Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason,oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 311
2008001F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 122
2008002F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 122 Hvalfjarðarsveit barst þann 15. júlí 2020 bréf þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna framleiðsluaukningar eggjabús Stjörnueggja hf. á Vallá á Kjalarnesi. Mun fjöldi fugla í búinu aukast úr 50.000 fuglum í 95.000 fugla. Framleiðslan og mannvirki eru öll utan Hvalfjarðarsveitar en fyrirtækið hyggst losa sig við hænsnaskít úr búinu með því að dreifa honum sem áburði á land Geldingaár í Hvalfjarðarsveit.
Í tillögu að matsáætlun kemur fram að fjallað verði sérstaklega um eftirfarandi umhverfisþætti:
Lyktarmengun, yfirborðsvatn, sýkingarhætta.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.
Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 eru merkt inn þónokkur vatnsból og brunnsvæði í landi Geldingaár þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskít. Stór hluti svæðisins er einnig skilgreindur sem vatnsverndarsvæði. Nefndin bendir á að samkvæmt reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og 592/2001 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri er óheimilt að dreifa búfjárárburði á vatnsverndarsvæðum. Nefndin leggur áherslu á að fenginn verði óháður aðili til að meta hvort hætta sé á að vatnsbólin í nágrenni við dreifingarsvæðið mengist. Mikilvægt er að umfjöllun í frummatsskýrslu um áhrif á yfirborðsvatn taki einnig til áhrifa á þessi vatnsból og vatnsverndarsvæði. Mikilvægt er að umfjöllun um lyktarmengun fjalli ekki eingöngu um aðstæður á Vallá heldur verði l íka fjallað um lyktarmengun við Geldingaá þar sem dreifa á 3.500 tonnum af hænsnaskít á ári.
Nefndin veltir einnig fyrir sér hvort að hænsnaskíturinn sem dreift er í landi Geldingaár laði til sín fugla sem að dreifi honum svo víðar um svæðið. Gera þarf grein fyrir þessu og öðrum mögulegum smitleiðum í frummatsskýrslu.
3.500 tonn af hænsnaskít á ári eru tæp 10 tonn hvern dag ársins. Ekki er getið um í skýrslunni um hvað langt tímabil er að ræða vegna dreifingar hænsnaskíts á land Geldingaár. Í frummatsskýrslu þarf að koma fram hvernig flutningum á þessu magni verði háttað og mögulegum áhrifum á umferð og umferðaröryggi í Hvalfjarðarsveit.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 122 Athugasemdir bárust í grenndarkynningu í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 aðliggjandi lóðar- og landeiganda.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er inn á aðliggjandi jörð Kúludalsár 2. s.br.athugasemd grenndarkynningar.
Einnig eru gerðar athugasemdir við skjólbelti verði plantað fyrir framan lóðir innan jarðarinnar með skerðingu og eyðileggingu á útsýni.
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndnefnd tekur til greina þær athugasemdir sem bárust og hafnar að veita framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Kúludalsá miðað við gefnar forsendur í umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Landbúnaðarnefnd - 16
2008003F
Fundargerðin framlögð.
-
Landbúnaðarnefnd - 16 Fjallaskilaseðill Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2020
A.Leitarsvæði Núparéttar Núparétt: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
Leitardagur er á laugardegi fyrir réttir.
Fyrri leitir Núparétt Sunnudaginn 13. sept kl.13 og seinni rétt laugardaginn 26.sept þegar smölun lýkur
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
B.Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
Fyrri Reynisrétt laugardaginn 19. sept þegar smölun lýkur og seinni
rétt laugardaginn 26. sept þegar smölun lýkur
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Ólafur Sigurgeirsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.
C.Leitarsvæði Svarthamarsréttar Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
Fyrri Svarthamarsrétt Sunnudaginn 20. sept kl 10 og seinni rétt
sunnudaginn 4.okt þegar smölun lýkur
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
Vegna aðstæðna er bent á leiðbeiningar Almannavarna um göngur og réttir sem fylgja.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. Sveitarstjórn skipar réttarstjóra sem sóttvarnarfulltrúa í hverri rétt. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sjá til þess að nauðsynlegur sóttvarnarbúnaður sé til staðar við réttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 16 Lausaganga sauðfjár er ekki bönnuð í Hvalfjarðarsveit og á ekki við sem vitnað er í varðandi fjallskilasamþykkt nr. 683, III kafla 6 og 7 gr. um lausagöngu búfjár því enginn afréttur er á vegum sveitarfélagsins. Bókun fundar Lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu en umkvartanir vegna ágangs sauðfjár í einkalönd fer vaxandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn beinir því til landeigenda að hver hugi að sínu og virði lög og reglur er við eiga um girðingar og búfé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 31
2008004F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 31 Verkís var með lægsta tilboðið og leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitarstjórn að samþykkja þeirra verðtilboð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 31 Farið var yfir stöðu framkvæmda og fjárhagsstöðu á viðhaldsáætlun.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fengin verði óháður aðili til að vinna greiningu á þrálátum leka á þaki í Heiðarskóla. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar enda rúmist verkefnið innan fjárhagsáætlunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum.
2008009
Erindi frá Sunnevu Hlín Skúladóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sunnevu Hlínar Skúladóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn og Fjölskyldu- og frístundanefnd og þakkar um leið fyrir samstarfið. Sveitarstjórn samþykkir að nýr fulltrúi í Fjölskyldu- og frístundanefnd verði Elín Ósk Gunnarsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sunnevu Hlínar Skúladóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn og Fjölskyldu- og frístundanefnd og þakkar um leið fyrir samstarfið. Sveitarstjórn samþykkir að nýr fulltrúi í Fjölskyldu- og frístundanefnd verði Elín Ósk Gunnarsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum.
2008013
Erindi frá Atla Viðari Halldórssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir beiðni Atla Viðars Halldórssonar um lausn frá störfum í sveitarstjórn og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd og þakkar um leið fyrir samstarfið. Sveitarstjórn samþykkir að nýr fulltrúi í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd verði Marteinn Njálsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir beiðni Atla Viðars Halldórssonar um lausn frá störfum í sveitarstjórn og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd og þakkar um leið fyrir samstarfið. Sveitarstjórn samþykkir að nýr fulltrúi í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd verði Marteinn Njálsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
1908021
Erindi frá Skorradalshreppi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vera með og taka þátt í útlögðum kostnaði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að vera með og taka þátt í útlögðum kostnaði."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga.
2008018
Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.
9.Aðalfundargerð F.L.Í.S 2020 ásamt fylgigögnum.
2008014
Fundargerð, ársreikningur 2019 og framkvæmdaáætlun 2020.
Lagt fram.
Hvalfjarðarsveit er eignaraðili tveggja lóða.
Hvalfjarðarsveit er eignaraðili tveggja lóða.
10.196. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2008019
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DO.
Til máls tók DO.
11.104. fundur Sorpurðunar Vesturlands
2008017
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn mánudaginn 7. september nk. kl. 14, sveitarfélagið mun senda fulltrúa.
Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn mánudaginn 7. september nk. kl. 14, sveitarfélagið mun senda fulltrúa.
Fundi slitið - kl. 15:30.