Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Hvalfjarðardagar 2024
2311015
Hvalfjarðardagar 2024 fóru fram dagana 15.til 18. ágúst sl. Alla helgina var boðið upp á fjölbreytta viðburði og skemmtun fyrir öll.
2.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Afhjúpun á sjötta skiltinu fór fram á Hvalfjarðardögum, laugardaginn 17. ágúst sl. Á skiltinu er fjallað um Melahverfi í Hvalfjarðarsveit, Heiðarskóla sem upphaflega hét Leirárskóli og sláturhúsið við Laxá í Leirársveit. Að afhjúpun lokinni var boðið upp á veitingar á Hótel Laxárbakka.
Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar færir öllum þeim sem komu að afhjúpun söguskiltis við Laxárbakka, með einum eða öðrum hætti, innilegar þakkir fyrir þeirra aðstoð og framlag.
Nefndin þakkar einnig öllum íbúum og gestum sem komu á afhjúpunina, kærlega fyrir komuna.
Nefndin þakkar einnig öllum íbúum og gestum sem komu á afhjúpunina, kærlega fyrir komuna.
3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2024.
2401035
Skipulag.
Menningar- og markaðsnefnd vill hvetja íbúa og fyrirtækjaeigendur í Hvalfjarðarsveit til þess að koma með hugmyndir og halda menningarviðburði í sveitarfélaginu til að auðga menningarlíf í Hvalfjarðarsveit. Nefndin vill benda á að Menningarfulltrúi hjá SSV kemur mánaðarlega og er með viðveru í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit. Hægt er að bóka viðtalstíma hjá honum og fá ráðgjöf um menningarverkefni af ýmsum toga. Ráðgjöfin felst m.a. í upplýsingum um styrki og sjóði, áætlanagerð og framkvæmd á listviðburðum.
4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Góðar umræður fóru fram um markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit.
5.Fjárhagsáætlun menningar- og markaðsnefndar 2025
2409035
Fjárhagsáætlun 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Nefndin þakkar einnig öllum íbúum og gestum sem komu og tóku þátt á Hvalfjarðardögum kærlega fyrir komuna í sveitarfélagið.