Fara í efni

Sveitarstjórn

134. fundur 25. september 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Björgvin Helgason 1. varamaður
  • Elísabet Benediktsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Kjörbréf Elísabetar Benediktsdóttur liggur frami á fundinum. Skipulags- og byggingarfulltrúi HHK sat fundinn undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn

1.Sveitarstjórn - 133

1209001F

Sveitarstjóri gerði grein fyrir lið 2 og lagði fram samantekt varðandi skipurit skóla. Ræddi liði 4 og 8. Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 15

1209002F

Fundargerðin framlögð
  • 2.7 1209021 Undanþága vegna deiliskipulags, tengivirki fjarlægð frá stofn og tengivegum
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 15 Nefndin leggur til við sveitarstjórn, þar sem undanþága vegna fjarlægðar frá fyrirhuguðum tengivegi liggur fyrir, að hún staðfesti aftur deiliskipulagstillöguna og auglýsi í b-deild Stjórnartíðinda samkvæmt 41 gr.123/2010. Bókun fundar HHK gerði grein fyrir erindinu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.6. og 7. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

1209028

LJ gerði grein fyrir hugmyndum varðandi lið 2, afnot af húsnæði til tónlistaræfinga. Fundargerðin framlögð. SAF ræddi fundargerðina, fundarstjórn og ábendingar varðandi fundarritun. Fundargerðin framlögð.

4.92. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1209011

Aftur á dagskrá, liður 6, (Ósk um styrk vegna námsferðar starfsmanna Heiðarskóla), var frestað á síðasta fundi. SSJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. ÁHe lagði til að styrkja hvern starfsmann/kennara um 25 þúsund til ferðarinnar fjármögnun komi af Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar. SÁ lagði til að styrkja kennara um 605 þús. með viðauka varðandi óviss útgjöld. LJ óskaði eftir frestun á afgreiðslu og að fá að leggja fram útfærslu á viðauka við fjárlög ársins 2012 á næsta fundi sveitarstjórnar. Liður 6. Frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða 7-0.
LJ gerði grein fyrir að fjármunir væru til innan fjárhagsáætlunar og að um er að ræða sérstakar aðstæður vegna breytinga á reglum Vonarsjóðs KÍ. SAF lagði til eftirfarandi; Sveitarstjórn samþykkir í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem hafa skapast að styrkja starfsmenn um það sem upp á vantar uppá umfram styrki sem þeir hafa aflað til að greiða ferðakostnað og námskeiðsgjöld, allt að 800.000 kr. Sveitarstjóri sér um uppgjör þessa styrks að ferð lokinni. Fjármunir færast á 5948-04-69 og fjármögnun er innan málaflokksins 04 og færist af flokki 21 (starfslok). Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

5.Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.

1104023

Frestað á síðasta fundi. A) Endurskipað í nefndina. B) Erindisbréf nefndarinnar.
SAF fór yfir erindisbréfið. SÁ óskaði eftir fundarhléi til þess að fara yfir erindisbréfið. Samþykkt. Að afloknu fundarhléi. SAF fór yfir breytingar á erindisbréfinu.
A) Tillaga um að í nefndinni sitji; fyrir H lista Bjarni Jónsson og varamaður Ása Helgadóttir. Fyrir L lista Haraldur Magnússon og varamaður Sigurður Sverrir Jónsson. Fyrir E lista Stefán Ármannsson og varamaður Björgvin Helgason. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
B) Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða 7-0

6.Atvinnuuppbygging á athafna- iðnaðar og hafnarsvæðum á Grundartanga, í Hvalfjarðarsveit og á Akranesi

1209033

Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 13. september 2012.
SSJ fór yfir erindið og ræddi hugmyndir varðandi nýsköpunarsjóð. HV ræddi erindið. SAF ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi bókun; Hvalfjarðarsveit er ávalt fús til samræðu og samvinnu á sviði nýsköpunar en er ekki tilbúin að svo stöddu að standa að stofnun fjárfestingafélags eins og þess sem hér er lagt til. SÁ ræddi erindið. HV ræddi erindið og hvatti til að taka þátt í viðræðum. SAF ræddi erindið og stofnun fjárfestingafélags. SSJ ræddi erindið og ræddi viðræður varðandi erindið. SÁ ræddi erindið. SSJ lagði til að fresta erindinu til næsta fundar. ÁH lagði til að fresta afgreiðslu vegna meiningarmunar um inntak erindisins og að fela sveitarstjóra að fara yfir erindið með bréfritara í samræmi við umræðuna á fundinum. Tillaga um frestun samþykkt samhljóða 7-0.

7.Ósk um kostnaðarþátttöku vegna leikskóladvalar utan sveitarfélagsins.

