Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

5. fundur 27. mars 2019 kl. 17:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Brynja Þorbjörnsdóttir
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Kosning -Formannsskipti

1903042

Kosning- Formaður
Kosning formanns í stað Áskels Þórissonar sem sagði sig úr nefndinni sökum anna.
Brynja Þorbjörnsdóttir var skipuð af sveitarstjórn í hans stað.

Ásta Marý tilnefndi Brynju Þorbjörnsdóttur til formanns sem var einróma samþykkt.

Nefndin þakkar Áskeli fyrir gott samstarf.

2.17. júní -Þjóðhátíðardagurinn

1809004

17. júní - Staðan
Tónlistarfélagið í samstarfi við kirkjukórinn hefur tekið að sér að skipuleggja og halda utan um 17. júní hátíðarhöldin.
Þau munu einnig sjá um kaffiveitingar.

3.Útleiga á félagsheimilum

1903040

Reglur um útleigu á félagsheimilum
Farið var yfir útleigureglur í nágranna sveitarfélögum og sett niður drög að reglum fyrir félagsheimilin, Miðgarð og Fannahlíð. Stefnt er að því að lokaútgáfa verði lögð fyrir næsta fund.

4.Hvalfjarðardagar 2019

1902016

Skipulag Hvalfjarðardaga
Rætt var um Hvalfjarðardaga 2019. Nefndin ákvað að breyta til og færa hátíðarhöldin fram til 21.-23. júní.
Rætt var um hugmyndir að dagskrárliðum og fyrirkomulag hátíðarhalda. Nefndarmenn munu vinna áfram að þeim útfrá umræðum á fundinum.

5.Önnur mál

1903041

Fundartími
Rætt var um hvort breyta ætti um fundartíma en ákveðið var að halda honum óbreyttum.
Næsti fundur nefndarinnar verður 11. apríl kl. 17.00.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Efni síðunnar