Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

57. fundur 11. febrúar 2025 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá

1.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2024.

2401035

Sunnudaginn 15. desember 2024 fór fram vel heppnuð jólagleði á Vinavelli í Melahverfi í fallegu jólaveðri. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur og jólasamsöng með Orra Sveini Jónssyni. Dansað var í kringum jólatréð og jólasveinarnir komu færandi hendi með jólanammipoka fyrir káta krakka.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum þeim sem mættu á jólagleði á Vinavelli kærlega fyrir komuna og er 9. og 10. bekk í Heiðarskóla færðar bestu þakkir fyrir að hafa tekið að sér að skipuleggja og halda utan um viðburðinn.

2.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Samfélagsmiðlaherferð 2025.
Farið var yfir tillögur að samfélagsmiðlaherferð frá ENNEMM auglýsingastofu. Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram útfrá umræðum á fundinum.

3.Hvalfjarðardagar 2025

2411038

Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2025 fóru fram. Nefndin hefur ákveðið að fá verktaka til að sjá um skipulag og framkvæmd daganna árið 2025. Formanni falið að vinna málið áfram.

4.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2025.

2501033

Skógræktarfélag Skilmannahrepps hefur tekið að sér að skipuleggja og halda utan um páskaeggjaleit í Álfholtsskógi páskana 2025 líkt og fór fram 2023 og 2024.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar