Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 308
2006003F
Fundargerðin framlögð.
2.Fræðslunefnd - 19
2006004F
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 19 Á fundi fræðslunefndar 16. apríl 2020 kynnti skólastjóri hugmynd að breyttu tímaskipulagi í Heiðarskóla, tilraunarverkefni til eins árs. Skólastjóra og frístundafulltrúa var falið að athuga hvort tillagan væri tæknilega framkvæmaleg, þ.e. brjóti ekki í bága við kjarasamninga og viðmiðunarstundaskrá. Nefndin óskaði jafnframt eftir skriflegri afstöðu nemendafélagsins, skólaráðs og foreldrafélagsins.
Skólastjóri leitaði eftir skriflegu svari frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, formanni Skólastjórafélags Íslands og Kennarasamband Íslands. Niðurstaðan var sú að ef farið er í einu og öllu eftir kjarasamningum starfsmanna og viðmiðunarstundaskrá, sem stendur til að gera, er verkefnið tæknilega framkvæmanlegt. Tillaga var jafnframt lögð fyrir í Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla og óskað eftir skriflegu svari. Svör vegna erindisins voru bókuð í fundargerðum áðurnefndra félaga og ráða og eru eftirfarandi.
Stjórn foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugað tilraunaverkefni. Stjórn foreldrafélagsins telur að þetta sé mikið framfaraskref, sér í lagi þar sem mjög jákvæð reynsla var af styttri viðveru og starfsháttum í samkomubanni.
Skólaráði Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar líst vel á tillöguna og sér mörg góð tækifæri í henni. Skólaráð samþykkir tillöguna.
Nemendaráð samþykkti tilraunaverkefnið til eins árs skólaárið 2020-2021.
Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breyttu tímaskipulagi fyrir skólaárið 2020-2021. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytt tímaskipulag skólaárið 2020-2021 að því gefnu að ekki verði um aukinn kostnað að ræða vegna þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 19 Á fundi sveitarstjórnar 21. apríl 2020 samþykkti sveitarstjórn tillögu fræðslunefndar um tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í 80% stöðu frá 17. ágúst til 9. júní 2021. Vegna breyttra forsenda er ekki þörf á stöðugildinu.
Nú sendir skólastjóri inn nýja beiðni um ráðningu stuðningsfulltrúa vegna annars nemenda og leggur nefndin til við sveitarstjórn að samþykkja tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í 75% stöðu frá 17. ágúst til 31. desember 2020. Ef þörf er á áframhaldandi stuðningi þá getur skólastjóri óskað eftir því í tengslum við gerð næstu fjárhagsáætlunar í samráði við fræðslunefnd. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingu á áður samþykktu tímabundnu ráðningarhlutfalli stuðningsfulltrúa. Í stað 80% stöðu frá 17.ágúst til 9. júní 2021 er samþykkt 75% staða frá 17. ágúst til 31. desember 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 19 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áorðnar breytingar á fyrirkomulagi Frístundar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um áorðnar breytingar á fyrirkomulagi Frístundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 19 Fræðslunefnd þakkar skólastjórn fyrir greinagóða samantekt á tilraunaverkefninu um styttingu vinnuvikunnar.
Þar sem sveitarstjórn hefur samþykkt að framlengja verkefnið fram til 2. júlí 2021 leggur nefndin til að skólastjórn verði falið að uppfæra skýrsluna með sambærilegum upplýsingum fyrir skólaárið 2020-2021 fyrir maí og júní fundi nefndarinnar 2021. Þá verður tekin afstaða um framtíð verkefnisins.
Í umfjöllun og tillögum fræðslunefndar um málið 22. maí sl. var lagt til við sveitarstjórn að skólastjórn í samstarfi við sveitarstjóra ynni aðgerðaráætlun til að fækka veikindadögum í Skýjaborg. Nefndin vil ítreka þá afstöðu sína að mikilvægt er að fulltrúi/ar stjórnsýslunnar og skólastjórn vinni saman að slíkri áætlunargerð sem viðkemur hagsmunum sveitarfélagsins, barna og starfsfólks Skýjaborgar. Að mati nefndarinnar er slík vinna ekki einkamál stjórnenda eða eingöngu á þeirra forræði eða ábyrgð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela skólastjórn að uppfæra skýrsluna með sambærilegum upplýsingum fyrir skólaárið 2020-2021 fyrir maí og júní fundi nefndarinnar 2021, þegar tekin verður afstaða um framtíð verkefnisins. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni að fyrirliggjandi aðgerðaráætlun hefur ekki skilað viðunandi árangri og samþykkir að fela skólastjórn í samvinnu við sveitarstjóra að skoða kosti þess að fá utanaðkomandi ráðgjöf og stuðning í málinu í því skyni að fækka veikindadögum í leikskólanum Skýjaborg. Sveitarstjórn óskar jafnframt eftir því að gerð verði samantekt á því hvort ástæða sé til að fara í heildstæða skoðun í þessum málum og nýta ráðgjöfina á þann veg."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
- 2.5 2005029 Erindi- Umsókn um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barns utan lögheimilissveitarfélags.Fræðslunefnd - 19 Fræðslunefnd leggur til að erindinu verði synjað þar sem nægt pláss er í leikskólanum til að taka við barninu sem nú hefur hafið leikskólagöngu í Skýjaborg. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um synjun erindisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Kosningar skv. 7.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar nr. 554 frá 29. maí 2013.
2006032
Kjör oddvita og varaoddvita
Tillaga kom fram um að Björgvin Helgason yrði oddviti og var tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, RÍ sat hjá.
Tillaga kom fram um að Daníel A. Ottesen yrði varaoddviti og var tillagan samþykkt samþykkt með 6 atkvæðum, RÍ sat hjá.
Tillaga kom fram um að Daníel A. Ottesen yrði varaoddviti og var tillagan samþykkt samþykkt með 6 atkvæðum, RÍ sat hjá.
4.Skipurit Hvalfjarðarsveitar
2006036
Endurskoðun skipurits Hvalfjarðarsveitar
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir uppfært og endurskoðað skipurit Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir uppfært og endurskoðað skipurit Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Rekstraryfirlit janúar-apríl 2020.
2006023
Framlagt fjárhagsyfirlit.
Ingunn Stefánsdóttir, skrifstofustjóri, mætti til fundarins og fór yfir rekstraryfirlit fyrstu fjögurra mánaða ársins 2020.
6.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
2006020
Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 20. júlí til og með 31. júlí nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 28. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 11. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 20. júlí til og með 31. júlí nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 28. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 11. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.
2006016
Aðalfundarboð, ársreikningur og tilnefning fulltrúa í stjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Björgvin Helgason, oddviti, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Guðjón Jónasson verði aðalmaður í stjórn Vatnsveitufélagsins næsta tímabil og Daníel Ottesen verði varamaður í stjórn félagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Til máls tók Elín Ósk Gunnarsdóttir og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Ragna Ívarsdóttir verði varamaður í stjórn félagsins."
Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að Björgvin Helgason, oddviti, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Guðjón Jónasson verði aðalmaður í stjórn Vatnsveitufélagsins næsta tímabil og Daníel Ottesen verði varamaður í stjórn félagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Til máls tók Elín Ósk Gunnarsdóttir og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Ragna Ívarsdóttir verði varamaður í stjórn félagsins."
Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum.
8.Umsagnarbeiðni-Sæludagar 2020 í Vatnaskógi.
2006018
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
2006030
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram.
10.161.fundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
2006017
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
11.194. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2006025
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
12.885. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2006031
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:33.