Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 306
2005001F
Fundargerðin framlögð.
2.Menningar- og markaðsnefnd - 15
2005006F
Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
3.Fræðslunefnd - 18
2005007F
Fundargerðin framlögð.
-
Fræðslunefnd - 18 Þar sem mikil fækkun barna er fyrirsjánleg í leikskólanum Skýjaborg næsta skólaár þá þarf starfsmannaþörf að vera ljós fyrir 1. júní 2020. Tilraunaverkefnið um styttingu vinnuvikunnar felur í sér aukningu á stöðugildum og því þarf afstaða fræðslunefndar og sveitastjórnar að liggja fyrir áður en tímabili verkefnisins líkur.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja tilraunarverkefnið til 2. júlí 2021. Fyrstu niðurstöður á mati á verkefninu gefa til kynna að náðst hefur árangur á þremur matsviðmiðum af fjórum og mikil ánægja er með styttingu vinnuvikunnar meðal starfsfólks leikskólans.
Nefndin leggur jafnframt til að skólastjórn, í samstarfi við sveitastjóra, verði falið að útbúa aðgerðaáætlun til að ná niður skammtímaveikindum í Skýjaborg og að tækifæri verði veitt til að láta reyna á slíkar aðgerðir. Samanber bókun sveitarstjórnar frá 22. maí 2018 óskar fræðslunefnd eftir samantekinni niðurstöðu frá skólastjórn fyrir næsta fund nefndarinnar og að drög að aðgeraáætlun verði kynnt nefndinni fyrir 1. september n.k.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að framlengja tilraunaverkefnið til 2. júlí 2021 en áréttar að ákvæði kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar frá 1. janúar nk. séu innan ramma verkefnisins og komi því ekki til viðbótar við það. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela skólastjórn að útbúa aðgerðaráætlun til að ná niður skammtímaveikindum í Skýjaborg og kynna drög að aðgerðaráætlun fyrir fræðslunefnd fyrir 1. sept. nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
Til máls tók DO. -
Fræðslunefnd - 18 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óskir skólastjóra um kennslustundaúthlutun fyrir skólaárið 2020-2021.
Um er að ræða aukningu um 4,5 kennslustundir vegna kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Er það í takt við niðurstöður bæði innra- og ytra mats skólans að þörf og vilji er til að auka magn og gæði kennslu þessa nemendahóps. Skólastjórn mun taka saman skýrslu um verkefnið vorið 2021 og skila til fræðslunefndar. Þar mun koma fram mat á nýtingu og árangri viðbótar kennslustundanna. Úthlutunin er óbreytt á milli skólaára að öðru leyti.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að samþykkja óskir skólastjóra um kennslustundaúthlutun fyrir skólaárið 2020-2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 118
2005004F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 118 Alls bárust 5 athugasemdir/ábendingar vegna verkefnisins. USN nefnd þakkar fyrir innsendar athugasemdir.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa málinu ásamt innsendum athugasemdum frá íbúum til framkvæmda- og mannvirkjanefndar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að vísa málinu ásamt innsendum athugasemdum frá íbúum til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 118 USN nefnd fór yfir drög af greinagerð í kafla verslunnar- og þjónustusvæði (VÞ), afþreyingar- og ferðamnannasvæði (AF), samfélagsþjónusta (S), Kirkjugarðar og grafreitir (K), Íþróttasvæði (ÍÞ).
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að Eflu verkfræðistofu verði falið að taka saman minnisblað um ofanflóðahættu í Hvalfjarðarsveit vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags með vísun í verðtilboð frá Eflu, dagsett 21. apríl s.l. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar, með vísan í verðtilboð frá Eflu dags. 21. apríl sl., að fela Eflu verkfræðistofu að taka saman minnisblað um ofanflóðahættu í Hvalfjarðarsveit í tengslum við vinnu að endurskoðun aðalskipulags."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Staðarhöfði
1911015
Framhald máls frá 298. sveitarstjórnarfundi þann 12.12.2019.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að halda söluferli Staðarhöfða áfram undir þeim formerkjum sem áður voru ákveðin af sveitarstjórn og kynnt fyrir eigendum aðliggjandi jarða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Opnuð voru á fundinum tvö fyrirliggjandi tilboð í land Staðarhöfða frá 298. sveitarstjórnarfundi. Fyrra tilboðið sem opnað er frá Nínu Ólafsdóttur að fjárhæð kr. 7.205.000.- og seinna tilboðið sem opnað er frá Brynju Helgadóttur og Ingimar Magnússyni að fjárhæð kr. 7.170.700.-.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda í jörðina Staðarhöfða, tilboð frá Nínu Ólafsdóttur að fjárhæð kr. 7.205.000.-. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá sölu Staðarhöfða í samræmi við það. Sveitarstjórn felur jafnframt sveitarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að svara erindi frá Birni Þorra Viktorssyni hjá lögfræðistofunni Lögmenn Laugardal, f.h. umbjóðanda síns Daníels Daníelssonar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að halda söluferli Staðarhöfða áfram undir þeim formerkjum sem áður voru ákveðin af sveitarstjórn og kynnt fyrir eigendum aðliggjandi jarða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Opnuð voru á fundinum tvö fyrirliggjandi tilboð í land Staðarhöfða frá 298. sveitarstjórnarfundi. Fyrra tilboðið sem opnað er frá Nínu Ólafsdóttur að fjárhæð kr. 7.205.000.- og seinna tilboðið sem opnað er frá Brynju Helgadóttur og Ingimar Magnússyni að fjárhæð kr. 7.170.700.-.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda í jörðina Staðarhöfða, tilboð frá Nínu Ólafsdóttur að fjárhæð kr. 7.205.000.-. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá sölu Staðarhöfða í samræmi við það. Sveitarstjórn felur jafnframt sveitarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að svara erindi frá Birni Þorra Viktorssyni hjá lögfræðistofunni Lögmenn Laugardal, f.h. umbjóðanda síns Daníels Daníelssonar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Aðalfundur SSV og tengdra félaga árið 2020.
2005022
Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Sorpurðunar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Starfsendurhæfingar Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundum Sorpurðunar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Starfsendurhæfingar Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundum Sorpurðunar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Starfsendurhæfingar Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.
2005023
Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Lagt fram.
8.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9-2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
2005014
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum).
Lagt fram.
9.Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalr- og atvinnuleyfi), 717. mál.
2005019
Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi).
Lagt fram.
10.Umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
2005020
Frumvarp til laga um fjarskipti.
Lagt fram.
11.883. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2005012
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
12.884. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2005030
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
13.193. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2005021
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DO.
Til máls tók DO.
Fundi slitið - kl. 15:33.
Mál nr. 2005007F - 18. fundargerð Fræðslunefndar ásamt tveimur afgreiðslumálum. Fundargerðin verður nr.3 á dagskránni og afgreiðslumálin nr. 3.6. og 3.7. verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2005004F - 118. fundargerð Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar ásamt tveimur afgreiðslumálum. Fundargerðin verður nr.4 á dagskránni og afgreiðslumálin nr. 4.1. og 4.2. verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0