10. fundur
05. nóvember 2019 kl. 18:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
Ásta Marý Stefánsdóttirvaraformaður
María Ragnarsdóttirritari
Brynja Þorbjörnsdóttirformaður
Starfsmenn
Ása Líndal Hinriksdóttirembættismaður
Fundargerð ritaði:Ása Líndal HinriksdóttirFrístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
1.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit
1902016
Merking sögu og merkisstaða.
Nefndin átti mjög góðan fund með Margréti B. Björnsdóttur forstöðumanns Markaðsstofu Vesturlands í gær, þar sem hún upplýsti okkur um það hvað önnur sveitarfélög og landssvæði eru að gera í merkingarmálum. Hún deildi okkar sýn á verkefnið og kom með ýmsan fróðleik sem án efa á eftir að nýtast vel m.a. varðandi kostnað og önnur hagnýt atriði. Hún sagði frá umræðu sem kom upp í vinnu við áfangastaðaáætlun varðandi markaðssetningu á strandlengju Hvalfjarðar og gerir ráð fyrir samstarfi þriggja sveitarfélaga við Hvalfjörð. Þetta gæti verið gott framhald á verkefninu sem nefndin er að vinna að.
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að tveimur milljónum króna verði ráðstafað til þessa verkefnis á næsta ári. Jafnframt óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að fá heimild til að óska eftir samvinnu við Markaðsstofu um ofangreint verkefni varðandi strandlengju Hvalfjarðar.
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að tveimur milljónum króna verði ráðstafað til þessa verkefnis á næsta ári. Jafnframt óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að fá heimild til að óska eftir samvinnu við Markaðsstofu um ofangreint verkefni varðandi strandlengju Hvalfjarðar.