% af fasteignamati.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:

"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sorphirðu- og sorpurðunargjald hækkar sbr. gildandi gjaldskrá þar um skv. vísitölu neysluverðs í janúar ár hvert.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Rotþróargjald hækkar sbr. gildandi gjaldskrá þar um skv. vísitölu neysluverðs í janúar ár hvert.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði átta talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Þjónustugjaldskrár hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2021 og fjárhagsáætlunar áranna 2022-2024:

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2021:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2021 eru áætlaðar 1.027,9mkr. Heildargjöld eru áætluð 992,3mkr. Þar af eru launagjöld 509,8mkr., annar rekstrarkostnaður 439,1mkr. og afskriftir 43,4mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.016,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 981,1mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 509,8mkr., annar rekstrarkostnaður 430,9mkr. og afskriftir 40,4mkr.

Fjármunatekjur A og B hluta og A hluta eru áætluð sama fjárhæð eða 8,6mkr.

Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 47,2mkr. sem er sama og A-hluta.

Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2021 eru áætlaðar 120mkr. og sama fjárhæð er áætluð í A-hluta.

Eigið fé A og B hluta er áætlað 3.333,8mkr. og A hluta 3.313,1mkr.

Veltufé frá rekstri árið 2021 í A og B hluta er áætlað 87,5mkr. en 84,6mkr. ef einungis er litið til A hluta.

Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 173mkr. árið 2021.

Afborganir langtímalána eru 0 kr. þar sem lánin eru greidd upp á yfirstandandi ári og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.

Áætlað er að í árslok 2021 verði handbært fé um 1.031,2mkr.

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022 - 2024:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022-2024 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2021.
Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2021. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2022-2024, samantekið A og B hluti:

Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 24,5-42,6mkr. eða uppsafnað á tímabilinu tæpar 96,8mkr.

Veltufé frá rekstri verður á bilinu 73,7-85,6mkr. á ári eða um 6,5-8,1% af tekjum, hæst 8,1% árið 2022 og fer svo lækkandi til 2024 þegar það er áætlað 6,5% af tekjum.

Veltufjárhlutfall er áætlað 7,26 árið 2022, 7,74 árið 2023 og 8,16 árið 2024.

Skuldahlutfall heldur áfram að lækka en það var 24,2% árið 2019 og er áætlað um 11% árin 2022-2024.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2021-2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

3.Tillaga um viðauka nr. 17 - 20 við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2020.

2011038

Viðaukar nr. 17-20.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna endurskoðunarvinnu við átta mánaða uppgjör, ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deild 21048, lykli 4310 en aukin útgjöld færast á deild 21040, lykil 4390. Fjárhæðin sem færist á milli deildanna er 1,5mkr.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna sumarvinnu unglinga í vinnuskólanum, ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deildum 06011 og 02048, ýmsum lyklum en aukin útgjöld færast á deild 06027, ýmsa lykla. Fjárhæðin sem færist á milli deildanna er 1,2mkr.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna átaksins "Sumarvinna ungs fólks", ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deild 02048, lykli 4990 en aukin útgjöld færast á deild 06028, ýmsa lykla. Fjárhæðin sem færist á milli deildanna eru rúmar 554 þús.kr.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna styrkveitingar til Mæðrastyrksnefndar á Akranesi, ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deild 02204, lykli 5917 en aukin útgjöld færast á deild 02089, lykil 5946. Fjárhæðin sem færist á milli deildanna eru 250þús.kr."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fundir sveitarstjórnar í desember 2020.

2011039

Erindi frá Björgvini Helgasyni, oddvita.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að seinni fundur sveitarstjórnar sem vera á þriðjudaginn 22. desember nk. verði felldur niður. Næsti reglubundni sveitarstjórnarfundur mun því verða þriðjudaginn 12. janúar 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Háimelur 8 - Lóðarleigusamningur.

2010071

Drög að lóðarleigusamningi.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning við Andreu Ýr Arnardóttur og Pétur Frey Jóhannesson vegna lóðar nr. 8 við Háamel, L226221."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaráð.

1805029

Tilnefning í Ungmennaráð frá nemendafélagi Heiðarskóla.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tilnefningu nemendafélags Heiðarskóla í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúar nemendafélagsins verða Mikael Bjarki Ómarsson og Rakel Sunna Bjarnadóttir. Anton Teitur Ottesen situr jafnframt áfram sem fulltrúi nemendafélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2021.

2011024

Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 50.000."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2011040

Erindi frá Sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni sóknarnefndar Innra-Hólmskirkju um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði þann 28. og 29. nóvember nk. þegar sóknarnefndin stendur fyrir markaði til styrktar viðhaldssjóði kirkjunnar. Leigutekjur að fjárhæð kr. 120.000 verði færðar sem leigutekjur á Miðgarð, deild 05052, lykil 0781 og á móti sem styrkur undir menningarmál á deild 05090, lykil 5115."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

2011022

Erindi frá Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis.
Framlagt.

10.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.

2011029

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Framlagt.

11.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60-2013 (málsmeðferð ofl), 276. mál.

2011030

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Framlagt og vísað til USN nefndar.

12.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123-2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.

2011032

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Framlagt og vísað til afgreiðslu USN nefndar.

13.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

2011033

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Framlagt.

14.Umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

2011034

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Framlagt.

15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

2011035

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Framlagt.

16.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140-2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

2011036

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Framlagt.

17.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

2011037

Erindi frá Alþingis- og menntamálanefnd Alþingis.
Framlagt.

18.1. og 2. fundargerðir starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála.

2011025

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Til máls tók DO.

19.199. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2011026

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:35.

Efni síðunnar