Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Hvalfjarðardagar 2025
2411038
Umræður fóru fram um Hvalfjarðardaga 2025. Formanni falið að vinna málið áfram.
2.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2024.
2401035
Jólagleði á Vinavelli 2024.
9. og 10. bekkur í Heiðarskóla hefur tekið að sér að skipuleggja og halda utan um jólagleðina á Vinavelli 2024, sem haldin verður þann 15. desember kl. 17:00 til 18:00. Jólasveinar, jólasöngvar, heitt kakó og smákökur. Menningar- og markaðsnefnd hvetur öll til að mæta.
3.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Umræður um næstu skref.
Umræður fóru fram um markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit.
4.Þjóðhátíðardagur - 17 júní 2025
2411039
Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar hefur tekið að sér að skipuleggja og halda utan um hátíðarhöldin á 17. júní 2025.
5.Mannamót Markaðsstofa landshlutanna.
2411040
Mannamót 2025 mun fara fram fimmtudaginn 16. janúar í Kórnum í Kópavogi.
Umræður fóru fram um Mannamót Markaðsstofu landshlutanna.
6.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
2411033
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Mál nr. 2411033 - Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0