1209037

Erindi frá Birnu Maríu Antonsdóttur, dagsett 19. september 2012.
SSJ gerði grein fyrir að um er að ræða heimild til eins árs. BH ræddi erindið og hvort ástæða sé til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. LJ ræddi erindið. HV ræddi erindið. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi fyrri afgreiðslur. SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið. Tillaga um að taka þátt í greiðslu leikskólabarns utan sveitarfélags samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands ísl. sveitarfélaga vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt samhljóða 7-0. Um er að ræða samþykkt til eins árs vegna námsdvalar foreldris.

8.Umgangur búfjár í landi Hafnarsels.

1204041

Bréf frá Magnúsi Hannessyni og Baldvini Björnssyni. Göngu- og rekstrarleið meðfram Hafnará.
SSJ fór yfir erindið. Fyrir liggja drög að samkomulagi um rekstrar- og gönguleið meðfram Hafnará. SÁ óskaði eftir að víkja af fundi þar sem kostnaðaráætlun sem hann vann vegna verkefnisins var dreift á fundinum. BH ræddi erindið og fagnaði fram komnu samkomulagi. Lagði til að lið 5 verði vísað til USN nefndar til umfjöllunar.
SAF lagði fram eftirfarandi bókun; Sveitarstjórn eða Hvalfjarðarsveit er ekki aðili að samkomulaginu sem slíku og fagnar því að aðilar hafi komist að samkomulagi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að koma að þeirri brúargerð sem nefnd er í drögum að samkomulagi, þar sem hér er um að ræða brú á gönguleið sem er á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Aðkoma sveitarfélagsins gæti til að mynda falist í að leggja til efni til brúargerðarinnar. Sveitarstjóra og skipulags og byggingarfulltrúa er falið að vinna að málinu með hlutaðeigandi.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa lið 5 til USN nefndar. Tillögurnar samþykktar með 6-0. SÁ tekur aftur þátt í fundinum.

9.108. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands og fjárhagsáætlun HeV 2013.

1209029

Staðfesta þarf fjárhagsáætlun HeV 2013.
Fundargerðin framlögð. Fjárhagsáætlun HeV samþykkt samhljóða 7-0.

10.Stjórnsýslukæra Guðmundar Ágústs Gunnarssonar.

1209046

Erindi frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 19. september 2012.
SÁ óskaði eftir að sveitarstjórn fjallaði um hæfi sitt vegna þess að bréfritari er starfsmaður hans. Sveitarstjórn samþykkti með 6-0 atkvæðum að hann væri hæfur til að fjalla um málið. SÁ situr hjá við afgreiðsluna. SSJ lagði til að fela sveitarstjóra að vinna umsögn varðandi kæruna. SAF ræddi erindið og að Hvalfjarðarsveit sé ekki landeigandi né með afnotarétt að Miðsandslandi, jafnframt að oddvita sé falið að ræða við lögmann ásamt sveitarstjóra. SSJ ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

11.Fjárhagsáætlun 2013.

1206045

LJ gerði grein fyrir forsendum og vinnu við fjárlagagerð. Lagt fram.

12.Göngum til góðs !

1209032

Erindi frá Rauða Krossinum á Akranesi. Þegar sent fjölskyldunefnd og USN nefnd.
Erindið framlagt

13.Ágóðahlutagreiðsla 2012.

1209034

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót, dagsett 13. september 2012.
Erindið framlagt

14.Gjaldskrárbreyting í Fíflholtum.

1209035

Erindi frá Sorpurðun Vesturlands, dagsett 18. september 2012. Þegar sent form. USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Gjaldskrárbreyting samþykkt samhljóða 7-0. Erindið framlagt

15.Til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda, 64. mál.

1209043

Frá Alþingi, dagsett 20. september 2012. Þegar sent form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.
Erindið framlagt

16.Staða viðhaldsverkefna samkvæmt fjárhagsáætlun 2012

1209044

Erindi Stefáns Ármannssonar dags. 21. sept. varðandi upplýsingar um óvænt verkefni, verk sem er lokið við og stöðu kostnaðar við hvert verkefni.
LJ gerði grein fyrir verkefnastöðu og lagði fram sundurliðað rekstrar og framkvæmdayfirlit á viðhaldsáætlun og greiningu úr bókhaldi Hvalfjarðarsveitar varðandi kostnaðarskiptingu mv. fjárhagsáætlun. Gerði grein fyrir að helstu þáttum sem hafa komið óvænt upp. SÁ þakkaði fyrir greinargóðar upplýsingar. Erindið framlagt.

17.Fjárhagsáætlun 2013 og áætlun 2014 - 2017.

1209045

Frá Faxaflóahöfnum. Liggur frammi.
Erindið framlagt

18.16. fundur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1209027

ÁH gerði grein fyrir vígslu nýju hjúkrunarálmunnar við Höfða. Fundargerðin framlögð

19.799. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1209030

Fundargerðin framlögð

20.72. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

1209031

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar