Sveitarstjórn
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
1.Sveitarstjórn - 198
1505005F
Varðandi lið 2.2 í fundargerðinni mál nr. 1505027, hefur borist svar dags. 22.06.2015 frá Skipulagsstofnun varðandi Másstaði 3, smáhýsi og samræmi við aðalskipulag. Oddviti leggur til að erindinu verði vísað til USN-nefndar. Samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.
Fundargerðin að öðru leyti framlögð.
Fundargerðin að öðru leyti framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 56
1506002F
AH fór yfir fundargerðina, fundargerð framlögð.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 56 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu enda hefur ekki verið mörkuð framtíðarstefna fyrir byggð á þessu svæði. Skipulagsfulltrúa er falið að afla gagna um svæðið. Bókun fundar Um er að ræða fyrirspurn vegna lóðar sem liggur fyrir innan Sólvelli 2 á Innnesi og hvort hún sé laus til úthlutunar. Á fundi USN nefndar var skipulagsfulltrúa falið að afla gagna um svæðið. Oddviti leggur til að afgreiðslu erindisins sé frestað þar til þau gögn liggja fyrir jafnframt að skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við bréfritara um fyrirspurnina.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 56 Skipulagsfulltrúi hefur leitað álits lögmanns og niðurstaða hans er að hafna beri kröfu landeiganda um ógildingu deiliskipulags. USN leggur til við sveitarstjórn að hafna beri ógildingu deiliskipulags á grundvelli álits lögmanns. Bókun fundar Skipulagsfulltrúi hefur leitað álits lögmanns og niðurstaða hans er að hafna beri kröfu landeiganda um ógildingu deiliskipulags. USN leggur til við sveitarstjórn að hafna beri ógildingu deiliskipulags á grundvelli álits lögmanns.
Oddviti leggur til að erindinu verði hafnað á grundvelli álits lögmanns sveitarfélagsins. Í áliti lögfræðings kemur fram að ekkert bendi til að málsmeðferð deiliskipulagsins sé ólögmæt, eða deiliskipulagið sé af öðrum ástæðum ólögmætt. Einnig verði að telja að þrátt fyrir að ef svo væri, sé of langur tími liðinn frá gildistöku skipulagsins þar til slík krafa sé sett fram. Í þriðja lagi sýni félagið ekki fram á að beinir hagsmunir séu af slíkri ákvörðun.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 56 USN leggur til við sveitarstjórn að áður samþykkt tillaga frá 20. janúar 2014 (liður 15) um breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varðar landbúnaðarsvæði fari í sinn lögformlega feril. Bókun fundar Erindið var áður tekið fyrir og afgreitt af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í nóvember 2013, en afgreiðslan var aldrei send til auglýsingar. Um er að ræða breytingu á takmörkunum á fjölda íbúðarhúsa og frístundahúsa á skilgreindu landbúnaðarlandi í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddvitinn lagði til að tillagan yrði samþykkt.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 56 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til niðurrifs á fyrrgreindum byggingum. Bókun fundar USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til niðurrifs á fyrrgreindum byggingum.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti bókun USN nefndar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
3.29. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
1506036
JS fór yfir fundargerðina. Fundargerð framlögð.
4.30.fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
1506051
JS fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki umsögn nefndarinnar varðandi 1. lið í fundargerð. "Úttekt á rekstri menningarmála hjá Akraneskaupstað."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki umsögn nefndarinnar varðandi 1. lið í fundargerð. "Úttekt á rekstri menningarmála hjá Akraneskaupstað."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
5.Fjölskyldunefnd - 51
1505004F
ÁH fór yfir fundargerðina. Fundargerð framlögð.
-
Fjölskyldunefnd - 51 Fjölskyldunefnd samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð og vísar því til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram tillögu um sveitarstjórn samþykki framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldunefnd - 51 Fjölskyldunefnd samþykkir að leiðrétta forvarnarstefnu Hvalfjarðarsveitar í samræmi við ályktun fræðslu- og skólanefndar 7. nóvember 2011. Bókun fundar Oddviti lagði fram tillögu um að sveitarstjórn feli fræðslu og skólanefnd og fjölskyldunefnd að fara yfir forvarnarstefnu Hvalfjarðarsveitar. Félagsmálafulltrúi haldi utan um verkefnið.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.6. og 7. fundargerðir mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
1506037
Fundargerðir framlagðar.
Oddviti lagði til að samþykkt verði tillaga nefndarinnar um að farið verði í framkvæmdir á götunni Háamel í stað Lyngmels. Ástæður breytingarinnar eru að rafmagn, ljósleiðari og hitaveita liggja nær Háamel, jafnframt er auðveldara að tengjast núverandi fráveitu hverfisins. Að öllum líkindum er gatan því ódýrari í framkvæmd.
Tillagan samþykkt 7-0
Oddviti lagði til að samþykkt verði tillaga nefndarinnar um að farið verði í framkvæmdir á götunni Háamel í stað Lyngmels. Ástæður breytingarinnar eru að rafmagn, ljósleiðari og hitaveita liggja nær Háamel, jafnframt er auðveldara að tengjast núverandi fráveitu hverfisins. Að öllum líkindum er gatan því ódýrari í framkvæmd.
Tillagan samþykkt 7-0
7.Fræðslu- og skólanefnd - 118
1506004F
Fundargerð framlögð.
8.Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli.
1506039
Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi bókun og sendi til MAST með afriti á ráðherra og sveitarfélög sem málið varðar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnargirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsnes og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman.
Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áður nefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áður nefndrar girðingar innan Mast.
Bókun samþykkt samhljóða 7-0
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnargirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsnes og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman.
Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áður nefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áður nefndrar girðingar innan Mast.
Bókun samþykkt samhljóða 7-0
9.Samningur á milli Hvalfjarðarsveitar og Kambshólsland ehf. og Eyrarbyggðar ehf. um jarðhitaleit og jarðhitarannsóknir.
1506040
Til samþykktar.
Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki framlagðan samning.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
10.Hundasamþykkt.
1410018
Síðari umræða.
Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki hundasamþykktina.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
11.Reglur um fjárhagsáætlunarferli Hvalfjarðarsveitar - Drög.
1506041
Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði til að fjármálastjóra og sveitarstjóra verði falið að vinna áfram að reglunum, þannig að þær geti verið klárar til afgreiðslu í ágúst.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
12.Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.
1505005
Ársreikningur 2014 lagður fram.
Fundargerðin framlögð
13.41. stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar.
1506033
Fundargerðin framlögð
14.133. fundur Faxaflóahafna.
1506034
Fundargerðin framlögð
15.81. fundur Sorpurðunar Vesturlands.
1506035
Fundargerðin framlögð
Fundi slitið - kl. 18:00.