Fara í efni

Öldungaráð

2. fundur 26. september 2023 kl. 14:30 - 15:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Jóhanna Harðardóttir varaformaður
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
  • Áskell Þórisson aðalmaður
  • Anna Guðrún Torfadóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson Varamaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Helga Jóna Björgvinsdóttir boðaði forföll.

1.Frístundastarf og þjónusta við eldri borgara

2309037

Umræður um frístundastarf og þjónustu við eldri borgara þar með talið þjónustustig, stöðuna í dag og framtíðarsýn.
Öldungaráð leggur til við sveitarfélagið að gera könnun á meðal eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Tilgangur könnunarinnar er að kortleggja áhugasvið, væntingar og þarfir eldri borgara er við kemur frístund, félagslífi, þjónustustigi sveitarfélagsins og fleiri tengdum þáttum. Þessi könnun yrði í takt við nýútgefna frístundarstefnu sveitarfélagsins. Öldungaráð lýsir sig reiðubúið að vinna að undirbúningi og eftirvinnslu í samstarfi við félagsmálastjóra og frístunda- og menningarfulltrúa.

2.Frístundastarf og þjónusta við eldri borgara

2309037

Umræður um upplýsingagjöf til eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Öldungaráð leggur til að endurgera upplýsingabækling Hvalfjarðarsveitar um frístundastarf, þjónustu við eldri borgara og almenn málefni eldri borgara í Hvalfjarðarsveit sem sendur verður póstleiðis á öll heimili í Hvalfjarðarsveit og rafræn lifandi útgáfa verði sett á heimasíðuna. Öldungaráð lýsir sig reiðbúið til að koma að útgáfu bæklingsins í samráði við embættismenn og viðeigandi nefndir sveitarfélagsins.

Öldungaráð leggur til að upplýsingar um málefni eldri borgara verði sýnilegra á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, m.a. með flýtihnapp á heimasíðu.

3.Förum alla leið-Samþætt þjónusta í heimahúsum

2306006

Kynning á verkefninu: Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum.
Félagsmálastjóri kynnti verkefnið.

4.Frístundastefna.

2204059

Kynning á drögum um aðgerðaráætlun frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar
Félagsmálastjóri kynnti drög að nýrri frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Efni síðunnar